Ný saga - 01.01.1990, Side 36
Gunnar Haröarson
TUNGUTAL
ÍSLENSKRA BÓKMENNTA
Dag nokkurn áriö 1030
eöa þar um bil, horföi
kuflklæddur maður
yfir kjarrivaxnar hlíðar Flóka-
dals, á reykinn sem liöaðist
upp frá vallgrónum bæ þar í
dalsmynninu. Þetta var enskur
maður, kominn um opið haf,
með undarlega muni í farteski
sínu: krosslíkneski og kaleik,
og fáeina bæklinga úr skinni.
Hver var þessi maður og hvert
var erindi hans? Nafn hans
þekkjum við, Hróðólfur hét
hann, og við vitum að hér um
bil 20 árum síðar steig hann
aftur á skipsfjöl; þrír kufl-
klæddir menn, íslenskir,
horfðu þegjandi á eftir meist-
ara sínum þegar hann sigldi út
fjörðinn í ofurlítiö haustlegri
gjólunni. Við getum ef til vill
gert okkur í hugarlund eitt og
annað smálegt sem þessi mað-
ur kann að hafa séð og skynj-
að, en þegar vindinum slepp-
ir, jarminu í ánum, hrópum og
köllum í fjarska, stöku bauli
frá stórgrip, hófadyn, niðnum
í Hvítá, garginu í mávunum
og öldugjálfrinu, vitum við
ekki hvað hann heyrði. Þó
eigum við nú, hátt í árþúsundi
síðar, þögul vitni sem bera
okkur daufan enduróm af
kvæðum sem þessi maður
kann að hafa heyrt þau nítján
ár sem hann var búsettur
þarna í Borgarfirðinum. Þessi
kvæði eru okkur í senn undr-
unarefni og ánægju. Undrun-
ar, því það gengur furðu næst
að þau skuli enn vera til, á-
nægju - og þó líkast til engu
minni furðu - því þau eru rit-
uð á máli sem kemur okkur
kunnuglega fyrir sjónir, máli
sem við lesum og skrifum og
njótum enn í dag. Þó að fram-
burðurinn sem Hróðólfur
heyrði þegar hann kom að
Bæ í Borgarfirði á fyrri hluta
elleftu aldar sé löngu horfinn í
veðrin, þá er það samt svo,
hversu furðulegt sem það
kann að hljóma, að málið sem
þau voru rituð á er enn lifandi
bókmenntamál í þessu sama
landi á ofanverðri 20. öld.
Þessi fullyrðing - að forn-
málið sé lifandi bókmennta-
mál - getur valdið hóstakasti
hjá mörgum manninum sem
„er sér meðvitaður um annar-
leika menningarfyrirbæra fyrri
alda,“ og eins víst að hann
reyni að skyrpa henni út úr
sér eins og hverri annarri
flugu. En ástæðan fyrir því að
það mál sem kallað er fornís-
lenska er lifandi bókmennta-
mál enn í dag er sú að það
eru engin raunveruleg skil
stíga þær og verða sjálfstætt
gagnvart stund og stað.
Islensk ritmálshefð varð til á
12. og 13. öld og „hefur verið
áhrifamikil allt fram á þessa
öld“, þó að tungan hafi verið
mismunandi á mismunandi
tímum (mál 12. aldar annað
en mál 15. aldar og mál 18.
aldar annað en mál 20. aldar)
og það sett sinn svip á ritmál-
ið. Hins vegar hefur komist á
sú venja að greina á milli
forníslensku og nútímamáls
og setja tímamörkin um 1540.
Er þá miðað við prentun
Nýjatestamentisins á íslensku.
Þessi skipting er meðal annars
/ þann tíö var ísland viöi vaxiö milli fjalls og fjöru. Bækur írskar og bjöllur
og baglar drupu þar af hverju strái en um íslenska menningu er ekki getiö í
heimildum. Myndin er af Bæjarstaöaskógi og Skaftafellsfjöllum í baksýn.
milli þess sem hægt er að
kalla íslenskt fornmál og ís-
lensks nútímamáls þegar bók-
menntamáliö, ritmáliö, á í
hlut. Með bókmenntamáli á
ég við ritmálið sem sjálfstæð-
an tjáningarmiðil, óháðan tal-
málinu að því leyti að j^að er
ekki rígbundið við tilteknar
sögulegar aðstæður heldur býr
yfir möguleikanum til að yfir-
forsenda íslenskukennslu víða
erlendis og einnig orðabók-
argerðar yfir íslenskt mál, þar
sem fornmálið er orðtekið í
Kaupmannahöfn en nútíma-
málið á íslandi. En sú stað-
reynd að skilin milli fornmáls
og nútímamáls skuli vera látin
ráðast af prentun bókar sýnir
glöggt að engin marktæk eða
raunveruleg skil eru þarna á
34