Ný saga - 01.01.1997, Síða 44

Ný saga - 01.01.1997, Síða 44
Hrefna Margrét Karlsdóttir # Mynd 11. Magnús Stephensen. Mynd 12. Frederík Chrístoffer Trampe greifi. Umbótamaðurinn Magnús Stephensen Þótt ekki finnist mikið af heimildum um ull- arvinnu fanga fyrir 1807, þrátt fyrir áhersluna á hana í öllum skrifum um tukthúsið, er kannski á því eðlileg skýring utan pennaleti starfsmanna. Skortur á ull virðist hafa valdið mestu um. Á sjötta áratugi 18. aldar gekk yfir landið harðindakafli sem olli svo miklum usla að jafnt menn sem skepnur féllu. Árið 1762 barst svo fjárkláðinn fyrri til landsins og tókst ekki að útrýma honum fyrr en tveimur ára- tugum síðar. í millitíðinni gaus Hekla árið 1766 og hlutust af mikil landspjöll og skepnu- fellir. Þegar framboðið jókst eftir að kláðinn rénaði var ullin svo dýr að tukthúsið hafði ekki efni á að kaupa hana að neinu marki.46Á þessu átti eftir að verða breyting. Frá árslok- um 1807-10 jókst ullarvinna jafnt og þétt. í desember 1807 voru tvær konur skráðar spinnandi samhliða fataviðgerðum. í lok árs 1809 voru einungis þrír til fjórir fangar skráð- ir í vinnuskrár og höfðu allir fulla vinnu við að spinna ull en einnig hamp og hör, auk þess sem konur sáu um fataviðgerðir, þvotta, þrif og eldamennsku.47 Það sama er upp á ten- ingnum þá mánuði 1810 sem vinna er skráð. Fangar voru fáir og sumir unnu einnig við verkefni sem falla undir ýmislegt, eða „Ad- skilligt hiemme arbeide" eins og það nefnist í skránni, ásamt því að tilraun var gerð með prjónaskap, en stóð stutt.48 í tukthúsinu voru til áhöld til ullarvinnu, rokkar og þess háttar, en einnig voru þar tveir vefstólar49 sem virðast hafa staðið ónotaðir öll árin. Að minnsta kosti er aldrei tekið fram að unnið sé sérstak- Iega á þeim eins og gert var þegar spunnið var eða prjónað. Telja má fullvíst að aukin ullarvinna sé til- komin vegna áhrifa frá Magnúsi Stephensen, en hann skrifaði rentukammeri 1808 um ýms- ar nýjungar sem hann taldi nauðsynlegt að hrinda í framkvæmd á þessum harðindaárum og lagði einnig til endurbætur á rekstri fang- elsisins.5" Rentukammerið samþykkti margar af hugmyndum Magnúsar og þar má finna ýmislegt sem tengist vinnu fanga, til dæmis um að tekin yrði upp netagerð.51 Þegar Magn- ús var laus við Trampe stiftamtmann síðla sumars 1809 tók hann til hendinni í fangelsis- málunum. Nú var hann æðsta yfirvaldið í landinu og þann 4. október 1809 samþykkti stjórnarnefndin tillögur hans um endurbætur innan fangelsismúranna. Reglur Magnúsar snerust fyrst og fremst um vinnubrögð, aga og fæði fanganna. Allt var nú sett í fastari skorð- ur og fangelsisbragur varð fastmótaðri. Til að mynda var algjörlega tekið fyrir útleigu á föngum og máttu þeir engin samskipti hafa við neinn utan veggja „Múrsins". Þar var einnig kveðið á um breyttan vinnutíma, en fangar skyldu vinna frá kl. sjö á morgnana til hádeg- is og svo aftur frá kl. tvö til kl. níu að kveldi. Áður hafði vinnutíminn verið frá kl. sex að morgni til hádegis og svo frá kl. tvö til átta að kveldi. Kveðið var á um skipulegri vinnutil- högun innan veggja fangelsisins. Konur áttu að sjá um þrif og matseld og spinna og prjóna þess á milli, karlmenn skyldu spinna hamp og ríða net og átti fangavörður að hafa vakandi auga með þeim á meðan. Einnig var tekið fyr- ir það að fangar sæktu lyf. Skyldi ráðsmaður gera það sjálfur gegn aukaþóknun. Óvin- sælasta nýjungin var samt hrossakjötsátið, en það var „skylda ráðsmanns . . . að kaupa tvö til þrjú afsláttarhross, salta kjötið af þeim og nota til matar handa föngunum.“ Sérstaklega var tekið fram í reglum þessum að á miðviku- dögum og laugardögum mættu fangar „ein- ungis neyta hrossakjöts.“ Ráðsmaður og fangavörður skyldu gæta þess vel að fangar neyttu „einskis annars þessa tvo daga vikunn- ar og ... [lykju] því, sem þeim . . . [væri] skammtað.“ Það má kannski benda á í fram- hjáhlaupi að það voru hinir taglstýfðu reið- skjótar Jörundar hundadagakonungs sem fyrstir lentu í pottum tukthússins. Auk þessa átti að fylgjast með samskiptum kynjanna innan veggja fangelsisins og halda við kristi- legu uppeldi með því að fylgja föngunum til kirkju á sunnudögum.52 Athyglisverðasta nýjungin var netagerðin. Bæði í apríl og maí 1810 voru riðin net.Mí>etta voru þó ekki síldarnet eins og rentukammer stakk upp á heldur þorska- og hrognkelsanet enda meiri þörf fyrir þau þar sem síldin var einungis notuð í beitu og ekki eins staðbund- in og hinar tegundirnar. í reglum sínum talar 42
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.