Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 53

Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 53
Viðtal við Arthur Marwick ins sem vonar að skrif hans nái til almennings. En það eru jákvæðar hliðar á þessu máli. Undanfarna áratugi hefur tekist að gera fólk virkara og láta það taka meiri þátt í því að afla sér sögulegrar þekkingar. Það getur verið árangursríkara að fólk fari á staðina og sjái t.d. gamalt verkstæði en að lesa um það í ein- hverri bók, þótt auðvitað sé líka nauðsynlegt að lesa bækur. Söfnin sjálf hafa líka breyst til batnaðar og sýningarnar eru orðnar miklu gagnlegri en áður var. * Ahrif heimsstyrjaldanna á samfélagið Heimsstyrjaldirnar tvœr og áhrif þeirra á samfélagið hafa verið eitt helsta viðfangsefni þitt í áratugi. Hvernig hafa hugmyndir þínar og aðferðir á þessu sviði þróast? Mér finnst þetta efni með því mikilvægasta sem ég hef fengist við. Fyrsta stóra verkið mitt á þessu sviði var The Deluge: British Society and the First World War og fjallaði það um áhrif fyrri heimsstyrjaldarinnar á breskt samfélag. Fram að því höfðu menn einkum fjallað um stríðið sjálft, mannfallið óskaplega, vanhæfni herforingjanna o.s.frv. í flestum þessara skrifa var gengið út frá því að í fyrri heimsstyrjöldinni hefði orðið „vendi- punktur“ eða „vatnaskil“ í þróun bresks sam- félags, án þess þó að menn skilgreindu það á viðunandi hátt. Gat verið að jafn hræðilegur atburður og fyrri heimsstyrjöldin hefði leitt til eða tengdist jákvæðum breytingum á samfé- laginu? Þetta var rannsóknarspurningin sem ég lagði upp með. Ég hafði ekki mótaða skoð- un á þessu en var heillaður af viðfangsefninu, þó frekar sem ógn og harmleik en jákvæðum atburði. A.J.P. Taylor sagði að fyrri heims- styrjöldin væri eins og áfengi, því maður leit- ar alltaf aftur til hennar. Þetta er góð samlík- ing. Þegar ég hóf að rannsaka efnið var mér ljóst að í kjölfar styrjaldarinnar komu ýmsar félagslegar umbætur, ný skólalöggjöf, trygg- ingar, stol'nun heilbrigðisráðuneytisins og kosningaréttur kvenna. Þetta gátu auðvitað verið tilviljanir, en það virtist full ástæða til að rannsaka þetta nánar. Rannsóknir mínar sýndu að ýmsar jákvæðar þjóðfélagsbreyting- ar tengdust styrjöldinni. Stóra spurningin var hins vegar hvernig á þessu stóð? Oft hafði veriö fullyrt að stríð hröðuðu þjóðfélags- breytingum en ekki útskýrt hvers vegna. Sam- bandið þarna á milli var óútskýrt og nauðsyn- legt að setja fram kenningu um þetta. Ég fór að móta kenninguna um allsherjarstríð og þjóðfélagsbreytingar í fyrstu bókinni minni. Eftir það varð ég ef til vill of upptekinn af þessari frekar sértæku kenningu og fylgdi henni eftir í annarri bók um báðar heimsstyrj- aldirnar, Britain in the Century of Total War, sem ég er eftir á að hyggja ekki alveg ánægð- ur með. Síðan kemur War and Social Change in the Twentieth Century, þar sem borin er saman reynsla margra landa og reynt að greina hvers vegna styrjaldir lciða til þjóðfé- lagsbreytinga. Hún er að rnínu mati of óhlut- bundin og einföld og ýkir áhrif styrjaldanna á samfélagsþróunina. Síðan þá hef ég mest verið að bregðast við því sem aðrir hafa skrifað og endurskoða surnt af því sem ég hef skrifað áður. Ég samdi Gat verið aó jafn hræðilegur atburður og fyrri heimsstyrjöldin hefði leitt til eða tengdist jákvæð- um breytingum á samfélaginu? A Coniparativo Study of Britain. Frnncc Gcrnumy, Russia and tho United Statos Arlhur Marwick 51
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.