Ný saga - 01.01.1995, Qupperneq 76

Ný saga - 01.01.1995, Qupperneq 76
Sigfús Haukur Andrésson Aðeins örfáir íslenskir menn höfðu aðstöðu og bolmagn til þátttöku í verslun landsins í upphafi fríhöndlunar þannig áfram miðstöð íslensku verslunarinn- ar eins og verið hafði á tímum gömlu einok- unarinnar. Aðeins örfáir íslenskir menn höfðu að- stöðu og bolmagn til þátttöku í verslun lands- ins í upphafi fríhöndlunar. Peir hlutu að vísu aðallega að beina viðskiptum sínum til Kaup- mannahafnar, eins og danskir starfsbræður þeirra, en voru líklegri til að búa áfram í land- inu og leggja þar stund á útgerð jafnframt versluninni. Eru Bjarni (Sigurðsson) Sívert- sen í Hafnarfirði og Ólafur P. Thorlacius á Bfldudal bestu dæmin um slíka athafnamenn.3 Helstu keppinautar kaupenda konungs- verslunareigna, öðru nafni fastakaupmanna, voru fáeinir kaupsýslumenn í Danaveldi sem stofnuðu útibú á Islandi, einkum suðvestan- og vestanlands en einnig á Akureyri og Eski- firði. Pá kvað stundum nokkuð að svonefndum lausakaupmönnum, einkum norskum, sem ráku verslun við landsmenn frá skipum sínum á sumrin, aðallega syðra og vestra, og sigldu milli hafna með varning sinn. Og sumir fasta- kaupmenn höfðu líka lausaverslun að auka- getu. Ný tegund einokunar Ekki leið á löngu uns ýmsir fastakaupmenn, sem voru misjafnlega hæfir og efnum búnir tii að reka verslun á eigin spýtur, tóku að kvarta sáran við ráðamenn yfir samkeppni lausa- kaupmanna og nokkurra íslenskra bænda og gáfu í skyn að efnaðir íslenskir embættismenn stæðu fjárhagslega á bak við þá síðarnefndu. Kváðust þeir ekki geta staðið við skuldbind- ingar sínar við konung ef svo héldi áfram. Pað varð til þess að stjórnin gaf út tvær tilskipanir árin 1792 og 1793, sem þrengdu bæði kosti lausakaupmanna og gerðu íslenskum mönn- um og öðrum nýliðum stórum erfiðara um vik að hefja þátttöku í versluninni en gert hafði verið ráð fyrir í fríhöndlunarlögunum. Versl- unarrekstur var takmarkaður við gömlu verslunarstaði einokunarinnar og aðra sem stjórnin kynni eftirleiðis að löggilda sem kauptún. En þeim gömlu var ærið misskipt á landið og kaupendur konungsverslunareigna höfðu þar víðast hvar lykilaðstöðu. Islenskir bændur og aðrir nýliðar máttu því aðeins hefja verslun, að þeir settust að, eða rækju a.m.k. aðalverslun, á einhverjum þeirra sex staða er veitt höfðu verið kaupstaðarréttindi, en það voru Reykjavík, Grundarfjörður, ísa- fjörður, Akureyri, Eskifjörður og Vestmanna- eyjar. Kaupendur konungsverslunareigna máttu hins vegar eftir sem áður búa í Kaup- mannahöfn og þurftu ekki frekar en þeir töldu sér henta að reka verslun í neinum fyrr- nefndra kaupstaða þegar sú verslun, er þeir höfðu keypt af konungi, var á svonefndri út- höfn. Þá var embættismönnum, háum sem lágum, bönnuð öll hlutdeild í versluninni.4 Um sama leyti (1792) skall á styrjöld í Evr- ópu í kjölfar frönsku stjórnarbyltingarinnar, sem varð upphaf nær látlausra styrjalda allt fram á árið 1815. Meðan Danaveldi var hlut- laust, eða fram á haust 1807, fengu kaupsýslu- menn og skipaeigendur þar oftast nóg að starfa við leiguflutninga og alls konar önnur bein og óbein viðskipti við stríðsaðila, svipað og hafði t.d. gerst í bandaríska frelsisstríðinu 1775-83.5 Hér var því margfalt meiri hagnaður í boði en nokkur von var um að íslenska verslunin gæfi af sér. Hún varð líka að ýmsu leyti erfiðari kaupmönnum af völdum stríðsins. Mikilvæg- ustu nauðsynjavörur Islendinga, svo sem tirnbur, járn, hampur (eða færi), tjara og rúg- ur urðu torfengnari og dýrari, rúgur t.d. vegna þess að markaður opnaðist erlendis fyrir danskt korn. Mun erfiðara varð einnig að koma íslenskum fiski og prjónlesi á venjulega erlenda markaði. Stríðið olli auk þess mikilli hækkun á verði skipa, á skipaleigu og trygg- ingagjöldum/’ Lausakaupmenn höfðu þannig ýmsar fleiri ástæður en fyrrgreindar tilskipanir til að yfir- gefa íslensku verslunina og róa á fengsælli mið. Og það gerðu lfka flest þau verslunar- fyrirtæki sem stofnað höfðu útibú í landinu. Við þetta varð skyndilega mikill samdráttur í siglingum til Islands. Sést það best af því, að árin 1789—91 sigldu um og yfir 60 skip árlega til landsins, flest árið 1790 eða 66 skip samtals 2.400 stórlestir. Árin 1793-95 seig hins vegar á ógæfuhliðina, mest árið 1794 er aðeins 38 skip, samtals 1.451 stórlest, sigldu til íslands.7 Pessu fylgdi óhjákvæmilega mikill skortur á innfluttum nauðsynjavörum, sem bæði stór- 74
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.