Ný saga - 01.01.1995, Page 86

Ný saga - 01.01.1995, Page 86
Eggert Þór Bernharðsson Mynd 1. Skipulag Reykja- víkur tók sífelldum breytingum í tímans rás og víða var þröngt um vik á götum bæjarins eftir að bílum tók að fjölga. Gömul hús og ný stóðu hlið við hlið og auð svæði settu sumstaðar mark á götumyndir. Þessi mynd er frá Grettisgötu um miðja öldina. öld komu þó fram ýmsar nýstárlegar og fram- sæknar hugmyndir einstakra manna um bygg- ingu bæja, sem vöktu athygli.4 Þannig kom út fyrsta íslenska ritið um bygginga- og skipu- lagsmál árið 1916, eftir Guðmund Hannesson lækni, og þetta rit hans, ásamt skrifum Guð- jóns Samúelssonar húsameistara ríkisins, mótuðu mjög hugmyndir manna og aðgerðir í skipulagsmálum fram undir seinna stríð. Rit Guðmundar var raunar undirstaða að frum- varpi til laga um skipulagsmál árið 1917, sem samþykkt var með nokkrum breytingum árið 1921, en það ár tók Skipulagsnefnd ríkisins til starfa og lét til sín taka á næstu árum. Þá var stofnað til samvinnunefndar um gerð skipu- lagsuppdráttar fyrir Reykjavík árið 1924, sem hlaut samþykki bæjarstjórnar þremur árum síðar. Þar með var komin fram fyrsta heildar- tillagan að skipulagi Reykjavíkur en hún náði reyndar aðeins til svæðis sem var skilgreint innan svokallaðrar „Hringbrautar“ og rúmaði meginbyggðina í bænum á þeim tíma.5 Enda þótt talsvert væri fjallað um skipu- lagsmál þéttbýlis á fyrstu áratugum 20. aldar og uppi væru áform um að taka þau föstum tökum var ekki alltaf hlaupið að því og fljót- lega urðu ýmsar hugmyndir óraunhæfar vegna breyttra aðstæðna. Skipulag Reykja- vikur tók t.d. sífelldum breytingum í tímans rás og oft reyndist langur vegur frá skipulags- hugmynd til veruleikans/’ Framan af 20. öld óraði líklega fáa fyrir þeim samfélagsbreyt- ingum sem í vændum voru. Hús þjóna tilgangi Landsmenn bjuggu að fornri og öruggri reynslu af byggingarefnum sínum, torfi og grjóti. Löngum lyftu þeir grjóthnullungum og fjarlægðu runnið torf og fúnaðar spýtur, eins og frumstæðar þjóðir gera sem nota efni beint úr umhverfinu, enda skorti hentugri bygging- arefni, t.d. harðan sandstein og efni til að búa til nothæfa múrsteina. Þessi skynsamlega að- lögun íslenskra húsa hefur verið kölluð „rök- rétt afleiðing aðstæðnanna“.7 Einangrun frumstæðra þátta í verkmenningunni rofnaði smám saman er leið á 19. öld, þegar hlutir, hugmyndir og hráefni bárust æ hraðar til landsins. En þá kom í ljós að hefðir í húsagerð nútímabæja skorti sárlega.8 Nágrannaþjóðirnar bjuggu frá fornu fari við fjölbreytt og hagkvæm byggingarefni og héldu áfram að vinna úr þeim með nýrri tækni, á meðan íslendingar stóðu andspænis algjörlega nýjum byggingarefnum og gjör- breyttri tækni.9 Nýju byggingarefnin kröfðust nýrra forma, sem vöktu sumstaðar upp hörð viðbrögð. Hin þjóðlega íliáldssemi var stund- um slík, að bændur voru gagnrýndir fyrir að stæla kaupstaðarhús og kasta gömlum og grónum byggingarhefðum á haugana.10 Skortur á hefð gat þó veitt ákveðið frelsi og jafnvel skapandi spennu. Með því að mæta svo seint til leiks í þéttbýlinu gátu Islendingar orðið skilgetin börn nýrra tíma í byggingu borga. Þegar best lét tileinkuðu þeir sér ýmis- legt af því nýjasta í byggingarháttum erlendis, þótt þeir yrðu á köflum að sætta sig við efnis- skort og takmarkaða þekkingu. Fyrstu áratugina á mölinni voru hagleiks- menn úr hópi snikkara og annarra iðnaðar- manna atkvæðamiklir við byggingu timbur- húsa gamla tímans." Margir þeirra voiu prýðilega lesnir í fagurfræði, þótt ekki væru þeir háskólamenntaðir, og þeir gátu farið í smiðju til þeirra tveggja arkitekta sem vörð- uðu veginn á íslandi, Rögnvaldar Ólafssonar, sem lést árið 1917, og Guðjóns Samúelssonar, en hann var húsameistari ríkisins frá stofnun 84
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.