Ný saga - 01.01.1997, Síða 19
Mynil 1. Hér sést frá Laugavegi yfir Laugar-
nes og Sundin. Vesturendi Viðeyjar er lengst
til hægri. Stóra, dökka húsið til vinstri er
holdsveikraspítalinn, en Laugarnesbærinn er
rétt hægra megin við miðja mynd, Bjarmaland
Emiis Rokstads lengst til hægri. Húsaþyrping-
in á Kirkjusöndunum tilheyrði fiskverkunar-
stöðvunum tveimur, íslandsfélaginu og Th.
Thorsteinssyni. Fremsta húsiö vinstra megin
sem ber í sjóinn er Fúlatjörn eða Lækjarbakki,
en Kirkjuból lengst til hægri. Laugarnesveg-
ur skásker forgrunn myndarinnar, beygir til
vinstri við Kirkjuból og liggur franthjá Bjarma-
landi, aö spítalanum og Laugarnesbænum.
■ngum. Þar eyddi Jón Dan, rithöfundur og
lyrrum ríkisféhirðir, miklum hluta æsku sinn-
nr með Valgerði fóstru sinni, sem vann þar
árum saman og fékk að hafa fóstursoninn
með sér. Jón er faðir Valgerðar Dan leikkonu.
A grunnum þurrkhússins og vaskhússins eru
nú að rísa þrjú stór og mikil fjölbýlishús.
A.Í húsum Th. Thorsteinssonar á Ytri-
Kirkjusandi er einnig uppistandandi eitt hús.
I’að stóð niðri við sjó þegar myndin var tekin,
en er nú innan girðingar á athafnasvæði
Strætisvagna Reykjavíkur.
Húsið lengst til vinstri, sem ber í gárótta
Rauðarárvíkina, stóð á bakka Fúlutjarnar og
var kennt við hana. Þetta gamla kot gekk
raunar undir nafninu Lækjarbakki í seinni tíð,
eftir öðru koti sem stóð þarna á tjarnarbakk-
anum á síðustu öld. Listahjónin Barbara og
Magnús A. Árnason áttu heima á Lækjar-
bakka í allmörg ár eftir heimsstyrjöldina síð-
ari.
Hægra megin við miðju myndarinnar ber
kotið Kirkjuból við eystri mörk þurrkreit-
anna. Það reisti Halldór Kr. Friðriksson
menntaskólakennari rétt fyrir aldamót, en
Magnús Vigfússon, yfirverkstjóri í gatnagerð-
inni, keypti af ekkju hans árið 1903. Meðal
barna hans voru Regína sunddrottning og
Guðbjörg, sem giftist Magnúsi póstmanni og
langhlaupara, og nefndur var Mangi hlaup.
Þau voru foreldrar Björgvins fyrrum skóla-
stjóra, nú húsvarðar hjá Þjóðskjalasafni ís-
lands í gömlu Mjólkurstöðinni, föður Eddu
Björgvinsdóttur leikkonu. Einn sona Magn-
úsar er Magnús, faðir Guðmundar fyrrum
háskólarektors.
í forgrunni myndarinnar er Kirkjumýri.
17