Ný saga - 01.01.1995, Qupperneq 57

Ný saga - 01.01.1995, Qupperneq 57
vopnadrauginn hér, af þvf að Danir glíma við hann vegna atburðanna á Grænlandi og þeirr- ar staðreyndar, að dönsk stjórnvöld fóru leynt með samskipti sín við Bandaríkjastjórn. Engu er líkara en sérhver ný kynslóð ís- lenskra fjölmiðlamanna þurfi að efna til fréttaveislu um kjarnorkuvopn og Island. Farið er af stað með grunsemdum, um að ekki sé allt sem sýnist. Virðist sama, hve nrik- ið hefur verið fjallað um málið áður, alltaf er látið eins og nýjar vísbendingar, þótt í öðrum löndum séu, vísi á drauginn hér. Hið sama á við um þessar kjarnorkuvopnaumræður og þátttökuna í mótmælum herstöðvaandstæð- inga, að síðustu 15 til 20 árin hafa talsmenn grunsemdanna verið hinir sömu, það er William Arkin, sérfræðingur Grænfriðunga frá Bandaríkjunum, og Ólafur Ragnar Gríms- son alþingismaður. Þótt opinberar nefndir, eins og Öryggismálanefnd, hafi látið semja skýrslur um kjarnorkuvopn og Island og fyrir liggi afdráttarlausar yfirlýsingar frá íslenskum og bandarískum stjórnvöldum um það, hvernig þessum samskiptum hefur verið hátt- að, er enn krafist, að opinber rannsókn sé lát- in fara fram. Kröfur um það þjóna helst þeim tilgangi að gera tortryggilegt, að ekki sé við þeim orðið. Fróðlegt væri að bera saman þá mynd, sem hér hefur verið dregin af þróun íslenskra varnar- og öryggismála, við það, sem fram kemur í íslenskum sagnfræðiritum eða sögu- kennslubókum um þetta efni. Spurning er raunar, hvort tekið er á málinu í kennslubók- unum. Jafnframt kann að þurfa að leita lengi til að finna einhverja sagnfræðilega úttekt á þessu viðkvæma máli, sem sett hefur mikinn svip á stjórnmálaumræður liðinna tfma. Áhugamenn ættu líklega fremur að leita að upplýsingum í ritgerðum stjórnmálafræðinga en sagnfræðinga. Ritgerð Vals Ingimundarsonar, sem getið var í upphafi, sýnir hins vegar, að án ná- kvæmra sagnfræðilegra rannsókna verða staðreyndir ekki dregnar fram í dagsljósið. Þar er svarað spurningum um þátt þessara mála, sem hefur lengi verið deiluefni. Þeir, sem sérhæfa sig í rannsókn á í þróun íslenskra öryggismála, geta ekki gengið fram hjá þess- a. i ri' gerð. Gildi sagnfræðinnar Hún svarar einnig pólitískum spurningum og fyllir upp í eyður stjórnmálasögunnar. Sjálfstæðismenn héldu því fram, að Banda- ríkjastjórn hefði notað lánið til að kaupa vinstri stjórnina frá varnarleysisstefnu sinni. Var þetta talinn hreinn áróður af vinstri mönnum. Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn var í ríkisstjórn og stóð dyggan vörð um hags- muni vestrænna ríkja, voru lánasjóðir Banda- ríkjamanna lokaðir fyrir Islendingum. Þeir opnuðust hins vegar, þegar til valda kom rík- isstjórn flokka, sem höfðu alið á óvild og tor- tryggni í garð Bandaríkjastjórnar. Um þetta mál þarf ekki að deila, eftir að ritgerð Vals hefur birst. Það er forsenda þess, að skynsamlegar ákvarðanir séu teknar um framtíðina, að menn læri af sögunni. Fátt er þjóðinni til dæmis hættulegra nú en ala á því, að innlend- ir menn, sem vinna að því að treysta tengsl ís- lenska lýðveldisins við aðrar þjóðir, hafi verið eða séu að vinna gegn íslenskum hagsmunum. Hið gagnstæða er sanni nær. Ábyrgð sagnfræðinga er mikil, þegar hug- að er að því, hvaða mynd þjóðir sjá, þegar þær líta í spegil sögunnar. Nokkrar umræður hafa sprottið um það, hvernig fjallað er um sjálf- stæðisbaráttuna af sagnfræðingum. Má í því sambandi vitna til þessara orða Guðmundar Hálfdanarsonar í síðasta hefti Sögu: Mynd 2. „Framhaldsskóla- nemendur kvarta undan því, aö þeir fái aldrei tækifæri til að kynnast Islands- sögunni i heild á námsferli sínum, heldur læri hana aðeins í brotum eða brotabrotum. “ 55
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.