Ný saga - 01.01.1997, Side 52
Viðtal við Arthur Marwick
Ég er hlynntur
því að söfn
og merkir
sögustaðir séu
auglýstir og
gerðir eins
aðgengilegir
og kostur er en
ég held samt
að hugarfar
sölumennsku
sé farið að ráða
um of ferðinni
THE
DELUGE
British Societyand
the First World War
Arthur Marwick
sagnfræðinámi. Síðar benti ég á fleira, t.d. að
í heimi þar sem bylja á okkur upplýsingar,
réttar og rangar, er sagnfræðingurinn færari
að greina og vinna með þessar upplýsingar en
flestir aðrir. í þriðja lagi veita viss efahyggja
og hluttækar spurningar af því tagi sem sagn-
fræðingar spyrja nauðsynlegt mótvægi við því
menningarlega andrúmslofti sem nú ríkir, þar
sem margir hrífast af stórum kerfishugmynd-
um og endanlegum svörum við knýjandi
vandamálum.
Enn eitt gagnið af sagnfræðinni er ritgerð-
arvinnan og sú færni sem hún þjálfar með
nemandanum: Hann greinir heimildirnar og
dregur þær saman, athugar ýmsar hliðar við-
fangsefnisins og dregur síðan ákveðna niður-
stöðu af viðfangsefninu. Þetta þurfa stjórn-
endur að gera og í raun allir þeir sem gegna
valdastöðum.
Stundum er litið á háskólasagnfræði sem
eitt og miðlun sagnfræðilegrar þekkingar til
almennings annað. Hér hef ég ekki aðeins
sögukennslu í skólum í huga heldur menning-
ararfsiðnaðinn (the heritage industry) sem fer
vaxandi á íslandi eins og í Bretlandi. Hvaða
augum lítur þú þessi mál?
Auðvitað ættu ekki að vera skörp skil milli
háskólasagnfræði og alþýðlegrar sagnfræði
eða miðlunar hennar. Fær sagnfræðingur með
mikla reynslu ætti að fást við margt og nefni
ég fyrst afmarkaðar rannsóknir á frumheim-
ildum. Niðurstöður þeirra eru síðan birtar í
greinum eða bókum, sem hafa í eðli sínu ekk-
ert sérstaklega almenna skírskotun. Þjálfaðir
sagnfræðingar ættu líka að skrifa kennslu-
bækur fyrir háskólastigið sem höfða kannski
ekki heldur til alls almennings en eru skýrar
og draga saman þekkingu. Ef til vill langar
sagnfræðinginn einnig að þróa sitt sérsvið en
jafnframt að setja þekkingu sína fram á þann
hátt að hún höfði til almennings.
Svo ég taki dæmi af sjálfum mér þá lauk ég
fyrir stuttu miklu ritverki um félagslegar og
menningarlegar breytingar á sjöunda ára-
tugnum í fjórum löndum, Bretlandi, Banda-
ríkjunum, Frakklandi og Ítalíu. Útgefendur
spurðu mig hvaða lesendahópi þessi bók væri
ætl’ið. Eg svaraði því til að markmið mitt væri
að komast að því hvað hefði gerst á sjöunda
áratugnum, hvert væri sögulegt mikilvægi
þess og hvað hefði orsakað þessar breytingar.
Ég hóf því verkið án þess að hafa sérstakan
lesendahóp í huga. Ég tel að maður eigi alltaf
að skrifa skýran og einfaldan texta og ég ætla
að þessi bók hafi víða skírskotun. En ég vona
líka að sérfæðingar á þessu sviði telji hana
nýtt og mikilvægt framlag og að sjálfsögðu
fyndist mér verkið misheppnað ef kollegum
mínum þætti lítið til þess koma. Þetta er það
sem skiptir mestu máli. En ég óska þess líka
að hinn upplýsti almenningur hafi áhuga á
henni. Þannig að þetta er ekki annað hvort
eða. Ég legg áherslu á að sagnfræðingurinn á
ekki bara að hafa aðra fræðimenn í huga.
Besta sagnfræðibókin er sú sem eykur þekk-
ingu manna, fær umfjöllun á fræðilegum vett-
vangi og er vitnað til, en vekur jafnframt
áhuga hins almenna lesanda. Ég er sannfærð-
ur um að upplýstir lesendur vilja fyrst og
fremst bækur sem þeir geta treyst.
Menningararfsiðnaðurinn snýst ekki bara
um söguna heldur líka menningu, tónlist,
myndlist og fleira. Ég tel að þarna sé um
óheppilega þróun að ræða. Það er hægt að
ganga of langt í því að gera söguna að fáfengi-
legri verslunarvöru. Það er gott að kveikja
áhuga hjá fólki á því sem fortíðin hefur skilið
eftir sig með söfnum og sögustöðum. Ef ég
hefði ekki leiðsögubók um ísland þá myndi
ég ekki vita hvaða staði ég ætti að skoða.
Kynning er því ávallt nauðsynleg. Það sem nú
er deilt um í Bretlandi er hins vegar mynd-
bandasýningar og annað þvíumlíkt sem nær
ekki að draga fram andrúmsloft fortíðarinnar
heldur speglar miklu frekar nýjustu tækni og
vinnur jafnvel gegn því efni sem verið er að
fjalla um. Ég er hlynntur því að söfn og
merkir sögustaðir séu auglýstir og gerðir eins
aðgengilegir og kostur er en ég held samt að
hugarfar sölumennsku sé farið að ráða um of
ferðinni. Þegar hagnaður af sögustað eða
safni er orðin viðmiðunin þá er hætta á að
vikið sé frá hinu ósvikna, upprunalega, sem á
að að vera í fyrirrúmi. Því meir sem markaðs-
sjónarmið ráða þeim mun ríkari verður til-
hneiging til þess að fegra hlutina eða gera þá
æsilegri en þeir eru í raun og veru. Menning-
ararfsiðnaðurinn er því að mfnu áliti gerólík-
ur ábyrgri og heiðarlegri vinnu sagnfræðings-