Ný saga - 01.01.1997, Side 43

Ný saga - 01.01.1997, Side 43
„Vinnan göfgar...“ Karlar híma med hendur í skauti en konur elda graut Það segir sig sjálft að miklu minna var um vinnu yfir hörðustu vetrarmánuðina. Sátu fangar því einatt iðjulausir á veturna. Eftir að farið var að skrá þann lið sem kallast „intet“ í skrárnar í júní 1807 er sá liður stærstur yfir vetrarmánuðina. Þetta iðjuleysi fanga yfir vetrartímann var mörgum þyrnir í augum. Einstaka embættismaður leigði fanga til vinnu og þá jafnan fáa daga í senn. Sú litla vinna sem var stunduð fór því öll fram innan veggja tukthússins. I raun og veru er ekki rétt að tala um litla vinnu því sumir höfðu nóg að gera meðan aðrir sátu auðum höndum. Þar má helst nefna eldamennsku, fataviðgerðir, þrif og ullarvinnu. Ullarvinnan var lftil í fyrstu en átti eftir að aukast smám saman. Konur sinntu fyrst og fremst þessum störfum, bæði yfir vetrar- og sumarmánuðina, en í minna mæli á sumrin. Þá var meiri vinna í boði og gengu þá konur óhikað að erfiðisvinnu líkt og karlmenn, til dæmis mótekju, hleðslu grjót- garða og annarri byggingarvinnu. Á vetrum sinntu konur eingöngu innistörfunum og það var einna helst að karlmenn sinntu tóvinnu eða gerðu við föt sín ef fátt var kvenfanga innan veggja. Yfirleitt sá sama konan um eldamennsku þann tíma sem slíkt er skráð, frá desember 1807 til júní 1808. Þuríður Niku- lásdóttir, dæmdur þjófur, sinnti því starfi lengst af.42 Eldað var ofan í fangana, en einnig kom fyrir að eldað var ofan í fátæk börn í bænum.43 Þessi fátækrahjálp var tilkomin vegna Frydensbergs landfógeta. Hann fékk Þorleif ráðsmann til að samþykkja að eldaður yrði vatnsgraulur í desember 1807 og framvís- uðu börnin miðum sem landfógeti útvegaði þeim. Á miðunum sem hafa því miður ekki varðveist átti að koma fram nafn barnsins, aldur og hversu stóran skammt það átti að fá.44 Dauðsfalla er getið í vinnuskránum og voru þau skráð vegna þess að kringum þau skapaðist vinna, líkkistusmíði og greftrun.45 Hins vegar virðast hugmyndirnar um iðnað- arstofnunina hafa gengið treglega í fram- kvæmd eins og nú verður lýst. Mynd 10. Reykjavík 1801. Fremst á myndinni er lækurinn. Hreinsun hans var mikið óþrifaverk. 41
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.