Ný saga - 01.01.1997, Page 28

Ný saga - 01.01.1997, Page 28
Helgi Skúli Kjartansson Úr því að landnámsmenn gátu komist af í landinu áður en bústofn þeirra fór að gefa af sér verulega matbjörg, þá hefðu þeir líka komist af í landinu þótt bústofninn hefði enginn verið Landnám „fyrir landnám“? Þegar við veltum vöngum um hugsanlegt „landnám fyrir landnám“, þá er víst nærtæk- ast að leggja í orðið þá merkingu að átt sé við eldra landnám en það sem Landnáma segir frá. Ekki bara að það landnám, sem fornritin lýsa, hafi hafist fyrir 874 (sem er í sjálfu sér vel líklegt), heldur að annað og eldra land- nám hafi farið á undan. Um hérvistir papa er að vísu naumast nokkur vafi, svo er Dicuilusi fyrir að þakka. En hafi þeir verið hér sem munkar og ein- setumenn án þess að efna til sjálfbærrar byggðar, þá er það ekki nema trúarbragða- túrismi og ekki fremur landnám en þrásetur nútímamanna í geimstöðvum geta talist land- nám í geimnum. Og nýnefndar rannsóknir á búfjárkynjum útiloka að norrænir landnemar hafi sótt bústofn sinn til papa eða einhverrar írskrar fjölskyldubyggðar sem þeim hafi fylgt. Þær vekja meira að segja efasemdir um þátt norrænna manna „vestan um haf“ í frum- landnámi íslands. Ef við fylgjum eftir skilgreiningunni á „landnámi" sem tilkomu búfjárhaldaranna, þá verður spurningin um „landnám fyrir land- nám“ að spurningu um varanlega innflytj- endabyggð án búfjár. Slík byggð var ekki utan við tæknilega möguleika norrænna manna. Úr því að landnámsmenn gátu komist af í landinu áður en bústofn þeirra fór að gefa af sér verulega matbjörg, þá hefðu þeir líka komist af í landinu þótt bústofninn hefði eng- inn verið. Óhjákvæmilegt virðist, eins og Landnámuhöfundar hugsa sér reyndar líka, að á undan landnáminu hafi farið könnunar- ferðir þar sem menn höfðu vetursetu á íslandi eins og Eiríkur rauði á Grænlandi síðar, og voru þá væntanlega háðir hlunnindum um mataröflun fremur en að þeir hafi flutt með sér birgðir til svo langs tíma - og á það ekki síður við um papana sælu. Ekki virðist ótrú- legt að einhverjir hafi prófað að taka upp fasta búsetu á þessu stigi, án búfjár. (Svona eins og Náttfari karlinn, ef við værum ekki hætt að trúa sögunni um hann.) Ef þar var um fjólskyldufólk að ræða, hvort sem það var nú norrænt eða keltneskt, þá mætti með réttu tala um landnám fyrir landnám. En erfitt er að giska á hvort slíkt átti sér stað í raun. Og hvaða áhrif það hafði þá á hið eiginlega land- nám, til dæmis hvort slíkir forverar í landinu gátu að einhverju marki skammtað aðgang að hlunnindunum, lagt bændabyggðinni til vinnuafl eða skipt máli fyrir hana á annan hátt. Framvinda landnáms Ég held reyndar að ólíkt meira sé upp úr því að hafa að velta fyrir sér hvað gerst hafi við hinn enda landnámsferlisins, það er að segja þegar innflutningi bústofnsins var að ljúka. Setjum okkur fyrir sjónir hvernig landið byggist smátt og smátt þegar fleiri og fleiri landnemahópar koma þangað með búfé sitt, allir leiðangrarnir með svipaðan útbúnað og undir það búnir að hefja nýtt líf algerlega á eigin spýtur. Eftir því sem fleiri eru komnir á undan, breytist samt aðstaða hinna nýkomnu, og eru aðalbreytingarnar þrjár. 1. Fyrst koma okkur í hug áhrif þess land- náms sem Landnámabók bindur athyglina við, það er að segja hvernig menn slá eign sinni á meira og meira af búskaparlandinu, og vakna þá spurningar um stærð upphaflegu landnámanna og um það hve virk yfirráð manna hafi verið yfir landi sem þeir höfðu helgað sér en ekki náð að nýta. Um það þýð- ir ekki að brjóta heilann í smáatriðum, enda breytti það kannski ekki svo gríðarmiklu. Jafnvel þótt fyrstu landnámsmönnunum hefði tekist að fá viðurkennt tilkall sitt til stórra landflæma, gátu þeir ekki séð sér hag í að halda þeim óbyggðum. Jafnvel eftir að heim- ili í landinu voru orðin miklu fleiri en þau 430 landnám sem talin eru í Landnámu, gat ekki verið erfitt fyrir nýkomna fjölskyldu að kom- ast yfir bújörð sem á seinni tíma mælikvarða væri bæði stór og góð. En auðvitað voru möguleikarnir á bústaðarvali að þrengjast smám saman á landnámstímanum. 2. Aögangur að gjöfulustu hlunnindum hefur væntanlega þrengst fyrr en aðgangur að búskaparlandi. Við vitum reyndar ekki hve snemma landnámsmenn náðu að helga sér slikar auðlindir sem viðurkennda einkaeign, en jafnvel þótt aðgangur að þeim héldist nokkurn veginn frjáls hlaut nýtingin í mörg- 26
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.