Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 93

Morgunblaðið - 27.11.2010, Page 93
F ramleiðsla Margrétar stendur reyndar yfir allan ársins hring, en vinir og fjölskylda njóta af- rakstursins í jólapökkunum sín- um. „Ég get ekki sest niður og horft á sjón- varpið án þess að gera eitthvað annað í leiðinni,“ segir Margrét. Hún er forstöðumaður félags- miðstöðvarinnar Pegasus í Álfhólsskóla í Kópavogi og segir fátt meira slakandi eft- ir annasaman vinnudag en að grípa í fönd- ur og handverk. „Ég er yfirleitt með fjögur eða fimm verkefni í gangi í einu. Ef ég verð leið á einu, þá gríp ég í eitthvað annað.“ Margir njóta góðs af um jólin, en nán- ustu ættingjar Margrétar fá jafnan veg- legar körfur í jólagjöf frá henni. Þær eru sneisafullar af fallegum og gómsætum gjöfum og eru breytilegar frá ári til árs. Margrét vill síður gefa upp nákvæma inni- haldslýsingu fyrir körfur komandi jóla, en upplýsir þó að um þessar mundir stundi hún tilraunir í sérrígerð og aldrei sé að vita nema það rati í körfurnar, takist fram- leiðslan vel. Einnig er ekki ólíklegt að þar muni leynast blómkál í sinnepslegi, ítalsk- ar biscotti-kökur eða sultukrukka. „Ég datt í sultugírinn í sumar, ég hafði aldrei gert sultu áður en fannst þetta svo skemmtilegt að ég gerði átta tegundir.“ En hvers vegna ætti fólk að verja tíma sínum í að búa til baðbombur og sultur, þegar fá má hvorttveggja víða í versl- unum? „Þetta er ódýrara, þetta er svo skemmtilegt og mikil stemning í kringum þetta. Ég föndra til dæmis mikið með öðr- um, þannig að þessu fylgir skemmtilegur félagsskapur. Svo held ég að það sé skemmtilegra að fá gjöf sem gefandinn hefur búið til sjálfur, lagt sjálfan sig í.“ Margir myndu vafalaust ólmir þiggja jólakörfu Margrétar, en sú spurning vaknar hvort hennar nánustu vænti ekki sífellt stórfenglegri gjafa í ljósi reynsl- unnar. „Ég held að það sé aðallega ég sjálf sem geri miklar kröfur til mín. En ef þetta væri kvöð, þá myndi ég ekki nenna þessu.“ Baðbombur 1 bolli lyftiduft 1 bolli sítrónusýra (Citric acid) ½ bolli matarsódi ½ bolli olía (t.d. möndlu- eða sólblóma-) 5-6 dropar ilmolía eða ilm- kjarnaolía. Notið hanska, sé ilmkjarnaolía notuð. 2-3 dropar matarlitur, ef vill vatn í úðabrúsa Matarsódi settur í stóra glerskál og mulinn vel. Sítrónusýru bætt út í og þessu blandað mjög vel saman. Matarlit bætt út í, ásamt ilmolíu. Nokkrum dropum af vatni úðað út í blönduna, blandað vel saman. Haldið áfram að úða vatni og blanda saman þangað til blandan er rök (sé hún kreist í lófa er hún líkust sandi á sól- arströnd). Kúlur formaðar í lófa og síðan settar í múffuform, eða form að eigin vali. Best er að láta þorna yfir nótt fyrir notkun. Baðbomburnar er best að láta þorna yfir nótt áður en þær eru not- aðar. Nammijólarós Margrétar 1 bolli eða annað ílát Oasis-kubbur Grillpinnar og tannstönglar Nammi í allskonar stærðum og gerðum Sellófan í ýmsum litum Límband og límbyssa Byrjið á að finna bolla eða annað ílát. Setjið oasis-kubb ofan í bollann. Festið nammið á grillpinna eða tannstöngul eftir stærð þess og eftir því hvar þið ætlið að hafa nammið í bollanum. Sellófanið er klippt niður í fer- hyrninga og vafið utan um nammið á pinnunum. Namminu stungið í oasis- kubbinn. Krækiberja-chutney 600 g krækiber 1 rauðlaukur, saxaður 2 ½ cm bútur af engiferrót, rifinn 1 hvítlauksgeiri, saxaður 1-2 epli, afhýdd og söxuð 1 dl vínedik 2 ½ dl púðursykur 1 tsk. sinnepsfræ ½ tsk. salt 1 dl rúsínur Setjið allt í pott og látið malla við vægan hita í 20-25 mín. Hrærið í af og til. Hellið í hreinar krukkur. Heimalagaðar súrar gúrkur 1 gúrka, skorin í ½ cm þykkar sneiðar 2 rauðar og 2 gular paprikur, fræ- hreinsaðar og skornar í sneiðar 1-2 gulrætur, skornar í sneiðar 500 g laukur, skorinn í þunnar sneiðar 100 g gróft salt 5 dl eplaedik, 1 dl vatn 1½ msk. dillfræ 1 tsk. sellerífræ 1 tsk. gul mustarðskorn ½ tsk. svört piparkorn 1 dl jómfrúarolía Allt grænmetið er sett í skál ásamt saltinu og vatni þannig að rétt fljóti yfir, hrært þar til saltið er upp- leyst. Farg lagt ofan á og látið standa yfir nótt á svölum stað. Grænmetið skolað vel í rennandi vatni en síðan er sem mest af vökva pressað úr því og það þerrað með viskastykki eða eldhúspappír. Sett í heitar, dauðhreinsaðar krukkur. Edik, vatn og krydd sett í pott, hitað að suðu og látið sjóða í um 5 mín- útur. Kælt ögn og olíunni hrært saman við. Hellt í krukkurnar og hrært örlítið með sleifarskafti til að eyða loftrýmum og dreifa kryddinu sem best. Ef lögurinn þekur ekki grænmetið þarf að sjóða ögn meira og hella yfir. Krukkunum lokað vel og þær geymdar í a.m.k. hálfan mán- uð, en grænmetið ætti að vera óhætt að geyma í eitt ár. Sólberjamauk ½ kg sólber 375 g sykur 1 ¼ dl vatn Berin eru látin í pott með sykr- inum og vatninu og soðið þar til hættir að freyða. Þá eru berin tekin upp með gataspaða og saftin soðin í 10 mínútur. Berin sett aftur í pottinn soðið í augnablik. Hellt í krukkur og lokað strax. Rabarbara- og krækiberjasulta 2 kg rabarbari 1 kg krækiber 2 ½ sykur Rabarbarinn skorinn smátt, sett- ur í pott með sykrinum og berin látin ofan á. Maukið soðið við vægan hita í 1 klukkutíma. Hrærið í við og við þar til það þykknar. Sett í krukkur og lokað strax. Perlusíður www.pat2811.over-blog.com/ www.espacekid.com/activite- manuelle/type/perles-repasser/ www.makingfriends.com/ponybead/ ponybead_holiday.htm Föndursíður www.eksuccessbrands.com www.ravelry.com www.favecrafts.com www.marthastewart.com/holidays childmadetutorials.blogspot.com/ www.iseelifethroughalens.blogs- pot.com/ www.alisaburke.blogspot.com/ annalilja@mbl.is Morgunblaðið/Golli Jólaþorp, baðbombur og kryddlegnar gúrkur Jólaþorp og kökuhús úr föndurperlum, baðbombur, niðursoðið grænmeti, skart- gripir, heklað fínerí og prjónles er meðal þeirra gersema sem altmuligkonan Margrét Hrönn Ægisdóttir töfrar fram fyrir jólin. Sultur Margrét gerir bæði sólberjamauk og rabbabara- og krækiberjasultu. Handverkskona Margrét Hrönn með jólaskrautið sitt. Perlur Það er hægt að búa til afar jólalega hluti úr perlum eins og sjá má. 80 Jólablað Morgunblaðsins 2010
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.