Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 8

Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 8
Mynd 4. Hendrik Ottósson. Mynd 5. Eggert Þorbjamarson. s Jón Olafsson að þeir væru í skóla í Sovétríkjunum og í skól- anum áttu þeir að nota dulnefni og vera sem fáorðastir um hagi sína." Lenínskólinn var formlega leynilegur, þótt sagt hafi verið frá stofnun hans í tímariti Kominterns og gerð úttekt á starfsemi hans eftir fyrsta árið.12 Eftir það var aldrei minnst á hann í bókum eða tímaritum sem Alþjóðasambandið gaf út. Sagnfræðingar hafa lítið skrifað um skóla- göngu útlendra kommúnista í Moskvu. Heim- ildir hafa verið af skornum skammti, einna helst að minningar gamalla nemenda sem snúist höfðu gegn kommúnismanum hafi ver- ið aðgengilegar. Þeir sem héldu tryggð við hreyfinguna héldu oftast það heit sitt að gefa litlar eða engar upplýsingar um nám sitt í Moskvu.13 En því miður hafa endurminning- arnar takmarkað gildi því að nemendur skól- anna voru oftast ófróðir um það sem fram fór í kringum þá. Ætlast var til að menn sinntu sínum verkum en skiptu sér hvorki af öðrum né básúnuðu það sem þeir væru sjálfir að gera.14 Áhrif þessarar menntunar flokksmanna á einstaka kommúnistaflokka hafa ekki heldur þótt mikilvægt rannsóknarefni. Það er óljóst hvort skólunin í Moskvu skipti til dæmis veru- legu máli í „bolséviseringu“ kommúnista- flokkanna. Fjölda spurninga er ósvarað: Höfðu skólagengnir kommúnistar sérstakt hlutverk í flokkum sínum og þá hvert? Komu menn til baka „heilaþvegnir moskvuagentar“ og hvað mundi slík fullyrðing merkja? Var skólagangan léttvæg í samanburði við marg- víslega pólitíska reynslu manna heima fyrir og svona má halda áfram. Sagnfræðingar sem fjalla um kommúnista- hreyfinguna og Sovétríkin gera stundum ráð fyrir því að þar sem Komintern var samband byltingarsinnaðra flokka hljóti nám í skólum Kominterns að hafa falist í „hagnýtum bylt- ingarfræðum“, það er í því hvernig ætti að fremja valdarán og gera byltingu. Þetta er hugsunarvilla. Hvert svo sem eðli Kom- interns var, þá var nauðsynlegt að haga undir- búningi kommúnista í samræmi við pólitískt umhverfi þeirra. Því skipti mestu máli hvaðan nemendurnir voru. Norrænir kommúnistar virðast litla þjálfun hafa fengið í öðru en bók- legum greinum marx-lenínisma.15 Öðru máli gegnir um kommúnista úr ólöglegum flokk- um, eða frá löndum þar sem Sovétstjórnin ætlaði sér ákveðin ítök. Þeirra þjálfun gat ver- ið nær einhverju sem kalla mætti hagnýt bylt- ingarfræði. Skólun íslenskra kommúnista í Moskvu I skjalasafni Kominterns í Moskvu hafa varð- veist merkilegar heimildir um veru íslendinga í Vesturháskólanum og í Lenínskólanum. Þessar heimildir geta gefið vísbendingar um hvað „hinn almenni nemandi“ var að fást við í flokksskólunum í Moskvu á fjórða áratugn- um, að minnsta kosti hvað norræna kommún- ista varðar. Moskvureynsluna má einnig nota til að skýra eða skilja sumt af því sem síðar gerðist í vinstrihreyfingunni á íslandi. Eins og Einar Olgeirsson benti á mörgum árum síðar, í samtali við sovéska sendiherrann í Reykja- vík, var hugsunarháttur þeirra sem hlotið höfðu kommúnískt uppeldi dálítið annar en hinna sem fóru þess á mis.16 Fyrsti íslendingurinn sem stundaði nám í Moskvu var Jens Figved. Hann kom þangað 1929 og settist á skólabekk í Vesturháskólan- um.17 Hann var þrjá vetur í Moskvu og eini ís- lendingurinn sem lauk þriggja ára námsbraut í Vesturháskólanum.18 Árið 1930 bættust fjór- ir íslendingar við, þeir Þóroddur Guðmunds- son, Eyjólfur Árnason, Jafet Ottósson og Andrés Straumland.19 Þóroddur og Eyjólfur luku tveggja ára námsbraut á Vesturháskól- anum en Andrés var á stuttri námsbraut fyrir enskumælandi nemendur á Lenínskólanum. Jafet var sendur heim eftir fyrsta árið fyrir röng viðhorf og vitlausar skoðanir.20 Haustið 1931 tók Vesturháskólinn við þremur fslend- ingum til viðbótar, þeim Helga Guðlaugssyni, Gísla Indriðasyni og Hallgrími Hallgrímssyni. Samtíða þeim voru þrír íslendingar á Lenín- skólanum, þau Haraldur Bjarnason, Eggert Þorbjarnarson og Dýrleif Árnadóttir.21 Fyrir Gísla fór eins og Jafet árið áður. Hann þótti slakur byltingarmaður og ekki mikils af hon- um að vænta í flokksstarfi. Hann var látinn dvelja um tíma á heilsuhæli en sendur heim að því loknu.22 Það er ólíklegt að fleiri Islendingar hafi 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.