Ný saga - 01.01.1995, Side 45

Ný saga - 01.01.1995, Side 45
Guðrún Ása Grímsdóttir Fomar menntir í Hítardal Eilítið um íslenska tignarmenn og œttartölurit á 17. öld Hítardalsbók uppskrifuð í Skálholti Vorið 1711 var séra Þórður Jónsson, klerkur á Staðarstað, á ferð í Skálholti þar sem systir hans og mágur, Sigríður Jónsdóttir og Jón Vídalín, sátu á biskupsstóli. Séra Þórði á Staðarstað var í mun þetta vor að hitta kunn- ingja sinn, Árna Magnússon, konunglegan embættismann úr Kaupmannahöfn, sem um þessar mundir starfaði að því að gera jarða- bók yfir allt ísland og sat í Skálholti á vetrum og las fræði. Séra Þórður hafði hálfvon um að fá aftur í þessari ferð ættartölubók sína og aðrar fleiri dröslur sem Árni hafði frá honum að láni. Klerkur hafði beðið Árna bréflega vorið áður um að skila sér bókunum á alþingi, það kom fyrir ekki, og aftur skrifaði séra Þórður vorið 1712 og bað um bækur sínar, einkanlega Ættartölubókina, Sturlunga sögu og Gísla sögu Súrssonar.1 Ættartölubókin sem séra Þórði var umhug- að að fá aftur úr Skálholti þetta vor hefir ekki komið fram svo vitað sé, en Árni Magnússon lét að öllum lfkum Styr Þoi'valdsson skrifa hana upp rneðan hún var í bókastokki í Skál- holti til láns. Uppskrift Styrs er varðveitt á Árnastofnun á íslandi með markinu AM 257- 58 fol. Uppskriftin er í tveimur bindum, 1330 blaðsíður, en skrifað er einungis á aðra hvora síðu. Á hverri síðu eru strikaðar stórar spáss- íur, ritið er augljóslega svo úr garði gert til þess að bæta megi við tímgun manna eftir tímanna rásum. í bókunum eru þessir þættir helstir um íslenska höfðingja, ættir þeirra og niðja framá 17. öld: Um Skálholtsbiskupana Ögmund Pálsson, Gissur Einarsson, Gísla Jónsson og Odd Einarsson; um Hólabisk- upana Jón Arason, Ólaf Hjaltason og Guð- brand Þorláksson; ennfremur eru ættartölur Vestfjarðamanna, um Odd lepp Þórðarson, um börn og systkini Daða Guðmundssonar bónda í Snóksdal, um ætt Sturla bónda Þórð- arsonar og Orms lögmanns Sturlasonar, um ætt Hannesar Eggertssonar, urn Svalbarðs- manna ætt þá síðari, um Möðruvallaætt þá síðari, ættartala Klofafólks, ætt séra Ásgeirs Hákonarsonar á Lundi og að lokum Borgar- ætt sem rakin er frá Kveldúlfi og til Mýra- manna á 17. öld. Stofn þessarar ættartölubókar má að vísu rekja til séra Þórðar Jónssonar í Hítardal (um 1609-1670), en hann var afi og alnafni séra Þórðar á Staðarstað (1672-1720). í þættinum fremst í bókinni eru raktar ættir frá Elínu Pálsdóttur, systur Ögmundar biskups, en af henni var föðurætt séra Þórðar í Hítardal, og fylgir þættinum nákvæm grafskrift á legstein- unr foreldra séra Þórðar. Hvorttveggja þetta ásamt ýmsum greinunr sem snerta fólk ná- komið séra Þórði bendir eindregið til hans sem safnanda. Elsta þekkta heimild unr að séra Þórði í Hítardal hafi verið kennd ættar- tölubók er bréf sem Þormóður Torfason, sýslumannssonur frá Stórólfshvoli, er var urn tíma sagnaritari í þjónustu konungs í Kaup- mannahöfn og Noregi,2 sendi vorið 1685 Jóni Vigfússyni Hólabiskupi, tengdasyni séra Þórðar í Hítardal og föður séra Þórðar á Staðarstað. I þessu bréfi bað Þormóður Jón biskup unr „ættartölubók alla hreinskrifaða sem sálugi séra Þórður kolligeraði [þ.e. safn- aði] og síðan með attest [þ.e. vottorði] undir 43
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.