Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 45

Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 45
„Vinnan göfgar...“ Magnús um að ríða skuli hrognkelsanet til að byrja með. Netaveiðarnar einskorðuðust við Faxaflóa og voru auk þess umdeildar. Sam- hliða netaríðingum var spunninn hampur í netin. Flestir sem sátu inni þessa mánuði, sex karlar og ein kona, voru frá hálfum mánuði upp í einn mánuð við þennan starfa. Pví mið- ur finnast ekki vinnuskrár eftir maímánuð 1810, en athyglisvert hefði verið að fylgjast með hvort netagerðin hafi aukist. Björn Pórð- arson heldur því fram að vinnusemi og regla hafi verið í góðu lagi veturinn 1809-10 og karlmenn hafi haldið áfram róðrum á sumr- um og unnið ýmis útiverk fyrir stofnunina.54 Þó að ekkert sé til á skrá um þetta og Björn vísi ekki til neinna heimilda verður að álíta þetta líklegt miðað við árin á undan. Fó eru fangar ekki farnir til útróðra í maí 1810 sem þó var algengt og ekki finnast nein skinnföt til róðra í eignaskránni fyrir 1810. Fangar til leigu! Merkilegasti þátturinn í vinnu fanga var út- leiga þeirra, bæði fyrir þá sjálfa og fjáröflun tukthússins. Mikill hluti af vinnu fanganna var á vegum annarra en fangelsisins sjálfs. Það tíðkaðist nefnilega að leigja út tukthús- limi til einstaklinga. Greiðslur af fangaleig- unni runnu í rekstrarsjóð tukthússins líkt og annar arður af vinnu fanga. Þetta hefur lík- lega verið ágætis tekjulind og veitli tukthús- inu ekkert af því þar sem rekstur þess var erf- iður. Þeir sem helst réðu til sín fanga voru emb- ættismenn, kaupmenn, faktorar og hand- verksmenn. Einstaka bóndi leigði fanga, það er að segja þeir sem höfðu efni á slíku. Því miður veita skrárnar ekki upplýsingar um hvað fangarnir unnu hjá þessum einstakling- um, en það má leiða líkur að því. Líklega hafa þeir gengið inn í hvers konar vinnuhjúastörf og hjá handverksmönnunum hafa þeir kannski unnið störf sem tengdust greininni. Fangar voru leigðir út allan ársins hring, en mest var þó um útleigu yfir sumartímann. Flest bendir til að vinsælt hafi verið að leigja fanga og athyglisvert að allar stéttir eiga þar hlut að máli. Björn Þórðarson bendir á að árin 1773-79 hafi fangar unnið hjá stiftamtmanni og styðst í þessum efnum við mjög óaðgengilegar bréfabækur stiftamtmanns.55 í stofnskrá fang- elsisins frá 1784 var tekið fram að leigja mætti út fanga vor og sumar til að tryggja húsinu frekari tekjur. Leigjandi bar þá alla ábyrgð á sakamanni, sá honum fyrir fæði og skilaði honum til baka til tukthússins.56 í reglugerð fangavarðar frá 1787 var hins vegar lagt blátt bann við að fangar væru leigðir út til annarra en opinberra aðila. I vinnuskrá frá 1800 sést að ekki hefur verið farið eftir þessu ákvæði og árin 1807-1809 eru fangar iðulega í vinnu hjá bæjarbúum. Árin 1807-1809 voru tveir embættismenn duglegastir að leigja fanga, Trampe stiftamt- maður og Geir Vídalín biskup. Einnig má nefna Klog landlækni. Árið 1807 var mjög gott ár í útleigu á föngum, en þá var greidd leiga fyrir 1024 vinnudaga, það er að segja skráða vinnudaga, en fangar voru þá 39 tals- ins. Árið eftir fækkar vinnudögum um þriðj- ung.57 Þarna eru ef til vill komin fram áhrif ófriðarins og samfara þeim rýrnun peninga- seðla sem kom verst niður á embættismönn- unum. Árið 1809 var sérstakt því að um vorið voru allir fangar náðaðir utan fjögurra og Mynd 13. Geir biskup Vídalín bar ekki viðurnefnið hinn góði að ósekju. Hann var manna duglegastur við að leigja fanga og oft unnu sömu fangarnir hjá honum mánuðum saman. Merkilegasti þátturinn í vinnu fanga var útleiga þeirra, bæði fyrir þá sjálfa og fjáröflun tukthússins. Þeir sem helst réðu til sín fanga voru embættismenn, kauþmenn, faktorar og handverksmenn 43
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.