Ný saga - 01.01.1995, Page 7

Ný saga - 01.01.1995, Page 7
Sfldarævintýrið í Hvalfirði 1947-48 vetri til, en afli verið misjafn og stundum að- eins örfáir bátar við veiðarnar.5 Og alltaf veiddist síld í Faxaflóa svo í byrjun árs 1937 ákváðu Akurnesingar að byggja verksmiðju til að bræða síld og vinna fiskimjöl og lýsi. Hún var tilbúin um næstu áramót og í sept- ember 1939 skýrði Morgunblaðið frá því að Haraldur Böðvarsson og Magnús Andrésson kaupmaður hefðu frá því í apíl um vorið sent frá Akranesi um 4.700 tunnur af ísaðri síld til útlanda. Faxaflóasíldin gæti orðið trygg út- flutningsvara, að mati þeirra.6 Líklegt er að síld hafi komið í Hvalfjörð í seinni heimsstyrjöldinni og gert setuliði bandamanna þar gramt í geði. Viðvörunar- bjöllur við kafbátagirðingu þvert yfir fjörðinn glurndu hvað eftir annað en þegar að var gáð sást enginn kafbátur. f>á gerðist það stundum að dýptarmælar herskipa og flutningspramma gáfu til kynna að örgrunnt væri undir þeim - úti á miðjum firði. Eftir vertíðina 1947-48 gátu menn sér til að síldartorfur hefðu annars vegar nuddast upp við kafbátagirðinguna og sett bjöllurnar af stað og hins vegar verið svo þéttar að allt varð svart á dýptarmælum þar sem í raun var nokkurt dýpi.7 Gerðist það ein- mitt nokkrum sinnum á vertíðinni. Mynd 1. Silfur hafsins. Uppgripin í Hvalfirði eru einstakur kafli í síldarsögu landsins. „Upphaf árlegrar síldarvertíðar“? Árni Friðriksson fiskifræðingur mun hafa togað fyrir síld í Hvalfirði í febrúar 1946 en aðeins fengið um 1.000 sfldar. í nóvember sama ár varð Ingvar Pálmason var við mikla síld þegar hann var á togveiðum í Faxaflóa en sfldveiðum var ekki sinnt í það skiptið og svo gerði ótíðarkafla.8 Ingvar bjó inn við Sund í Reykjavík á þess- um tíma og veitti um svipað leyti athygli starfsmanni á Kleppi sem reri út á Sundin á lítilli bátkænu og kom iðulega með síld að landi. Ingvari þótti þetta merkilegt og því meir þegar maðurinn sagði honum að þarna hefði hann veitt síld árum saman.91 desember
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.