Ný saga - 01.01.1995, Page 104

Ný saga - 01.01.1995, Page 104
Hvíta stríðið Mynd 8. Hvítliðar halda frá Suðurgötu 14 með aðra fanga. þýðublaðið kallar það, eins og það fór fram, „stjórnarskrárbrot". Broddborgara og auð- valdsmálgagnið Morgunblaðið hefir látið rigna hrakaskömmum sífellt yfir Ólaf og jafn- aðarstefnuna og ég tala nú ekki um bolsivis- mann, það er nú glatt og lukkulegt og hælist um og básúnar marga lygi. Á fimmtudags- morgunn sagði það gleiðgosalega frá hand- tökunum og „hinu harðsnúna aðstoðarlög- regluliði", sem hefði gegnt skyldu sinni með dugnaði og kurteisi(!) svo allt gekk slysalaust og ekki var einu skoti skotið. Tvö börn urðu þó fyrir bifreið þegar þeir flengdust organdi um allt og stórmeiddi þau. Sama tölublað gapir með það að „flokkurinn sem tók dreng- inn hefir skotið saman 3000 kr. handa hon- um“, og muni Morgunblaðið veita gjöfum til hans viðtöku. En svo fengu þeir dálítinn snoppung því í Vísi og Alþýðublaðinu í gær og í Morgunblaðinu í morgun tilkynning á þýsku frá drengnum sjálfum (hann kvað mæla á þýsku) að hann tæki ekki við neinunr pen- ingagjöfum, kveðst ekki vera neinn betlari og fósturforeldrar sínir, Ó. Friðriksson und Frau, muni annast um sig, og um leið tilkynnir kona Ólafs, Anna [Friðriksson], að hún frávisi öll- um gjöfum fyrir hönd fóstursonar síns. Hún álítur þennan peningaplástur sem móðgun sem ekki er að furða. Alþýðuflokksmenn ætla að krefjast þess að Ólafur verði látinn laus. Aldrei hefir bæjarlýður verið eins greinilega skiptur í tvær andstæður eins og nú og nú er það eins og annarsstaðar orðið hvítt og rautt. Stjórnin lét „gyllta skrílinn" siga sér upp til að gera gönuhlaup sem átti að vera til að upp- ræta bolsivismann, en þar sem lítill neisti var fyrir hefir hún og hennar lið nú blásið að kol- unum og hellt olíu á eldinn; sem getur orðið að geigvænlegu báli. Laugardagur 17. desember 1921 Ólafi Friðrikssyni var loksins sleppt úr fang- elsinu miðvikudaginn 30. nóvember á 8. degi, og hafði hann einskis neytt allan þann tíma nema drukkið heitt vatn. Hann var furðu hress og jafnaði sig fljótt. Fór þetta allt gagn- stætt von hvíta liðsins, sem gerði ráð fyrir 2-8 ára tugthússvist eða hann yrði veikur eða hrykki einhvern veginn upp af; daginn eftir, 1. desember, var haldinn afar fjölmennur Al- þýðuflokksfundur og samþykkt að skora á landsstjórnina að rannsaka hverjir valdir voru að stofnun hvíta hersins, vopnabúnaði og að- förum og láta þá sæta hegningu og einnig að 102
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.