Ný saga - 01.01.1995, Side 94

Ný saga - 01.01.1995, Side 94
Eggert Pór Bernharðsson Viss eining þótti felast í því er íslendingar námu á einum stað, „þar sem prófessorarnir vissu þó hvar ísiand var á jarðkringiunni. “ skyldi vera sem nánast frá upphafi, allt frá því að hússtæði hefði verið valið þar til íbúarnir væru fluttir inn í húsakynnin fullbúin. Húsa- meistarinn skyldi aldrei láta undir höfuð leggjast að kynna sér samviskusamlega þarfir og óskir byggjandans og átti að geta treyst því að þær væru settar fram af fullri hreinskilni. Gagnkvæmur skilningur var talinn fyrsta skil- yrði góðs árangurs. Á níunda áratugnum var samstarf af þessu tagi enn talið ákaflega mik- ilvægur þáttur í starfi arkitekta.56 Náið samráð getur þó haft sínar veiku hlið- ar. Erfitt getur verið að standa gegn vilja til- vonandi húseigenda og því hætt við því að hugmyndir festist í húsagerðinni án þess að húsameistarar fái rönd við reist og jafnvel þvert gegn vilja þeirra, hugmyndir sem hvorki lúta listrænum kröfum né þjóna tilgangi. En skiljanlega urðu arkitektar að koma til móts við þarfir íbúa, því annað var óráðlegt í sam- félagi fámennis, kunningsskapar og vensla. Erfitt gat verið að humma fram af sér óskir sem stríddu gegn viðurkenndum lögmálum byggingarlistarinnar. Nálægðin skapaði vissan vanda og sterk bein þurfti stundum til að sannfæra menn um, að hús af þessu eða hinu taginu féllu illa að innlendum aðstæðum og væru sprottin úr allt öðrum jarðvegi en þeim íslenska. Slíkir menn áttu sennilega á hættu að missa verkefni yfir til þeirra sem buðu bet- ur.57 Petta ástand hafði að líkindum áhrif á arkitektúr og heildarútlit hverfa og borgar- hluta. Eegar landsmenn fóru að ferðast til fjar- lægra landa fór ekki hjá því, að það sem þar bar fyrir augu tæki á sig mynd á íslandi. Hóp- ferðir til sólarlanda urðu fyrst vinsælar á síð- ari hluta sjöunda áratugarins og að því kom að í sumum einbýlishúsahverfum tækju hús á sig sólarlandasvip. í nýjum úthverfum Reykjavíkur mættust t.d. ólíkir heimar í bygg- ingum.58 Almennir borgarar fluttu þannig margvíslegar hugmyndir heim og báru undir arkitekta sína sem numið höfðu í ýmsum löndum. Húsameistararnir urðu æ sundurleitari hópur þegar leið á 20. öld. Þeir fyrstu sóttu menntun sína til Danmerkur, en kynslóðin sem kom til starfa um og upp úr 1930 skólað- ist jafnframt í Þýskalandi, Svfþjóð og á Englandi. Ólíkt því sem var fyrr luku flestir nýliðarnir upp úr seinna stríði sveinsprófi í húsa- og húsgagnasmíði og múraraiðn áður en þeir lögðu húsagerðarlistina fyrir sig. En stéttin komst ekki í verulega sókn fyrr en á sjöunda áratugnum þegar fjölgaði svo í hópn- um að undir lok áttunda áratugarins urðu arkitektar milli sextíu og sjötíu talsins. Ný námslönd bættust nú í hópinn, svo sem Frakkland, Ítalía og Bandaríkin.59 Á seinni hluta níunda áratugarins voru arkitektar á ís- landi orðnir ríflega tvö hundruð og störfuðu á um sjötíu vinnustofum, langflestir í Reykja- vík. Og löndin sem menntunin var sótt til urðu æ fleiri.60 Hugmyndir um innlenda iniðstöð húsagerðarlistar Húsameistararnir báru heim ólfkustu áhrif, og ekki þótti öllum æskilegt að húsameistarar landsmanna væru svo sundurleitur hópur. Viss eining þótti felast í því er íslendingar námu á einum stað, „þar sem prófessorarnir vissu þó hvar ísland var á jarðkringlunni.“61 Þegar íslensk list losnaði úr þessum gömlu tengslum og listafólkið fór tvist og bast tók ís- lensk húsalist að líkjast meir alþjóðalist. Menn bentu því á nauðsyn þess að koma upp innlendri menntastofnun í húsagerðarlist og öðrum listum, ekki aðeins til að skapa „ís- lenskan arkitektúr“ eða „íslenska list“, held- ur til að íslendingar mættu betur skilja sjálfa sig, í hvaða landi þeir byggju og við hvaða efnahagsskilyrði. Þeir sem töluðu um skaðann og meðvit- undarleysið sem þessu fylgdi töldu að fjöl- breytnin sem fylgdi menntun í svo ólíkum löndum hefði ruglað fólk í ríminu og afleið- ingin væri ringulreið. Hér yrði að koma upp innlendri menntastofnun svo kennarar gætu miðlað reynslu kynslóðanna í landinu, uns jafnvægi skapaðist. Þeir sem töluðu á þessum nótum voru vitaskuld ekki að leggja til að landinu yrði lokað og engum hleypt inn sem numið hefði í útlöndum, heldur vildu þeir reyna að vinna betur úr og móta hin erlendu áhrif sem flæddu inn.62 Ekki voru þó allir á einu máli um þetta. Þeir sem vörðu nám í útlöndum töldu það 92
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.