Ný saga - 01.01.1995, Qupperneq 80

Ný saga - 01.01.1995, Qupperneq 80
Sigfús Haukur Andrésson Mynd 1. Magnús Stephensen 1762-1833. Lögmaður norðan- lands og vestan, síðan dómstjóri í Landsyfirrétti. Annar helsti frumkvöðull og aðalhöfundur almennu bænarskrár- innar. Gaf ennfremur út ýtarlegt varnarrit gegn árásum kaup- manna á bænar- skrána og aðstand- endur hennar. (Forsvar for Islands fornærmede Ovrighed, samt for dets almindelige Ansegning om udvidede Handels- Friheder. Kh. 1789). unarfrelsi við utanríkisþjóðir og stuðning við aukna og virka þátttöku íslenskra manna í versluninni til þess að hún flyttist sem mest inn í landið, svo sem með fjölgun kauptúna og stofnun sveitaverslana á hentugum stöðum. Ennfremur yrði eftirlit embættismanna í landinu með versluninni aukið að nýju. Aðeins vannst tími til að leggja einhver drög að bænarskránni meðan á þinginu stóð, og hafa væntanlega einhverjir fleiri en Stefán og Magnús lagt þar hönd á plóg, en sá síðar- nefndi tók að sér að semja hana að fullu. Petta var einmitt um svipað leyti og Magnús var að vinna að yfirliti um frönsku stjórnar- byltinguna og atburði tengda henni, en það birtist í fyrsta bindi tímarits Landsuppfræð- ingarfélagsins, Minnisverðum tíðindum. Þar lætur Magnús að vissu marki í ljós mikla sam- úð með byltingunni og hugsjónum hennar, einkanlega mannréttindayfirlýsingunni frá 26. ágúst 1789, er átti sér fyrirmynd í stjórnar- skrá hinna nýstofnuðu Bandaríkja Norður- Ameríku sem hann fer einnig lofsamlegum orðum um." Áhrifin úr þessari átt á bænar- skrána leyna sér ekki. Með skírskotunum til frelsis, náttúruréttar eða meðfæddra mann- réttinda, þjóðarréttinda íslendinga og al- menns réttlætis er þar farið fram á að lands- menn öðlist verslunarfrelsi á við þegna kon- ungs í Danmörku og Noregi. Gefið er í skyn að til uppþota kunni að draga í landinu ef allt sitji áfram við hið sama. I samræmi við það er farið býsna hörðum orðum um ástand versl- unarinnar og framferði kaupmanna og versl- unarstjóra. Stuðningur embættismanna mikill en Olafur stiftamtmaður skorast undan Það var upphaflega ætlunin að séra Markús Magnússon, prófastur í Görðum á Álftanesi, undirritaði bænarskrána í umboði allra fyrir- hugaðra undirskrifenda. Tiltölulega fáir þeirra voru hins vegar á Alþingi 1795 og bænarskrá- in þá ekki heldur fullsamin. Það varð því loks úr að hafa hana í þremur eintökum, þ.e. einu fyrir hvert amt. Skyldi hver amtmaður senda hana sýslumönnum og próföstum í amti sínu til undirskriftar og mæla auk þess sjálfur með henni. Þetta gerðu Stefán Þórarinsson í norð- ur- og austuramti og Vibe í vesturamti eftir því sem best þeir gátu.14 Olafur Stefánsson, stifamtmaður og amt- maður í suðuramti (faðir Magnúsar og móð- urbróðir Stefáns), snerist þegar til kom gegn bænarskránni. Var hann bæði mótfallinn hinu magnþrungna orðalagi hennar og því áformi að gefa hana út á prenti. Hann áleit ekki held- ur verslunarfrelsi við utanríkisþjóðir tíma- bært. Ólafur tók því þann kost að senda Rentukammerinu rækilegar greinargerðir um slæmt ástand verslunarinnar með ýmsum um- bótatillögum og gefa svo árið 1798 út bókar- korn um íslensku verslunina.15 Hann lét eftir alls konar vífillengjur tilleiðast að senda kammerinu suðuramtseintak bænarskráinnar með ýmiss konar afsakandi skýringum en engum meðmælum. En Magnús sonur hans og fleiri aðstandendur bænarskráinnar höfðu séð um að senda þetta eintak um suðuramtið til undirritunar.16 Auk þess sem andstaða stiftamtmanns var ráðamönnum í Kaupmannahöfn kærkomin röksemd gegn bænarskránni, varð afstaða hans til þess að nokkrir menn hættu við að skrifa undir hana eða reyndu að afturkalla undirskriftir sínar. Og frekari dráttur en ella varð á því að eintök hennar kæmust til Kaup- mannahafnar. Þannig komst eintakið úr 78
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.