Ný saga - 01.01.1995, Page 99
Hvíta stríðið
í máli og myndum
Inóvember árið 1921 kom í tvígang til
harðra átaka við Suðurgötu 14 í
Reykjavík, heimili Ólafs Friðrikssonar
ritstjóra Alþýðublaðsins. Tildrögin voru þau
að Ólafur hafði þá um sumarið farið á þing
Komintern (Alþjóðasambands kommúnista) í
Moskvu. Par tók hann upp á sína arma
munaðarlausan gyðingadreng, Nathan Fried-
mann að nafni. Nokkru eftir komuna til
íslands kom í ljós að drengurinn var með smit-
andi augnsjúkdóm sem nefnist trachoma.
Eftir að heilbrigðisyfirvöld vissu þetta lögðu
þau til að drengurinn yrði fluttur úr landi.
Ólafur túlkaði þetta sem pólitískar ofsóknir á
hendur sér og voru stuðningsmenn hans
innan Alþýðuflokksins á sama máli. Þann 18.
nóvember gerði lögreglan tilraun til að ná
drengnum, en þá dreif að mannsöfnuð sem
hrakti lögregluna á brott eftir hörð átök.
Barst Ólafi liðstyrkur víða að, meðal annars
lögðu nokkrir pólitískir andstæðingar hans úr
vesturbænum honum lið á þeirri forsendu að
kjarninn í lögreglunni væri úr austurbænum.
Hrakfarir lögreglunnar og lítill vilji innan
liðsins til frekari aðgerða urðu til þess að 22.
nóvember var Jóhann P. Jónsson, skipherra á
björgunarskipinu Þór, settur lögreglustjóri.
Jóhann var sjóliðsforingi að mennt og stofn-
aði þegar varalögreglusveit sem átti að útkljá
málið. Alls voru í liði þessu um 80 manns og
var því skipt í fjórar undirdeildir, um 20 í
hverri. Fengu varalögregluþjónarnir grunn-
þjálfun í margs konar hernaðarkúnst, voru
látnir ganga í takt og vopnaðir remington-
riflum og kylfum. Lið Jóhanns, setts
lögreglustjóra, merkti sig með hvítum borð-
um um vinstri upphandlegg og var því kallað
hvíta liðið og liðsmennirnir hvítliðar eins og
tíðkaðist að kalla hægri menn í rússnesku
byltingunni og borgarastyrjöldinni í Finnlandi.
Aðalstöðvar hvítliðanna voru í Góðtemplara-
húsinu, Gúttó, þar sem nú er bílastæði Alþing-
is, og handan götunar í Iðnó, en hjúkrunar-
gögnum var komið fyrir í gömlu slökkvi-
stöðinni við Tjarnargötu og Gúttó, því búist
var við átökum, meiðslum og jafnvel rnann-
falli. Á þessum stöðum og reyndar víðar, svo
sem við bankana, voru vopnaðir menn á
verði.
Um hádegi þann 23. nóvember lögðu
hvítliðarnir til atlögu og handtóku Ólaf og
helstu stuðningsmenn hans. Ólafur og félagar
ákváðu að veita ekki mótspyrnu og verður
ekki heldur séð á myndurn að hvítliðar hafi
verið vopnaðir öðru en bareflum í aðförinni
sjálfri. Hinir handteknu voru fluttir í fangelsi
upp á Skólavörðustíg, en Nathan Friedmann
og Anna, kona Ólafs, voru sett í einangrun.
Drengurinn var síðar fluttur úr landi, en Ólaf-
ur og félagar hans dæmdir til fangavistar.
Ekki var dómunum framfylgt og voru hinir
dæmdu náðaðir skömmu sfðar meðal annars
fyrir tilstuðlan Jónasar frá Hriflu sem var
gamall kunningi Ólafs. Pegar frá leið þótti lítil
upphefð í því að hafa
verið í hvíta liðinu og
vildu fáir við það kann-
ast er þar höfðu verið.
Hvíta striðið hafði
djúptækar pólitískar af-
leiðingar fyrir Alþýðu-
flokkinn. Stjórn flokks-
ins neitaði að styðja Ólaf
í þessum átökum og taldi
þetta persónulegt mál
hans. Skömmu síðar var
honum svo vikið frá sem
ritstjóra Alþýðublaðsins.
Þessi atvik urðu því til
að skerpa andstæðurnar
Mynd 1.
Ólafur Friðriksson
þótti góður ræðu-
maður. Á þessari
mynd sem tekin er
um miðja öldina
sjást tilþrif hans í
ræðustól.
97