Ný saga - 01.01.1995, Side 45
Guðrún Ása Grímsdóttir
Fomar menntir
í Hítardal
Eilítið um íslenska tignarmenn og œttartölurit á 17. öld
Hítardalsbók uppskrifuð
í Skálholti
Vorið 1711 var séra Þórður Jónsson, klerkur á
Staðarstað, á ferð í Skálholti þar sem systir
hans og mágur, Sigríður Jónsdóttir og Jón
Vídalín, sátu á biskupsstóli. Séra Þórði á
Staðarstað var í mun þetta vor að hitta kunn-
ingja sinn, Árna Magnússon, konunglegan
embættismann úr Kaupmannahöfn, sem um
þessar mundir starfaði að því að gera jarða-
bók yfir allt ísland og sat í Skálholti á vetrum
og las fræði. Séra Þórður hafði hálfvon um að
fá aftur í þessari ferð ættartölubók sína og
aðrar fleiri dröslur sem Árni hafði frá honum
að láni. Klerkur hafði beðið Árna bréflega
vorið áður um að skila sér bókunum á alþingi,
það kom fyrir ekki, og aftur skrifaði séra
Þórður vorið 1712 og bað um bækur sínar,
einkanlega Ættartölubókina, Sturlunga sögu
og Gísla sögu Súrssonar.1
Ættartölubókin sem séra Þórði var umhug-
að að fá aftur úr Skálholti þetta vor hefir ekki
komið fram svo vitað sé, en Árni Magnússon
lét að öllum lfkum Styr Þoi'valdsson skrifa
hana upp rneðan hún var í bókastokki í Skál-
holti til láns. Uppskrift Styrs er varðveitt á
Árnastofnun á íslandi með markinu AM 257-
58 fol. Uppskriftin er í tveimur bindum, 1330
blaðsíður, en skrifað er einungis á aðra hvora
síðu. Á hverri síðu eru strikaðar stórar spáss-
íur, ritið er augljóslega svo úr garði gert til
þess að bæta megi við tímgun manna eftir
tímanna rásum. í bókunum eru þessir þættir
helstir um íslenska höfðingja, ættir þeirra og
niðja framá 17. öld: Um Skálholtsbiskupana
Ögmund Pálsson, Gissur Einarsson, Gísla
Jónsson og Odd Einarsson; um Hólabisk-
upana Jón Arason, Ólaf Hjaltason og Guð-
brand Þorláksson; ennfremur eru ættartölur
Vestfjarðamanna, um Odd lepp Þórðarson,
um börn og systkini Daða Guðmundssonar
bónda í Snóksdal, um ætt Sturla bónda Þórð-
arsonar og Orms lögmanns Sturlasonar, um
ætt Hannesar Eggertssonar, urn Svalbarðs-
manna ætt þá síðari, um Möðruvallaætt þá
síðari, ættartala Klofafólks, ætt séra Ásgeirs
Hákonarsonar á Lundi og að lokum Borgar-
ætt sem rakin er frá Kveldúlfi og til Mýra-
manna á 17. öld.
Stofn þessarar ættartölubókar má að vísu
rekja til séra Þórðar Jónssonar í Hítardal (um
1609-1670), en hann var afi og alnafni séra
Þórðar á Staðarstað (1672-1720). í þættinum
fremst í bókinni eru raktar ættir frá Elínu
Pálsdóttur, systur Ögmundar biskups, en af
henni var föðurætt séra Þórðar í Hítardal, og
fylgir þættinum nákvæm grafskrift á legstein-
unr foreldra séra Þórðar. Hvorttveggja þetta
ásamt ýmsum greinunr sem snerta fólk ná-
komið séra Þórði bendir eindregið til hans
sem safnanda. Elsta þekkta heimild unr að
séra Þórði í Hítardal hafi verið kennd ættar-
tölubók er bréf sem Þormóður Torfason,
sýslumannssonur frá Stórólfshvoli, er var urn
tíma sagnaritari í þjónustu konungs í Kaup-
mannahöfn og Noregi,2 sendi vorið 1685 Jóni
Vigfússyni Hólabiskupi, tengdasyni séra
Þórðar í Hítardal og föður séra Þórðar á
Staðarstað. I þessu bréfi bað Þormóður Jón
biskup unr „ættartölubók alla hreinskrifaða
sem sálugi séra Þórður kolligeraði [þ.e. safn-
aði] og síðan með attest [þ.e. vottorði] undir
43