Ný saga - 01.01.1995, Qupperneq 8

Ný saga - 01.01.1995, Qupperneq 8
Guðni Thorlacius Jóhannesson 1946 benti Kolbeinn Högnason, bóndi í Kollafirði, svo á að síld hlyti að vera gengin í fjörðinn vegna þess að óvenju mikið fuglager væri á honum.1" Hinn 13. desember fór Ingvar Pálmason með Jóhannesi Guðjónssyni, skip- stjóra á vélbátnum íslendingi RE, til að at- huga með síld á Sundunum við Reykjavík og í Kollafirði hinum minni, en hann markast af Brimnesi að norðan og Álfsnesi að sunnan. Annars markast Kollafjörður af Kjalarnesi og Seltjarnarnesi. Og þeir Ingvar og Jóhannes fóru ekki erindisleysu: Við leituðum á Sundunum og þegar við komum inn á Kollafjörð var þar veggur af stórhveli, þvert yfir fjörðinn. En fyrir innan hvalavöðuna var ógrynni af sfld. Við létum bátinn skríða hægt inn fjörðinn, settum svo á fulla ferð og við það þaut sfldin um allan fjörðinn, eins og sjórok væri. Lögð voru átta stórriðin sfldarnet og þegar farið var að vitja þeirra morguninn eftir voru allar baujur sokknar utan ein sem maraði í kafi. Aðeins náðust upp slitrur af þremur net- um, hitt slitnaði undan þunga sfldarinnar. Næstu daga lagði íslendingur önnur net, dró þau upp jafnóðum og fékk daglega 60-90 tunnur. Þegar þetta fréttist ýttu aðrir útgerð- armenn bátum sínum úr vör. Alls voru 18 bát- ar á þessum veiðum í lok ársins." Fyrsta kast- ið var sfldin seld til frystingar, til beitu og lítið eitt til söltunar en strax bar á því að erfitt væri að selja aflann. Hinn 19. desember samþykkti bæjarstjórn Reykjavíkur samhljóða að leggja áherslu á það við stjórnvöld að leiða yrði leit- að til að hagnýta sfldina.12 Þess virtist greinilega þörf því daginn eftir reyndi Einar Sigurðsson, skipstjóri á Aðal- björginni frá Reykjavík, að veiða sfld með botnvörpu í Kollafirði og gekk vel, enda vatn grunnt og botn góður; í einum drætti fengust 70 tunnur. Tveimur dögum síðar fór Ingvar Pálmason einnig á botnvörpuveiðar. Að öllu jöfnu var það veiðarfæri bannað í landhelg- inni, en Einar, Ingvar og nokkrir aðrir fengu leyfi dómsmálaráðuneytis til veiðanna. Á að- fangadag aflaði Einar svo vel að botnvarpan sprakk, en þegar komið var til Reykjavíkur með það af sildinni, sem náðist um borð, vildi hins vegar enginn kaupa hana. Hann neyddist til að sigla út á ytri höfnina og fleygja sfldinni fyrir borð.13 Veiðar með botnvörpu voru svo bannaðar aftur. Flestir sjómenn höfðu illan bifur á þeim, sögðu að afli annarra hefði minnkað vegna þess að við þær hefði sjór orð- ið gruggugri.14 í ársbyrjun 1947 var sfldveiðum nær alger- lega hætt í Kollafirði vegna þess að engin tök virtust á að vinna aflann. Sfldarútvegsnefnd hafði tekist að selja saltsíldarfarm til Svíþjóð- ar (1.500 tunnur að sögn Alþýðublaðsins en 1.800 að sögn Tímans), en norska vetrarsfldin var að koma á markaði og því litlar líkur á að það tækist að selja meira. Þá virtist næg beita vera til í landinu.15 Hinn 5. janúar 1947 héldu Síldarútvegs- nefnd og Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna fund með eigendum hraðfrystihúsa, sfldar- saltendum og sfldarútvegsmönnum. Á þeim fundi var stungið upp á að flytja sfldina til bræðslu norður á Siglufirði. Nefnd var skipuð og hún ákvað að beina málinu til Sfldarverk- smiðja ríkisins (SR) og atvinnumálaráðuneyt- isins. Tveimur dögum síðar fengu SR heimild atvinnumálaráðherra, Áka Jakobssonar, til að kaupa sfld í Reykjavík á 30 krónur síldar- málið (eitt mál er 150 lítrar eða u.þ.b. 135 kg) að því tilskildu að nægilega mörg skip fengjust til flutninganna norður fyrir 15 krón- ur á mál. Ef flutningsgjaldið yrði hærra lækk- aði verðið á síldinni sem því næmi.lf’ Þegar heimild ráðherra var fengin reyndi stjórn SR að semja við Landssamband ís- lenskra útvegsmanna, LÍÚ, um flutninga á bræðslusíld norður en það tókst ekki.17 Síldina varð hins vegar að flytja norður til að lands- menn gætu gert sér mat úr henni. Verksmiðj- ur syðra voru fáar og smáar og réðu ekki við að vinna svo mikinn afla sem útlit var fyrir að gæti fengist. Landssambandið sat fast við sinn keip og lausnin varð sú að SR réðu tvo menn, Haf- stein Bergþórsson skipstjóra og Jón L. Þórð- arson, útgerðarmann og stjórnarmann verk- smiðjanna, til að kaupa sfld syðra og annast flutningana norður. Gengið var frá samkomu- laginu 9. janúar. Síðar var því lítillega breytt þannig að þeir fengu í sinn hlut 2% af kaup- verði fyrstu 30.000 málanna, svo l'/2% af því sem aflaðist til febrúarloka og loks 1% eftir það. Þeim var heimilt að fá skip til flutning- 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.