Ný saga - 01.01.1995, Qupperneq 75

Ný saga - 01.01.1995, Qupperneq 75
Sigfús Haukur Andrésson Almenna bænarskráin, tveggja alda afmæli þessu ári (1995) er tveggja alda af- mæli almennu bænarskrárinnar, sem var fyrir margra hluta sakir harla sér- stætt og merkilegt plagg.* Hún er dagsett á Alþingi við Öxará 24. júlí 1795 og sett fram sem allsherjar kæruskjal íslendinga til kon- ungs yfir takmörkuðu verslunarfrelsi og af- leitum viðskiptakjörum. Var ástandinu lýst af miklum tilfinningahita og beitt orðalagi, rök- semdum og aðferðum sem áttu sér engar hlið- stæður við aðrar bænarskrár landsmanna til konungs, og gengið var svo langt að gefa hana út á prenti. Jafnframt var farið fram á fullt verslunarfrelsi við utanríkisþjóðir og ýmsar fleiri umbætur á verslun landsins. Konungsverslun breytt í fríhöndlun Með konunglegri auglýsingu 18. ágúst 1786 og ýtarlegri tilskipun 13. júní árið eftir var íslenska verslunin gefin frjáls þegnum kon- ungs í Danmörku, Noregi og hertogadæmun- um Slésvík og Holtsetalandi, að ógleymdum íslendingum sjálfum. Hefur þetta hálffrjálsa verslunarfyrirkomulag löngum verið kallað fríhöndlun. Fram að því, eða síðan 1602, hafði íslenska verslunin verið algerlega einokuð og oftast seld einkaaðilum á leigu en rekin sem ríkiseinokun eða svonefnd konungsverslun árin 1759-63 og 1774—88. Á dögum konungs- verslunar síðari kom m.a. að fullu til fram- kvæmda sú breyting, sem hafði byrjað nokkru áður sunnanlands og vestan, að starfslið versl- unarinnar var almennt látið búa í landinu árið um kring í stað þess að koma með skipunum um vorið og hverfa á brott á haustin, eins og gerst hafði lengst einokunar. Jafnframt því sem konungsverslunin síðari var lögð niður (sem gerðist aðallega vorið og sumarið 1788) voru kaupmönnum hennar eða öðrum helstu starfsmönnum á hinum 25 verslunarhöfnum landsins seldar verslanir þar með mjög vægum lánskjörum og skipum kon- ungsverslunar skipt milli þeirra fyrir gjafverð, gegn því að þeir rækju stöðuga verslun á ís- landi a.m.k. þar til þeir hefðu greitt að fullu skuldir sínar við konung.1 Nýlendusnið og selstöðufyrírkomulag Upphaflega var svo til ætlast að þessir nýju sjálfseignarkaupmenn, sem voru yfirleitt danskir en höfðu búið misjafnlega lengi á ís- landi, yrðu þar áfram og mynduðu kjarna inn- lendrar verslunarstéttar. Niðurstaðan varð hins vegar sú, að þeir settust nær allir að í Kaupmannahöfn og ráku verslanir sínar á ís- landi þaðan sem svonefndar selstöðuverslan- ir. Pessi ráðabreytni kaupmanna stafaði ekki einungis af því að þeir undu hag sínum illa á íslandi. Samkvæmt fyrrnefndri verslunartil- skipun mátti kaupmaður á íslandi ekki reka neina beina verslun við lönd utan Danaveld- is, nema þá í félagi við þekkta kaupsýslumenn í einhverri af verslunarborgum Danmerkur, Noregs eða hertogadæmanna. Og til íslands- siglinga mátti eingöngu nota skip í eigu þegna Danakonungs.2 Vegna þessa nýlendufyrir- komulags á verslun landsins var það yfirleitt hagkvæmast kaupmönnum að láta faktora (verslunarstjóra) annast verslanirnar á íslandi en búa sjálfir í Kaupmannahöfn, sem varð 73
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.