Ný saga - 01.01.1995, Page 49
Fornar menntir í Hítardal
Brynjólfur biskup Sveinsson í Hítardal, og þá
einsog löngu fyrr og síðar, átti staðurinn reka-
rétt fyrir Mýrum, afrétt á Langavatnsdal, lé-
torfnaskurð í annarra landi, laxveiði í Haf-
fjarðará og fjölda jarða með þeim landskuld-
um sem fylgdu í ærgildum, sölvum eða öðrum
landaurum. Þessi voru eignarlönd Hitardals:
Hróbjargarstaðir, Helgastaðir, Svarfhóll,
Alftá, Saurar, Krossnes, Knarrarnes, Brúar-
hraun, Setuhraun, Hraunsmúli, Litluskógar,
Miðskógar, Hagi, Moldbrekka, Öndverðar-
nes, Hella og eyðikotin Arnarstapi og Geld-
ingaeyjar. Kirkjan átti m.a. fjölda málnytukú-
gilda, eldsgögn, fjóra hökla, altarisklæði,
kantarakápu, alabastursbrík yfir kórdyrum
og aðra málaða yfir altari og þá þriðju fang-
létta. Hún átti þrjár stórar klukkur, eina litla
og tvær bjöllur, óttusöngsbók frá aðventu til
páska, glóseraðan psaltara, grallara, sekven-
tíubók [þ.e. kirkjusöngbók] og nýja prentaða
biblíu. Kirkjan sjálf í Hítardal var sjö stafgólf,
hafði altari með gráðu og predikunarstól, var
þiljuð og með fjórum stólum og hurð á járn-
um með hring.21
Jarðir Hítardalskirkju eru nú ekki aðrar í
byggð en Helgastaðir, Álftá, Krossnes og
Knarrarnes. Kirkjuskrúðinn er kominn burt
og það sem enn er til af honum er flest sýning-
argripir á söfnum í Reykjavík. Land staðarins
er víða orðið bert, skriðurunnið af vatnagangi
og uppblásið af þeim sökum, og tilkall til af-
réttar er horfið undan Hítardalsstað.22 Á 17.
öld þegar þau Helga Árnadóttir og séra Þórð-
ur Jónsson sátu Hítardal var landið stærra en
nú, því að veglausar víðáttur skildu milli bæja
og héraða. Þetta land skipti öllu máli fyrir
fólkið sem hafði það til þess að lifa við og ætt-
artölubók séra Pórðar varðaði ekki einungis
fólkið heldur einnig hvernig það skipti með
sér völdum og landi. Að stofni og efni stend-
ur því ættartölubók séra Þórðar á sama meiði
og Landnáma enda skrifaði séra Þórður upp
Landnámu, liklega uppúr 1654 og er sú bók
hans kölluð Þórðarbók Landnámu. Hann fór
annarsvegar eftir uppskrift sem runnin var frá
Landnámugerð Björns Jónssonar á Skarðsá,
Skarðsárbók, sem fyrst var skrifuð líklega
laust fyrir 163623, og hinsvegar Melabók,
skinnhandriti með Landnámutexta frá 14. öld
sem talinn er runninn frá Melum í Melasveit,
því að ættrakningar liggja giska margar til
Melamanna. Heil geymdi þessi skinnbók
margar fornar sögur ásamt Landnámu en er
nú slitur einar.24
Jón Þorkelsson sagði frá séra Þórði í Hítar-
dal í grein árið 1922 og benti á að hin forna
Melabók kynni að hafa komið til séra Þórðar
í Hítardal með móðurkyni hans sem var stór-
bændakyn, rótgróið í Borgarfirði. Föðurfaðir
Guðríðar, móður hans, var Þórður Guð-
mundsson lögmaður er bjó um hríð á Melum
í Melasveit og sonur Þórðar lögmanns var
séra Einar sem var prestur á Melum í 40 ár. í
grein sinni bendir Jón Þorkelsson á að Þórð-
ur lögmaður var að námi hjá Halldóri ábóta
Tyrfingssyni á Helgafelli er tók ástfóstri við
Þórð og gæti Þórður lögmaður því hafa feng-
ið bækur úr klaustrinu í tvístringi siðskipta.25
Mynd 2.
Hítardalur. Horft i
norður úr Grettisbæli.
Fellið lága hægra
megin nær fyrir miðri
mynd er Húsafell,
undir því er bærinn i
Hítardal. Hítará liðast
milli kjarra í hrauni og
hliðarinnar að vestan,
þar undir er eyðijörðin
Hróbjargarstaðir sem
Hítardalsstaður átti
ásamt fleiri löndum.
47