Ný saga - 01.01.1997, Side 7

Ný saga - 01.01.1997, Side 7
og fékk hann nafnið Kommúnistaháskóli þjóðarbrota vesturhlutans (Kommunist- icheskii Universitet Narodnikh Menshinstv Zapada, skammstafað KUNMZ).4 Þessir skólar störfuðu báðir fram á fjórða áratuginn. Erlendir flokksmenn sem stund- uðu þar nám um lengri eða skemmri tíma skiptu þúsundum.5 Árið 1926 var stofnaður einn skóli til viðbótar, Alþjóðlegi Lenínskól- inn (Mezhdunarodnaia Leninskaia Shkola, skammstafað MLS). Lenínskólinn var, ólíkt Austur- og Vesturháskólunum, hreinn flokks- skóli, það er að segja þar lærðu menn ein- göngu marx-lenínisma og grundvallaratriði kommúnismans í sögulegu og praktísku ljósi.6 Þótt hinir skólarnir væru nefndir háskólar höfðu margir þeirra sem þar stunduðu nám litla eða enga skólagöngu að baki og fengu uppfræðslu í almennum námsgreinum auk kommúnisma.7 Formlega var Lenínskólinn rekinn af Alþjóðasambandi kommúnista, en hinir skólarnir voru undir stjórn rússneska Kommúnistaflokksins. Metnaður skólanna fór minnkandi eftir því sem á leið. Um miðjan þriðja áratuginn var gert ráð fyrir að almennt nám í Austur- og Vesturháskólunum tæki fjögur ár. Þetta var einnig markmiðið þegar Lenínskólinn var stofnaður. Fljótlega var námið stytt í þrjú ár °g í byrjun fjórða áratugarins var það komið niður í tvö ár. Auk almennra námsbrauta var boðið upp á stuttar námsbrautir og þá oftast miðaðar við níu mánuði.“ Hreinsanir í röðum erlendra kommúnista settu mark sitt á skólana. Vorið 1937 var karl- peningurinn úr Lenínskólanum sendur til Spánar að berjast við Franco, þeir sem ekki höfðu verið handteknir áður, og í lok áratug- arins var búið að grisja kennara- og starfs- mannalið skólanna svo mjög að þeir voru í raun óstarfhæfir.9 Þar sem Sovétstjórnin varð nú sífellt tregari til að hleypa útlendingum inn í landið í stórum stíl var sjálfgert að leggja skólana niður. Eftir innrás Þjóðverja í Sovétríkin 1941 voru höfuðstöðvar Kominterns fluttar til borgarinnar Ufa í Úralfjöllum. Þar var Lenín- skólinn endurreistur í því skyni að þjálfa kommúnista til að stjórna ríkjunum sem mundu lenda á áhrifasvæði Sovétríkjanna að stríðinu loknu.10 Hlutverk og áhrif flokksskólanna Yfir flokksskólunum í Moskvu hvíldi mikil og vaxandi leynd á meðan þeir störfuðu. Austur- og Vesturháskólinn voru þó ekki formlega leynilegir, en erlendum kommúnistum sem stunduðu þar nám var engu að síður uppálagt að halda því stranglega leyndu heima hjá sér Mynd 2. Fimm Islendingar vonj við nám í Moskvu veturinn 1931-32. Hér stilla þeir sér upp ásamt Einari Olgeirssyni sem kominn var til borgarinnar i þeim erindagjöröum að ganga frá inngöngu hins nýstofnaða Kommúnistaflokks Islands í Komintern og sækja um styrk í kosningasjóð flokksins. Frá vinstri Eyjólfur Árnason, Jens Figved, Einar Olgeirsson, Andrés Straumland, Þóroddur Guð- mundsson, Jafet Ottósson. Mynd 3. Nikolai Búkharín. 5
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.