Ný saga - 01.01.1997, Page 33
Landnámið eftir landnám
Mynd 6.
Hið hefðbundna
ártal er alveg dautt.
Þótt landnáms-
afmæli væri 1974
og verði það enn
2074 ef guð lofar,
var norrænt land-
nám vafalaust hafið
nokkru fyrir 874.
líka í seinni tíð farið að torlryggja eldri hug-
myndir um mikinn sili'urauð landnámsmanna.
En á síðara stiginu, stigi „landnámsins eftir
landnám“, var ekki endilega vitlaust að flytja
silfur til íslands; það var meðfærilegt í flutn-
ingi og viðurkenndur gjaldmiðill, og menn
þurftu einmitt á slíku að halda ef þeir ætluðu
að kaupa sér bústofn, borga kannski eitthvað
fyrir jarðnæði líka, fyrir rekavið í byggingar
og annað sem til stofnkostnaðar heyrði. Ef
innflytjendur, bæði leiðangursforingjar og far-
þegar á annarra skipum, voru að verulegu
leyti fólk sem úr einhverju hafði að spila, þá
er ekki ótrúlegt að mikið silfur hafi komist í
umferð á fslandi og verðhlutföll jafnvel
breyst vegna ofgnóttar þess.
En hvað hefðu bændurnir, sem fyrir voru á
Islandi, haft að gera við silfur sem þeir fengju
af hinum nýkomnu fyrir búfé og annað?
Kannski safna í sjóð fyrir óvæntum útgjöld-
um; það virðist til dæmis ævagömul venja að
reikna manngjöld í silfri. En umfram allt
þurfti að kaupa innfluttar vörur - þar á með-
al kannski þræla - sem urðu fáanlegar þegar
kaupsigling var komin á. Þannig hefur silfrið
varla staðið lengi við á íslandi - lítið af því
hefur að minnsta kosti fundist í jörðu - og
innflytjendur hafa brátt áttað sig á því að þótt
silfur væri að sönnu meðfærilegur gjaldeyrir
til íslandsferðar, þá væri „betri bisniss“ að
flytja með sér þær verslunarvörur sem hvort
eð er yrðu keyptar fyrir silfrið.
Tímatal
Ártalið góða 874, sem enginn veit hvernig
komið er inn í Landnámabók, er nú ekki tek-
ið alvarlega nema til viðmiðunar um þjóð-
hátíðarhald. Öðru máli gegnir um tímatal
Ara fróða, sem telur landnámsöld frá því um
870 til um 930. Er þó torséð hvers konar
heimildir Ari gat haft sem leyft hafi traustar
niðurstöður um þetta efni. Fræðimönnum
hel'ur þótt gott að hafa þetta tímatal til
viðmiðunar, en engin leið er að halda því til
streitu ef veruleg rök styðja annað.
Það er löngu þekkt að samkvæmt ættliða-
fjölda frá landnámsmönnum til þekktra af-
Fræðimönnum
hefur þótt gott
að hafa þetta
tímatal til
viðmiðunar, en
engin leið er að
halda því til
streitu ef veruleg
rök styðja annað
31