Ný saga - 01.01.1997, Side 32

Ný saga - 01.01.1997, Side 32
Helgi Skúli Kjartansson landssögunnar sem ómögulegt er að leiða hjá sér, þótt heimildum sé þannig háttað að rann- sóknin nái lítið út fyrir getgátur eða upplýstar vangaveltur. Þannig veltum við því alltaf fyrir okkur hvort landnámsmaður - þá meinum við landnámsmann með sjálfbæran leiðangur, búfé og allt - sé líklegur til að flytja með sér marga þræla. Eftir að við hættum að trúa sög- unum um þrælahaldarana miklu: Hjörleif, Geirmund heljarskinn, Ketil gufu og aðra slíka, þá finnst okkur það ekki sérlega líklegt. En stóra spurningin um þrælahald varðar eig- inlega ekki þetta fyrsta stig landnáms, heldur einmitt „Iandnámið eftir landnám“. Ef nógu mikið fluttist til íslands af eignalitlu fólki, annaðhvort sem farþegar eða í fylgdarliði leiðangursforingja, sem tilbúið var til að vinna allmörg fyrstu árin á búum annarra eða nytja kotbýli í skjóli þeirra, þá hafa þrælar varla verið í svo háu verði að þeir yrðu mikil- væg innflutningsvara. Ef innflytjendur voru upp til hópa fólk sem strax gat og vildi stofna eigið bú, þá er líklegt að af því hafi leitt eftir- spurn eftir þrælum: fyrri landnámsmenn hafi selt hinum nýkomnu af löndum sínum og búfé og notað andvirðið til að kaupa sér vinnuafl. Nú voru störf fornmanna að talsverðu leyti kynbundin. Því gat fylgt nokkur vandi ef inn- flytjendur voru miklu fleiri af öðru kyninu. Og reyndar er einmitt hætt við að þeir hafi fremur verið karlkyns. Leiðangursforingjar hafa, eins og fyrr var nefnt, sóst eftir fylgdar- mönnum sem vanir voru sjómennsku og vopnaburði, sem sagt körlum; og karlar voru líka miklu líklegri til að hafa það sjálfstæði og þau fjárráð að geta drifið sig til íslands sem farþegar á eigin vegum. Því er meira en lík- legt að eftirspurnin á íslenskum þrælamark- aði hafi aðallega verið eftir ambáttum - sem kannski var líka auðveldara að tjónka við í strjálbýlinu en strokgjarna strákþræla. For- mæðra íslensku þjóðarinnar er þá jafnvel að verulegum hluta að leita meðal slíkra kvenna, og má út frá því velta fyrir sér hugsanlegum áhrifum þeirra á lífið í landinu. Að öðru leyti finnst mér mjög erfitt að giska á hvernig innflytjendur til íslands hafi skiptst á þessar þrjár tegundir: leiðangurs- menn, farþega og þræla. Hvað með aðra verslun? Ef álykta má, eins og ég gerði hér að fram- an, að á seinni hluta landnámstíðar hafi kom- ist á veruleg kaupsigling milli íslands og um- heimsins, hvaða áhrif hefur það þá haft á verslunina að jafnframt henni væri fólk að flytjast til landsins? í fyrsta lagi þau að stuðla að auknum sigl- ingum. Innflytjendur og farangur þeirra bætt- ist við aðrar flutningsþarfir og gerði kleift að halda uppi meiri siglingum en arðbærar hefðu verið vegna vöruskiptanna einna. Ef kostnað- urinn af samgöngum lenti að verulegu leyti á innflytjendum - eða var borinn af hagnaði af þrælaverslun sem hér kemur í sama stað nið- ur - þá má jafnvel vera að vöruskiptin sjálf hafi verið íslendingum kostnaðarminni en ella. Mikil eftirspurn hefur verið eftir skiprúmi á leið til Islands, öfugt við það sem síðar varð, þegar farþegar á íslandsförum voru aðallega íslenskir ferðamenn sem fluttu með sér marga hestburði af gjaldmiðli (vaðmálum) utan, en lítið heim - ef þeir á annað borð skiluðu sér til baka. A þeim tíma var burðargeta skipanna takmörkuð á leið frá íslandi og þess vegna nýtt undir verðmikinn farm, aðallega vaðmál; en verðlitlar þungavörur, eins og timbur, gat hins vegar borgað sig að flytja til íslands því að á þeirri leið var ekki eins knappt um flutn- ingsgetuna.10 Á landnámstíð hefur varla verið vinnuafl til að sækja vefnað eins fast og síðar, en hins vegar hefur vel mátt flytja út óunna ull eða smjör eða ost meðan skipin höfðu hvort sem er minna að flytja frá landinu en til þess. Aftur á móti er óliklegt að kaupmenn hafi tckið pláss, sem innflytjendur sóttust eft- ir, undir timburfarma, heldur hafa íslendingar orðið að láta sér nægja viðarrekann. Ég sagði áðan að innflytjendur hefðu tekið með sér eigur sínar, ef einhverjar voru, sem meöfærilegan gjaldmiðil. Á fyrra stigi land- náms hefði verið kjánalegt að flytja til hins óbyggða lands mikið af silfri eða öðru slíku, sem ekki kom að notum nema í viðskiptum við annað fólk. Það hlaut að vera skynsam- legra, ef maður átti mikið af slíkum verðmæt- um, að verja þeim til að stækka leiðangurinn, kaupa skip í viðbót og fara með þeim mun fleira fólk og fénað. Þess vegna höfum við 30
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.