Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 30
Helgi Skúli Kjartansson
En nú gat
hann sparað
sér plássið fyrir
skepnur ásamt
fóðri þeirra og
vatni. Hvað tók
hann þá í stað-
inn?
ur og vinnuafl, einhvern vísi að markaðsverð-
myndun, og hreyfanleika fólks í leit að tæki-
færum - það er lykilatriði í allri sögu víkinga-
aldar. Auk þess er líklegt að markaðsöflin
hafi átt því frjálsari leik sem þjóðfélagið var
óformbundnara og minna um hefðhelgaða
hagsmuni. Því er kannski hótinu fremur óhætt
að beita markaðslíkani - í mjög grófum drátt-
um - á sögu Iandnámsaldar en til dæmis Sturl-
ungaaldar.
Fjölgun búfjár hefur leitt til framboðs á því
til sölu eða afnota með einhverjum hætti, og á
hinn bóginn til einhvers konar eftirspurnar
eftir vinnuafli, frjálsu eða ófrjálsu. Pótt ein-
stakir snemmkomnir landnámsmenn hefðu
orðið búfé aflögu og þörf fyrir vinnuafl, hefur
það ekki jafngilt framboði eða eftirspurn á
ópersónulegum markaði, heldur hefur það
kallað á mjög erfiða upplýsingamiðlun yfir
hafið að komast á snoðir um slík tækifæri og
rata síðan í rétta vík eða dal til að notfæra sér
þau. En þegar ísland varð að heildstæðara
hagkerfi gátu menn haft af því sannar sagnir í
nálægum löndum hvers konar tækifæri þar
voru í boði, komið sér til landsins og spurt sig
svo áfram til þeirra viðskipta sem þeir girnt-
ust. Markaðurinn var farinn að leiða saman
framleiðsluþættina: land, fólk og fénað. ís-
lensk bændabyggð var komin á það stig að
gleypa við innflytjendum, bæði með stofnun
nýrra býla og fjölgun vinnandi handa á eldri
búum, og eiga nægan bústofn handa öllum. Ef
ekki skorti tilkippilega útflytjendur í nálæg-
um löndum gat landsbyggðin vaxið eins ört
og frjósemi búfjárins leyfði.
Og hvað þá?
Við erum vön að velta fyrir okkur hvernig
staðið hafi verið að landnámi meðan það
byggðist á sjálfbærum leiðöngrum. En hvaða
spurningar vakna um þetta „landnám eftir
landnám", og er hægt að velta þeim fyrir sér
af einhverju viti?
Héldu menn úfram að gera út leiðangra ú
eigin skipum?
Maður, sem nokkrum áratugum áður hefði
brugðist við aðstæðum sínum með því að gera
út sjálfbæran leiðangur til íslands, gat lent í
sömu aðstæðum núna og haft sömu mögu-
leika til að gera út íslandsleiðangur. En nú gat
hann sparað sér plássið fyrir skepnur ásamt
fóðri þeirra og vatni. Hvað tók hann þá í stað-
inn? Fyrst og fremst tvennt: fólk og „pen-
inga“. Kannski ekki jafnmikið að fyrirferð; nú
gat til dæmis eitt skip dugað þar sem áður
hefði verið reynt að útbúa tvö. En nú var ætl-
unin að eiga viðskipti við landsmenn sem fyr-
ir voru, meðal annars búfjárkaup, og þá var
sjálfsagt að taka með sér eigur sínar í ein-
hverjum meðfærilegum gjaldmiðli, silfri eða
varningi sem maður vissi að eftirspurn væri
eftir á íslandi. Ef hægt var að spara sér annað
skipið, þá tók maður andvirði þess með sér í
gjaldmiðli. Og svo fór maður auðvitað fjöl-