Ný saga - 01.01.1997, Page 35

Ný saga - 01.01.1997, Page 35
Landnámið eftir landnám hvorki átt höfðingdóm að baki né fyrir stafni. En hvað um þá - ef einhverjir voru - sem komu til íslands sem leiðangursforingjar og fluttu með sér peninga og fylgdarlið í stað kinda og kúa? Fyrir skemmstu vildi ég teygja landnámið lengra fram á 9. öldina en Ari fróði gerir. Rétt áður vildi ég samt leggja nokkurn trúnað á þá ættvísi sem bendir til að sumir helstu land- námsmenn hafi ekki sest hér að fyrr en í lok aldarinnar. Þetta fer þó varla saman, nema þá ef þessir karlar hafa ekki komið til leiks fyrr en löngu eftir að landnám hófst í sveitum þeirra. Sem er kannski ekki svo fráleitt. Kannski var Island einmitt um það leyti orðið nógu fjölbýlt og nógu mikið samfélag til að þar væri grundvöllur fyrir mannvirðingum og manna- forráðum. Og kannski voru það einmitt að- komumenn, ættstórir, auðugir og fjölmennir, sem á því stigi gátu skákað nafnlausum og ættlausum afkomendum skuggasveinanna gömlu og rutt sér til rúms sem fyrirmenn í héruðum fslands. Til dæmis frændgarðurinn mikli sem kominn er af Birni bunu og virðist hafa setið að mestum völdum og virðingu í landinu um það leyti sem alþingi var sett. Vel má vera að þetta fólk hafi að talsverðu eða miklu leyti komið vestan um haf; það hefur komið búfjárlaust og því sér uppruna þess ekki stað í erfðastofnum húsdýrakynjanna. Með þessu er ég eiginlega að impra á væg- ara tilbrigði við þá hörðu kenningu, að á eftir írsku landnámi hafi komið landnám nor- rænna ribbalda sem lagt hafi undir sig hina eldri byggð.17 Ekki hefði slíkt endilega gerst með meira ofbeldi en fylgdi venjulegu „þjóð- málastarfi“ norrænna manna á víkingaöld. Og ekki hefði þurft neinar vísvitandi sögu- l'alsanir til, að minning nafnleysingjanna þurrkaðist út úr sagnageymdinni og aðkomu- höfðingjarnir breyttust í frumlandnáms- menn. Landnáma ber þess meira að segja vitni að á stórum svæðum landsins, þar sem ekki var vitað um aldagamla búsetu þekktra ætta, hafði öll minning þurrkast út, en í stað- inn gripnar í landnámshlutverkið tímalausar og tengslalausar persónur úr heimi þjóðsagn- anna. Þar höfðu þær kviknað, margar hverjar, af kerfisbundinni mistúlkun örnefna sem hlýtur að vitna um heimildahungur sagna- manna þegar sá sögulegi landnámsáhugi fór að glæðast sem síðar leiddi til ritunar land- námabóka.18 Sagnvísindamenn eins og Ari fróði hafa svo markað landnáminu tíma út frá lengstu trúverðugu ættleggjum ásamt ein- hverjum arfsögnum, kannski um aldursmun ættliða. Niðurstaða Ef við veltum fyrir okkur landnámi Islands, eðli þess og framvindu, þá þurfum við að gera ráð fyrir mjög ólíku eðli landnámsins á fyrra og síðara stigi. Skýrustu mörkin mótast af því að einungis á fyrra stigi þurftu landnáms- menn að flytja með sér búfé; síðar var hægt að kaupa það. Margs konar álitamál um elstu sögu íslands, sem vegna heimildaskorts verð- ur að meðhöndla á getgátustigi, ber að skoða í ljósi þessarar tvískiptingar, og skiptir í sum- um tilvikum meira máli hvað gerðist á seinna stiginu en því fyrra. Hvort þrælahald náði verulegri útbreiðslu veltur til dæmis mest á því hvort kaupmenn fluttu fremur vinnuafl til íslands sem frjálsa farþega eða ófrjálsa versl- unarvöru. Og ekki er augljóst hvort íslenskt höfðingjavald var fremur grundvallað með því að koma nógu snemma til landnáms, eða að koma síðar til leiks með auð og fjölmenni og ryðja sér til rúms í þéttbýlustu héruðum. Tilvísanir 1 Ef þar er átt við Island, sbr. efasemdir hjá Helga Guð- ntundssyni, Urn haf innan. Veslrœnir menn og íslenzk rnenning á rniðöldum (Reykjavík, 1997), bls. 92-98. 2 Sjá sams konar niðurstöðu, nteð vísunum til fyrri höf- unda, hjá Bjarna Einarssyni, „Islenskar fornleifar: Fórn- arlömb sagnahyggjunnar?“, Skírnir 168 (haust 1994), bls. 378-79, 389. 3 Hér er ekkert svigrúm til að lýsa þeim fræðum eða vísa til þeirra rannsókna síðari ára sem þar skipta niáli. 4 Ég er hér einkum að miða við kennslubókina Land- nám íslands (Reykjavík, 1982 og síðar) og meðfylgjandi Landnámsþœtli (verkefnaspjöld). Mér skilst að innlifun- arverkefni þessa nántsefnis séu mjög almennt notuð í skólum og þyki gefast vel. Kannski voru það einmitt aðkomumenn, ættstórir, auðug- ir og fjölmennir, sem á því stigi gátu skákað nafnlausum og ættlausum afkomendum skuggasvein- anna gömlu 33
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.