Ný saga - 01.01.1995, Síða 26

Ný saga - 01.01.1995, Síða 26
Guðni Thorlacius Jóhannesson Síldarvertíðin í Hvalfirði var ein- stök í síldarsögu landsins ar, en án árangurs, enda tíð stirð í ofanálag.168 Pórður Guðjónsson telur að síldin hafi ver- ið komin í Hvalfjörð, en haldið á brott vegna þess að svo mikið var af dauðri síld á botni hans að þegar skipin fóru að kasta hafi ýldu- fýla komið upp og fælt flest kvikt í burtu.169 Hvort svo var skal ósagt látið, en hitt er víst að síldartorfurnar hurfu og hafa ekki komið aftur í Hvalfjörð, svo vitað sé. Hvers vegna kom sfldin þá í fjörðinn? Árni Friðriksson úti- lokaði að hún hefði synt þangað til að hrygna eða í ætisleit; aðeins hluti hennar hefði náð kynþroska og lítið sem ekkert æti væri í firð- inum. Eins og með Kollafjarðarsfldina taldi hann að straumar hefðu leitt sfldina inn í Hvalfjörð, „að sínu leyti eins og skip, sem ekki er í gangi, getur rekið fyrir sjó og vindi.“'70 Kannski breyttust straumarnir? Aldrei hefur fengist óyggjandi eða mjög sann- færandi svar við því af hverju sfldin kom í Hvalfjörð og í nóvember 1949 varð það frétt- næmt að fjórar sfldar veiddust í lagnet í firð- inum.171 Hér skal ekki fjölyrt um það hvort hröð uppbygging sfldariðnaðarins eftir Hvalfjarð- arvertíðina hafi verið skynsamleg. Að mestu leyti varð hún vegna óvæntrar vertíðar á óvæntum stað. Stjórnmálamenn og útgerðar- menn voru flestir sammála um málið.172 Síðar lágu þeir, sem mestu réðu um uppbygging- una, vel við höggi þegar vinnslutækin komu ekki að gagni. I stjórnmálunum voru það sjálfstæðismenn og til varnar beittu þeir rök- semdum á borð við þær sem sáust í leiðara Vísis árið 1953: „Hefði aflinn verið hinn sami eitthvað áfram og engar verksmiðjur til að nýta hann þá hefði það líka verið tilvalið árás- arefni.“173 Yfirlit Þannig fór um sjóferð þá. Hvalfjarðarsfldin kom og fór. Vissulega hafði síldar orðið vart í firðinum fyrir veturinn 1947-48 en engan óraði fyrir uppgripunum sem þá urðu - jafn- vel þótt vel hefði aflast í Kollafirði veturinn áður og gert væri ráð fyrir stórauknum sfld- veiðum við landið. Veiðin hófst í nóvember 1947 og stóð með óverulegum hléum fram í mars næsta ár. Yfir milljón mála aflaðist, að- allega í Hvalfirði, en einnig á Sundununr við Reykjavík og annars staðar í Kollafirði (að ógleymdri Vestfjarðasíldinni). Púsundir manna unnu á einn eða annan hátt við að hagnýta sfldina, á sfldarbát í Hvalfirði, vöru- bfl í Reykjavík eða í síldarverksmiðju á Siglu- firði, svo dæmi séu tekin. Þessi vertíð er ein- stök í sfldarsögu landsins. Eftir að henni lauk voru verksmiðjur bætt- ar og byggðar syðra og fest kaup á sfldar- bræðsluskipi. Síðan var beðið eftir að sfldin sýndi sig á ný. En þá var hún horfin. Margir í sjávarútvegi voru orðlausir. Hvað var líka hægt að segja? Lokaorðin hér á Davíð Ólafs- son fiskimálastjóri; hann skrifaði eftir bjart- sýnina sem ríkti þegar veiði var í Hvalfirði og vonbrigðin sem fylgdu í kjölfarið: En sfldin sýndi í þetta skipti eins og oft áður að ógerningur er að segja nokkuð fyrir um það hversu veiðin muni verða og einnig hitt að hún getur brugðist illilegar en nokkur annar fiskur og einnig getur hún gefið meiri veiði en nokkur annar fiskur.174 *Ég þakka Hreini Ragnarssyni fyrir aö lesa handrit þessarar greinar og koma með gagnlegar ábendingar. 24
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.