Ný saga - 01.01.1997, Síða 42
Hrefna Margrét Karlsdóttir
Mynd 9.
Grunnmynd af tukt-
húsinu frá 1803.
Á jarðhæðinni voru:
a. vistarverur ráðs-
manns, b. eldhús,
c. forstofa, d. her-
bergi dyravarðar,
e. eidhús, f. vistar-
verur fangavarðar,
g og h. gæsluvarð-
haldsklefar, i. vinnu-
stofur fanga,
kk. kamrar, i. vinnu-
stofa fanga. Á efri
hæðinni voru q og
r. herbergi, o, p, s
og t. herbergi
þjónustufólks ráðs-
manns og fanga-
varðar.
Enginn vissa
er fyrir því að
fangar hafi
fengió borgað
fyrir vinnu sína
bókarsjóði.34 Einnig þekktist að fangar væru
sendir í beitarfjöru eða í þangskurð.35 Þang-
skurður var miklu minni en ætla mætti og
stafar það líklega af því að góðar mógrafir
voru í Reykjavík og nágrenni. Þangið var hins
vegar notað til að breiða yfir móhraukana.
í júní 1807 eru 12 fangar skráðir „ved
Tören“ allt frá einum degi upp í 171/2 dag. Ef
til vill hafa þeir verið látnir standa vörð við
dyr fangelsisins. Einnig voru fangar í heyskap
og er þess sérstaklega getið þegar Þorleifur
Sigurðsson, ráðsmaður fangelsisins, réð fanga
fyrir sig persónulega til slíkra verka.36
Einn var sá starfi sem tímafrekur var á
sumrin og hafði Jón Pálsson, nítján ára þjófur,
fulla vinnu við slíkt verk yfir sumarmánuðina.
Sá starfi fólst í því að gæta eykjanna fyrir gest-
komandi í bænum.37
Fangar voru einnig látnir hreinsa bæjar-
lækinn38 sem var eitt ógeðfelldasta fyrirbærið
í bænum, en hann rann þar sem nú er Lækjar-
gata. Árni Óla lýsir honum svo í bók sinni um
Reykjavík:
Þessi lækur var ekki neinum að gagni. Eng-
um veitti hann svölun í þessari vatns-
snauðu borg, því að vatnið í honum var
ódrekkandi. Það var rétt svo, að vinnukon-
ur fengjust til að þvo þvott í honum ...
Hann átti það til að stíflast og hlaupa yfir
allan Austurvöll, svo að þar varð eins og
hafsjór... Mennirnir áttu því í sífelldu stríði
við lækinn... þeir, sem unnu að hreinsun
[lækjarjóssins, fengu venjulega 40 sk. á
dag, en vegna þess hvað þetta var vond
vinna, komst sá siður fljótt á að hygla þeim
einni skonroksköku og nógu brennivíni til
þess að skola henni niður.39
Ætli það hafi ekki verið bæði ódýrara og
þægilegra að setja fangana í þessa sóðalegu
vinnu?
Enginn vissa er fyrir því að fangar hafi
fengið borgað fyrir vinnu sína. Björn Þórðar-
son telur ólíklegt að fangar hafi fengið dag-
kaup 1804—1808 og má þá vænta að slíkar
greiðslur hafi ekki tíðkast 1809-10 þegar
harðara var í ári, þrátt fyrir að Björn haldi því
fram að siður hafi verið að greiða þeim 4 sk.
á dag fyrir útivinnu.40 Einungis finnst eitt
dæmi um að föngum sé greitt fyrir vinnu.
Árið 1803 fengu fjórir fangar greiðslu fyrir
brauði og brennivíni er þeir unnu við stjörnu-
mælingastöðvarbyggingu fyrir Wetlesen mæl-
ingamann sem þá var staddur hér á landi.41
40