Ný saga - 01.01.1995, Qupperneq 24

Ný saga - 01.01.1995, Qupperneq 24
Guðni Thorlacius Jóhannesson Mynd 10. Átti að þvergirða Kollafjörð, nota rafmagn til að reka síldina eins og fénað í þrær eða jafnvel dæla henni upp úr sjónum? „Varð ... ekkiaf [þeimj framkvæmd- um, ” stóð í Spegl- inum, „en hinsvegar var Sveini Ben. gefinn gamaldags póstur og er sagt að hann pumpi með honum síld, sér til dægrastyttingar. ’’ ekki loka Kollafirði og króa síldina inni?“ spurði Finnur Jónsson alþingismaður í Al- þýðublaðinu í ársbyrjun 1947 og benti á að lít- ill vandi væri að þvergirða fjörðinn utarlega með landnótum þar sem hann væri aðeins 300 faðma breiður og átta faðma djúpur.156 í sept- ember sama ár skrifaði Ársæll Jónasson kaf- ari Fiskimálanefnd og lagði til að síldinni yrði pumpað úr sjónum. Þá hugmynd hafði hann fengið við köfun mörgum árum áður þegar síldartorfa lagðist svo þétt að honum að hann gat sig vart hrært. Þegar Hvalfjörðurinn var sneisafullur af síld kom til tals að dýpkunar- skip Vestmannaeyinga yrði látið dæla henni upp í firðinum, en þegar til átti að taka heykt- ust menn á hugmyndinni og fundu henni margt til foráttu.157 Loks verður að nefna þá tillögu Gfsla Halldórssonar verkfræðings að loka síld inni í Hvalfirði og Kollafirði með því að leggja rafmagnslínur fyrir fjarðarmynnin: Ef það mætti takast að króa síld eða fisk með rafmagni þá er ekki loku fyrir það skotið að reka mætti heilar síldartorfur eins og fénað, t.d. inn í þar til gerða lása eða sjávarþrær, og dæla síldinni síðan beint í verksmiðju. Myndi slíkt valda byltingu í síldveiðum vorum.158 Gísli hafði verið framkvæmdastjóri SR um skeið fyrir stríð og var nýjungagjarn svo mörgum þótti nóg um - en ugglaust hefði Einari skáldi Benediktssyni, sem ætlaði sér m.a. að girða síld og lax inni í Grafarvogi og virkja fallvötn landsins, líkað hugmynd hans. Stjórn SR synjaði hins vegar beiðni Gísla um að styrkja tilraunir í þessa veru.159 Áform um síldai"verksmiðju í skipi þóttu nógu róttæk. í febrúarbyrjun 1947, þegar veiði stóð sem hæst í Kollafirði, voru lagðar fram á Alþingi tvær þingsályktunartillögur um það; að annarri stóðu sósíalistarnir Her- mann Guðmundsson og Áki Jakobsson, en Gylfi Þ. Gíslason úr Alþýðuflokki að hinni. Vildi hann láta athuga hvort ekki væri unnt að festa kaup á gömlu flugmóðurskipi sem stórveldin vildu losna við um þær mundir og koma síldarverksmiðju fyrir í því. En hvorug tillagan var tekin til frekari umræðu.160 Umræður á Alþingi um betri hagnýtingu síldarinnar urðu miklu ítarlegri veturinn eftir. Hinn 24. nóvember lagði Pétur Ottesen, þing- maður Borgfirðinga, til að byggð yrði full- komin verksmiðja á Akranesi. Jóhann Haf- stein, félagi hans í Sjálfstæðisflokknum og þingmaður Reykvíkinga, kvaðst ekki geta fallist á þá staðsetningu. Hafi einhver fundið keim af kjördæmapoti við þau orð bætti um betur yfirlýsing framsóknarmannsins Hall- dórs Ásgrímssonar, þingmanns Norð-Mýl- inga: Mér virðist ekki koma til mála að þessi verksmiðja verði reist fyrir þann tíma, sem gert er ráð fyrir, nema þvf aðeins að þeirri verksmiðjubyggingu, sem ákveðið er með lögum að byggð verði á Norðausturlandi árið 1948, verði fyrst lokið.161 í þessum umræðum, sem ekki leiddu til ákvörðunar af neinu tagi, benti Jóhann Haf- stein á að bæjarstjórn Reykjavíkur hafði ákveðið nokkrum dögum fyrr að láta málið til sín taka. Jóhann var sjálfur bæjarfulltrúi og átti frumkvæði að því að nefnd var sett á lagg- irnar til að athuga - eins og sagði í bréfi til þeirra sem áttu að tilnefna fulltrúa í hana - hvernig væri „með hagkvæmustum ráðum hægt að nýta til fulls síldveiðimöguleika þá sem eru og verða í Faxaflóa.“162 Auk Jóhanns, sem var formaður og sat fyrir bæjarstjórnina, voru eftirtaldir í nefndinni: Ingvar Vilhjálms- son fyrir sjávarútvegsnefnd Reykjavíkur, Jak- ob Hafstein fyrir LÍÚ, Jón Axel Pétursson 22
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.