Ný saga - 01.01.1990, Síða 62

Ný saga - 01.01.1990, Síða 62
Láti sagntræðingar aft- ur á móti eins og ekk- ert hafi í skorist og sniðgangi sjónvarpið dæma þeir sjálfa sig úr ieik. Þá axla þeir ekki þá ábyrgð sem þeir bera á því að fortíðin sé meðhöndluð af heiöarleika og skynsemi. áhrif hjá lesandanum. Sagnfræðingar verða sem sagt að hugsa á allt annan hátt en þeir eru vanir? Já. Allir sagnfræðinemar ættu að fá tækifæri til að gera myndband um sögulegt við- fangsefni. Slíkt tekur langan tíma, heila önn eða meir, en þeir læra ósköpin öll á því. Það er gott og blessað að kunna eitthvað fyrir sér í myndgreiningu en best er að menn hafi sjálfir prófað að gera mynd og kynnst því af eigin raun hversu erfitt það er t.d. að öðlast tilfinningu fyrir hrynjandi og myndbyggingu kvikmynda. Þar erum við komin að fagurfræðilegum atriðum en vísindin eru líka öðrum þræði list. Hvað sem við höfumst að megum við ekki gleyma listinni. Þegar við miðlum sagnfræðilegu efni, búum til töflu eða gerum línurit, getum við gert það betur og nákvæmar með hjálp listrænna vinnubragða. Frjó og skapandi vinna með miðla eins og kvikmyndir og sjón- varp getur kennt sagnfræð- ingum að það er fleira sem hangir á spýtunni við miðlun sagnfæðiefnis en það að vera nákvæmur, heiðarlegur og skýr. BÆKUR - MYNDIR -TÖLVUR Hvers vegna er svo mikil- vægt fyrir sagnfræðinga að snúa sér að þessum nýju miðlum? Áður fyrr voru höfundar sögulegra skáldsagna einu keppinautar sagnfræðinga sem eitthvað kvað að. Nú hafa keppinautar sagnfræðinganna tileinkað sér áhrifamesta miðil mannkynssögunnar, sjónvarp- ið. Ljóst er að ekkert á eins stóran þátt í að móta sögu- skoðun fólks og sjónvarpið. Fyrir okkur sagnfræðinga er þetta spurning um hvort við viljum vera með eða ekki. Við megum ekki gleyma að vægi sögunnar í skólum hefur minnkað vegna þess að auka þurfti svigrúm fyrir aðrar námsgreinar. Samtímasaga sit- ur nú einnig í fyirrúmi vegna þess að á 7. áratugnum og þeim áttunda fannst fólki saga vera gamalt drasl sem ekki skipti neinu máli. Þessi andsögulegu viðhorf, sem fóru ekki að víkja fyrr en um 1980, hafa leitt til þess að í skólum öðlast nemendur ekki lengur sögulega heildarsýn. Öðlist þeir á annað borð slíka yfirsýn þá er það fyrir tilstilli sjónvarpsins. Sagnfræðingar verða að þekkja sinn vitjunar- tíma vilji þeir hafa áhrif á það hvernig uppvaxandi kynslóðir skynja söguna. Þeir verða að sporna við öllu ruglinu, fordómunum og joeirri mis- notkun sögunnar sem á sér stað, líka af hálfu stjórnmála- manna. Við verðum að taka mið af þeirri staðreynd að það eru aðrir en við sem miðla sögu, mest fólk sem enga sagnfræði hefur lært. Við verðum að kenna nemendum að horfa gagnrýnum augum á sögulegt sjónvarpsefni, gera þá ónæma fyrir þeim áróðri sem oft og einatt er haldið að þeim og gefa þeim kost á að leiðrétta söguskoðun sína með þeim hjálpargögnum sem okkur standa til boða. Þetta er ástæðan fyrir því hversu gífurlega mikilvægt ég tel að nota kvikmyndir og sjónvarps- efni í kennslu. í kennslustundum á að ræða um kvikmyndir og sjónvarpsþætti sem nemendur hafa séð þannig að kennarinn geti haft áhrif á það hvernig nemendur tileinka sér efni myndanna. Á milli kennslunn- ar og hins daglega lífs nem- enda verða að vera einhver tengsl. Ef kennslan beinist aldrei að hlutum sem skír- skota til þeirra sem sjónvarps- notenda þá kemur að því að þeir spyrja sig hvaða gagn sé eiginlega að þessu öllu sam- an. Kúrekamyndir eru t.d. kjörnar til þess að glæða áhuga nemenda og gera þeim ljóst að þær eru til vitnis um ákveðin viðhorf til fortíðar- innar og að þær móta sögu- skoðun áhorfendanna. Sagn- fræðingar bera auðvitað vissa ábyrgð á ríkjandi viðhorfum til fortíðarinnar og takist þeim að vekja fólk til umhugsunar um miðlun sögu í sjónvarpi og stuðla að gegnrýnni hugsun þá væru þeir að gegna því hlutverki sem þeim ber í þeim efnum. Láti sagnfræðingar aft- ur á móti eins og ekkert hafi í skorist og sniðgangi sjón- varpið dæma þeir sjálfa sig úr leik. Þá axla þeir ekki þá ábyrgð sem þeir bera á því að fortíðin sé meðhöndluð af heiðarleika og skynsemi. Ég verð æ sannfærðari um að sagnfræðingar eigi að takast á við hina sjónrænu miðla. Því betur sem þeir kynna sér kvikmyndir og sjónvarp þeim mun betur geta þeir haft áhrif á hvað er fram- leitt og hvernig. Og sagnfræð- ingar hafa enn eina ástæðu til að sinna þessum málum betur en þeir gera nú en hún er blátt áfram sú hversu geysi- lega skemmtilegt og spenn- andi það er. Þetta bætir alveg nýrri og heillandi vídd við umfjöllun þeirra um fortíðina og auðveldar þeim að glæða áhuga annarra á sögu. Allt myndmál, ekki bara lifandi myndir, gerir söguna að miklu meiri upplifun en hún ella getur orðið. Mun hlutverk sjónvarps- ins breytast í framtíðinni? 60
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.