Ný saga - 01.01.1995, Qupperneq 101
Hvíta stríðið
veiki trachoma og stjórnin þess vegna vísað úr
landi vegna sýkingarhættu. Vildi Ólafur ekki
láta henda þessum einstæðing út í veröldina
þannig og neitaði að framselja nauðugan um
borð í Botníu er fara átti til Hafnar í fyrradag.
Gerði þá lögreglan húsbrot hjá Ólafi og náði
drengnum, en Ólafur og hans menn tóku
hann aftur og báru inn í húsið og vörðu síðan
lögreglunni inngang, og varð hún að hafa það
við svo búið. Allur bærinn var í uppnámi, all-
ar götur fullar hér í grennd, bæði af jafnaðar-
og Alþýðuflokksmönnum2 og öðrum sem
samúð höfðu með drengnum og svo þeim sem
fylgja vildu lögreglunni að illu verki, en þeir
virtust þó færri og ekki urðu margir til að að-
stoða hana þrátt fyrir ítrekaðar áskoranir lög-
reglustjóra; sumir þeirra gerðu þó allmiklar
skemmdir á húsinu (Suðurgötu 14) og einn
henti steini inn um glugga og mun hafa ætlað
Ólafi en hitti ekki, og fleira eftir þessu. Ólaf-
ur heldur því fram að einangra megi drenginn
og lækna en þurfi ekki að vísa honum úr
landi, en þetta sé gert aðeins til að hefnast á
Ólafi og er það líklega rétt. í nrorgun er
Morgunblaðið meira en hálft af tómum
skömmum urn Ólaf Friðriksson. Óvíst er
hversu þetta lyktar, Ólafur heldur drengnum
enn, og samherjar hans eru harðsnúnir ef þeir
koma sér við. Flestir óska að drengur fái að
vera.
Sunnudagur 27. nóvember 1921
Mikið gekk á á miðvikudaginn var [23. nóv-
ember]. Pá var hafin önnur atlaga að Ólafi
Friðrikssyni með herliði, þ.e. margra tuga
sveit vopnaðra manna (skotfélag [Axels]
Tuliníusar) undir forustu fyrrverandi lautin-
ants í danska hernum, Jóhanns P. Jónssonar
og var þá kallaður „lögreglustjóri" af því sá
rétti afsagði að eiga meira við þetta mál og
hafði verið nauðugur að fyrri atlögunni.
Stjórnin fékk því þennan herforingja og hóaði
saman með dyggilegri hjálp auðvaldsins og
annarra pólitískra hatursmanna Ólafs, mörg-
um hundruðum manna af því tagi líklega
400-500 og voru þær æfðar í sveitum af þeim
„danska“. Logn var og sólin skein í heiði
þennan dag; allar götur hér í nánd fylltust af
fólki, fleiri en um daginn þótt enginn vissi
. ,jj
: J á
fyllilega hvað til stóð, en nú voru settir verðir
um allt og fólki meinað að fara ferða sinna,
nema að nokkru leyti. Portið3 hérna fylltist af
vopnuðum mönnum með riffla, lfklega hlaðna,
því ég heyrði þann sem þóttist vera foringi
segja: „Pað er kannski réttast að hver maður
liafi ákveðinn fjölda af skotum í vasanum -
svona 12-15.“ Þá fór mér nú að verða órótt.
Var það þá virkilega alvara að fara að brytja
niður og limlesta verjulaust fólkið, út af mis-
skilningi og í mikilmennskulegri yfirburða
hugsun? Hvernig eru íslendingar orðnir. Er
það þá bara leikur að svifta menn lífi, úthella
blóði samborgara sinna og gera þá örkumla-
menn ævilangt. Svo kom Matthías læknir
[Einarsson], með tösku sína í hendinni og
héraðslæknir [Jón Hj. Sigurðsson], tvær stof-
Mynd 4.
Þessi mynd er tekin
ofan úr turni
slökkvistöðvarinnar
um svipað leyti og
mynd 1. I sveitinni
sem réðst til atlögu
við Suðurgötu 14
voru um 45 menn en
hinir voru á verði við
bækistöðvar hvítliða
eða héldu mann-
fjöldanum sem sést
á horni Vonarstrætis
og Suðurgötu í
skefjum.
99