Ný saga - 01.01.1995, Síða 50

Ný saga - 01.01.1995, Síða 50
Guðrún Ása Grímsdóttir Mynd 3. Guðríður Gísladóttir, biskupsmaddama í Skálholti, sýslu- mannsdóttir frá Hlíðarenda. Um 1700 átti hún þá ættartölubók sem Árni Magnússon prófessor taldi bera af öðrum slíkum. Fornar menntir og uppreisn höfðingjaætta á 17. öld Fræðistörf séra Þórðar í Hítardal Iinigu í senn að uppskriftum fornrita og ritun samtíðar- sögu í formi ættartölubóka og ennfremur þýddi hann útlend fræðirit. Ekki síður en Landnámuuppskrift hans er merkileg svo- nefnd Húsafellsbók, pappírshandrit sem varðveitt er á Konungsbókhlöðu í Stokk- hólmi, og er uppskrift á Noregskonungasög- um sem séra Pórður hefir látið séra Helga Grímsson gera og jafnframt unnið að sjálfur með verklagi nákvæms textarýnis.26 Uppskrift á Sturlungu og Flóamannasögu eru til með hendi Einars Eyjólfssonar og eru báðar að flestum líkum gerðar undir handarjaðri séra Þórðar í Hítardal.27 Þeir séra Helgi Grímsson og Þorsteinn, sonur séra Þórðar, skrifuðu hvor sína Eyrbyggju28 og virðast báðar með athugagreinum á spássíum með hendi séra Þórðar sem og fyrrnefnd Sturlunguuppskrift. Séra Þórður hefir að öllum líkum þýtt lækn- ingakver eftir ýmsum erlendum fræðibókum og er það til í eiginhandarriti hans.2'' Ennfrem- ur er víslega með hendi hans ágrip úr sagna- safni eftir Niels Helvad, danskan prest og stjörnumeistara (d. 1634), en óvíst er hvort séra Þórður hefir sjálfur þýtt.3n Að efni og ritunartíma eiga meginritverk séra Þórðar, fornritauppskriftir og einkurn þó ættartölubók, samleið með ritgerð sem fræn- di hans, Gísli Magnússon sýslumaður á Hlíð- arenda (Vísi-Gísli), samdi haustið 1647,” en eftir því sem næst verður komist hefir séra Þórður helst safnað til ættartölubókar á tíma- bilinu 1646-1655. í ritgerðinni lýsti Gísli áformum sínum um framkvæmdir á Islandi sem áttu að verða þjóðinni til hagsbóta í stjórnarfari og efnahag, en fólust einkum í því að stuðla að viðreisn og eflingu fornra ís- lenskra höfðingjaætta. Þær íslenskar höfð- ingjaættir sem Gísli taldi lifa eftir voru Sval- barðsætt (ættfaðir hennar var Jón Magnússon Iögréttumaður á Svalbarði), Árnaætt og Torfaætt eða Klofaætt (niðjar Árna Gíslason- ar sýslumanns á Hlíðarenda) og Skarðsætt (rakin til Björns ríka Þorleifssonar hirðstjóra á Skarði á Skarðsströnd).12 Ættrakningar Gísla eru um sumt óljósar, en í ættartöluritum séra Þórðar í Hítardal eru gerð skil á þessum sömu ættum á ýmsa vegu. Hugmyndir Gísla Magnússonar sýslu- manns á Hlíðarenda, sem var af tignustu höfðingjaættum landsins, verður að skilja í ljósi þess að með siðskiptum færðist konungs- vald mjög í aukana á íslandi og gróf undan fótfestu embættismannaætta landsins. Kon- ungsvaldið sló eign sinni á æ fleiri jarðir, eink- um arðbærar útræðisjarðir, það hafði kverka- tak á kirkjustjórn og Islandsverslun var á 17. öld í höndum vaxandi borgarastéttar Kaup- mannahafnar sem varð á þessunr tímum brjóstvörn konungsvaldsins gegn hnignandi aðli. Æðstu umboðsmenn konungsvaldsins á Islandi, hirðstjórar eða fógetar, urðu hæglega einráðir um embættaveitingar til veraldlegra valdsmanna hérlendis á 17. öld og íslenskar höfðingjaættir hlutu því að ugga um sinn hag. Merki þess sjást í samþykkt sem gerð var við erfðahyllingu til handa Friðriki konungi þriðja á Öxarárþingi 1649 þar sem lögréttan öll bað þess að kóngleg hátign vildi eptir gömlum íslendinga sáttmála (þegar skattinum var játað af landinu) skikka þeim íslenzka sýslumenn, senr eru guðhræddir og sannsýnir og ástundunar- samir að framfylgja lögum og rétti og landsins gagni. En lögréttan afbiður út- lenzka sýslumenn hér í landi.M Lögrétta ítrekaði þennan vilja síðar með þvf að taka undir samskonar bænarskrá „þeirra fyrir Jökli vestur“ árið sem einveldisskuld- bindingin fór fram á Kópavogsþingi 1662.'4 Erfitt er að verjast þeim grun að samband sé á milli þess að séra Þórður í Hítardal safn- aði til ættartölubókar og hugmynda Vísa- Gísla frænda hans um viðreisn og eflingu ís- lenskra höfðingjaætta. Samantekt ættartölu- bókar og veislusiðir Hílardalshjóna eru hald- góðar vísbendingar þess að séra Þórður í Hít- ardal hafi verið samhuga Gísla frænda sínum, og líklega fleiri íslenskum embættismönnum á alþingi við Öxará, um að íslenskar höfð- ingjaættir ættu að sitja í fyrirrúmi um embætti og forréttindi. í þessu samhengi má ennfrem- ur nefna tengsl séra Þórðar í Hítardal við þá lögmenn landsins sem víslega voru ekki hallir undir vaxandi konungsvald. Nefna má við- brögð lögmannanna, Magnúsar Björnssonar 48
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.