Ný saga - 01.01.1995, Page 33

Ný saga - 01.01.1995, Page 33
Pólitísk fatahönnun sjálfstæðisbaráttunnar. Hann var trúlega besta tæki þjóðernissinna til að koma hug- myndum á framfæri við almenning. Pólitísk þjóðernisstefna var kveðin í almúgann með hjálp ættjarðarljóða. Bókmenntir, einkum íslenskur skáldskap- ur, voru eitt helsta umræðuefnið í leynilegu gáfumannafélagi sem stofnað var í Reykjavík árið 1861. Kvöldfélagið, sem var fyrst og fremst málfundafélag, starfaði í 13 ár.7 Fundir voru að jafnaði einu sinni í viku yfir vetrar- mánuðina. Frá ársbyrjun 1862 var yfirleitt eitt ákveðið málefni krufið hverju sinni. Útnefnd- ur var einn frummælandi en yfirleitt voru andmælendur tveir. Rökræður félagsmanna eru ítarlega skráðar í fundargerðum Kvöldfé- lagsins.8 Peir voru flestir lista- og mennta- menn, helstu menningarvitar bæjarins af yngri kynslóðinni. Barnsleg fullvissa um eigið ágæti endurspeglast oft í málflutningi félag- anna. Þeir litu á sig sem sjálfkjörna leiðtoga þjóðarinnar, sem þyrftu og ættu að leiða „skrílinn", eins og allur almenningur hét oft- ar en ekki í umræðum þeirra á milli. Einn af virkustu mönnum í Kvöldfélaginu var Sigurð- ur Guðmundsson málari. Hann tók iðulega þátt í almennum umræðum og hélt oftar en nokkur annar framsögur á fundum. Sigurður fjallaði einkurn um listasögu, Reykjavík sam- tímans, meint gullaldartímabil íslandssög- unnar á miðöldum og búningasögu. Samanburður á miðaldasamfélagi íslend- inga og samtímanum var eitt vinsælasta við- fangsefni félagsmanna.9 Sigurður hélt manna eindregnast á lofti yfirburðum fyrri tíma á öll- um sviðum mannlífsins. En hann var jafn- framt ákafasti fylgismaður Reykjavíkur. Aldrei þreyttist hann á að halda á lofti mikil- vægi þess að gera bæinn að öflugum höfuð- stað. Framtíðardraumar hans um skipulag Reykjavíkur gengu fram af íhaldssömum íbú- um bæjarins. Tjörnina vildi hann gera að skipalægi, reisa stórhýsi sitt hvoru megin við hana og meðfram henni áttu að vera trjáraðir og gosbrunnar. í Laugardalnum ætti að skipu- •eggja sérstakan leikvang fyrir uppvaxandi kynslóð og nýta jarðhitann til að rækta tré og blóm. Sigurður kom einnig fram með tillögu um vatnsveitu. Leiða átti vatn úr Kringlumýr- mni í geymi á Skólavörðuholtinu og þaðan Mynd 2. Alexandrína drottning skartar skautbúningi sem islenskar konur færðu henni að gjöf þegar konungshjónin komu til landsins árið 1921. inn í hús bæjarbúa.10 Mörgum áratugum eftir að Sigurður lést áttu surnir draumar hans um Reykjavík eftir að rætast. Fatahönnun málar- ans fékk hins vegar hljómgrunn þegar í upp- hafi. Fatnaður er mikilvægur þáttur í menningu okkar. Síðustu áratugi hafa erlendir fræði- menn sýnt vaxandi áhuga á sögu tískunnar. Búningasaga hefur meðal annars verið notuð sem mælikvarði á samfélagsbreytingar. í kvennafræðum, hinum guðbergsku plágu- fræðum, hefur staða kvenna jafnvel verið les- in út frá fatnaði þeirra. Rannsóknir sem ganga út frá þessu sjónarhorni geta vissulega opnað nýja og stundum skemmtilega sýn á viðfangsefnið. Þær eru þó einatt brenni- merktar einföldunum og oftúlkunum, eins og enski félagsfræðingurinn Elizabeth Wilson hefur bent á." Kenningar Ingu Dóru Björnsdóttur mann- fræðings eru ágætt dæmi um þær gryfjur sem rannsóknir á búningasögu falla gjarnan í. Hún L 31
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.