Ný saga - 01.01.1997, Page 8
Mynd 4.
Hendrik Ottósson.
Mynd 5. Eggert
Þorbjamarson.
s
Jón Olafsson
að þeir væru í skóla í Sovétríkjunum og í skól-
anum áttu þeir að nota dulnefni og vera sem
fáorðastir um hagi sína." Lenínskólinn var
formlega leynilegur, þótt sagt hafi verið frá
stofnun hans í tímariti Kominterns og gerð
úttekt á starfsemi hans eftir fyrsta árið.12 Eftir
það var aldrei minnst á hann í bókum eða
tímaritum sem Alþjóðasambandið gaf út.
Sagnfræðingar hafa lítið skrifað um skóla-
göngu útlendra kommúnista í Moskvu. Heim-
ildir hafa verið af skornum skammti, einna
helst að minningar gamalla nemenda sem
snúist höfðu gegn kommúnismanum hafi ver-
ið aðgengilegar. Þeir sem héldu tryggð við
hreyfinguna héldu oftast það heit sitt að gefa
litlar eða engar upplýsingar um nám sitt í
Moskvu.13 En því miður hafa endurminning-
arnar takmarkað gildi því að nemendur skól-
anna voru oftast ófróðir um það sem fram fór
í kringum þá. Ætlast var til að menn sinntu
sínum verkum en skiptu sér hvorki af öðrum
né básúnuðu það sem þeir væru sjálfir að
gera.14
Áhrif þessarar menntunar flokksmanna á
einstaka kommúnistaflokka hafa ekki heldur
þótt mikilvægt rannsóknarefni. Það er óljóst
hvort skólunin í Moskvu skipti til dæmis veru-
legu máli í „bolséviseringu“ kommúnista-
flokkanna. Fjölda spurninga er ósvarað:
Höfðu skólagengnir kommúnistar sérstakt
hlutverk í flokkum sínum og þá hvert? Komu
menn til baka „heilaþvegnir moskvuagentar“
og hvað mundi slík fullyrðing merkja? Var
skólagangan léttvæg í samanburði við marg-
víslega pólitíska reynslu manna heima fyrir
og svona má halda áfram.
Sagnfræðingar sem fjalla um kommúnista-
hreyfinguna og Sovétríkin gera stundum ráð
fyrir því að þar sem Komintern var samband
byltingarsinnaðra flokka hljóti nám í skólum
Kominterns að hafa falist í „hagnýtum bylt-
ingarfræðum“, það er í því hvernig ætti að
fremja valdarán og gera byltingu. Þetta er
hugsunarvilla. Hvert svo sem eðli Kom-
interns var, þá var nauðsynlegt að haga undir-
búningi kommúnista í samræmi við pólitískt
umhverfi þeirra. Því skipti mestu máli hvaðan
nemendurnir voru. Norrænir kommúnistar
virðast litla þjálfun hafa fengið í öðru en bók-
legum greinum marx-lenínisma.15 Öðru máli
gegnir um kommúnista úr ólöglegum flokk-
um, eða frá löndum þar sem Sovétstjórnin
ætlaði sér ákveðin ítök. Þeirra þjálfun gat ver-
ið nær einhverju sem kalla mætti hagnýt bylt-
ingarfræði.
Skólun íslenskra kommúnista
í Moskvu
I skjalasafni Kominterns í Moskvu hafa varð-
veist merkilegar heimildir um veru íslendinga
í Vesturháskólanum og í Lenínskólanum.
Þessar heimildir geta gefið vísbendingar um
hvað „hinn almenni nemandi“ var að fást við
í flokksskólunum í Moskvu á fjórða áratugn-
um, að minnsta kosti hvað norræna kommún-
ista varðar. Moskvureynsluna má einnig nota
til að skýra eða skilja sumt af því sem síðar
gerðist í vinstrihreyfingunni á íslandi. Eins og
Einar Olgeirsson benti á mörgum árum síðar,
í samtali við sovéska sendiherrann í Reykja-
vík, var hugsunarháttur þeirra sem hlotið
höfðu kommúnískt uppeldi dálítið annar en
hinna sem fóru þess á mis.16
Fyrsti íslendingurinn sem stundaði nám í
Moskvu var Jens Figved. Hann kom þangað
1929 og settist á skólabekk í Vesturháskólan-
um.17 Hann var þrjá vetur í Moskvu og eini ís-
lendingurinn sem lauk þriggja ára námsbraut
í Vesturháskólanum.18 Árið 1930 bættust fjór-
ir íslendingar við, þeir Þóroddur Guðmunds-
son, Eyjólfur Árnason, Jafet Ottósson og
Andrés Straumland.19 Þóroddur og Eyjólfur
luku tveggja ára námsbraut á Vesturháskól-
anum en Andrés var á stuttri námsbraut fyrir
enskumælandi nemendur á Lenínskólanum.
Jafet var sendur heim eftir fyrsta árið fyrir
röng viðhorf og vitlausar skoðanir.20 Haustið
1931 tók Vesturháskólinn við þremur fslend-
ingum til viðbótar, þeim Helga Guðlaugssyni,
Gísla Indriðasyni og Hallgrími Hallgrímssyni.
Samtíða þeim voru þrír íslendingar á Lenín-
skólanum, þau Haraldur Bjarnason, Eggert
Þorbjarnarson og Dýrleif Árnadóttir.21 Fyrir
Gísla fór eins og Jafet árið áður. Hann þótti
slakur byltingarmaður og ekki mikils af hon-
um að vænta í flokksstarfi. Hann var látinn
dvelja um tíma á heilsuhæli en sendur heim
að því loknu.22
Það er ólíklegt að fleiri Islendingar hafi
6