Ný saga - 01.01.1997, Síða 21

Ný saga - 01.01.1997, Síða 21
Laugameshverfi verður til Þótt taliö sé nokkuð víst, að Ingólfur Arn- arson hafi nefnt bæ sinn eftir reyknum úr laugum þeim sem Laugalækur féll úr eru hvergi til heimildir um að þær hafi verið nýtt- ar á nokkurn hátt fyrr en um miðja 18. öld. Þó má telja mjög líklegt, að fornmenn hafi geng- ið til laugar þar eins og heimildir eru til um að þeir hafi gert víða annarsstaðar á landinu. Eggert Ólafsson og Bjarni Pálsson könnuðu laugarnar árið 1755 og segja í Ferðabók sinni frá allstórri og djúpri baðlaug þar sem fólk gekk til laugar, ekki síst farmenn úr Hólmin- um og starfsfólk Innréttinganna, en einnig fólk af bæjunum í kring. Fjórum áratugum síðar kom Sveinn Pálsson að laugunum og segir að þær hafi verið notaðar til línþvotta, og nokkru neðar hafi lækurinn breitt úr sér og vatnið verið hæfilega heitt til baða. Það hefur Mynd 3. Pessi mynd af Laugarnesbænum var tekin um miðjan áttunda áratuginn. Þá bjuggu þar Sigurður Ólafsson hestamaður og söngvari og fjölskylda hans. A þessum bæjarhóli hafa staðið hús frá því skömmu eflir landnám og á honum sunnanverðum stóð kirkja í ein fimm- hundruð ár. verið mjög nærri þeim stað þar sem gömlu sundlaugarnar stóðu, og eitthvað mun hafa verið um að fólk færi þar í bað sér til skemmt- unar. Árið 1824 lét Norðlendingurinn Jón Kærnested gera fyrirhleðslu á þessum stað svo þar myndaðist dálítið lón og rak sund- skóla það sumar. Eftir það liðu 60 ár þar til annar Norðlendingur, Björn Blöndal, hóf sundkennslu í Laugamýri. Björn Jónsson, rit- stjóri ísafoldar og síðar ráðherra, studdi Blöndal og saman tókst þeim að koma upp dálítilli torfsundlaug og kveikja áhuga fólks á að læra sund. Björn Blöndal fórst í fiskiróðri fáeinum árum síðar, en maður kemur í manns stað. Björn ritstjóri fékk ungan bónda frá Ár- hrauni á Skeiðum til að taka við sundkennsl- unni. Það var Páll Erlingsson, bróðir Þor- steins skálds. Honum má þakka það mest allra manna að smám saman breiddist út meðal fólks í Reykjavík og nágrenni áhugi á sundíþróttinni, og árið 1910 var loks risin myndarleg sundlaug, hlaðin úr steinlímdu grjóti, með heitu vatni sem leitt var í pípum innan úr Þvottalaugum. Sú sundlaug er að grunni til hin sama og sést á myndinni og var notuð fram til um 1970. 19
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.