Ný saga - 01.01.1997, Page 55

Ný saga - 01.01.1997, Page 55
Viðtal við Arthur Marwick Stéttaskipting eins og fólk skynjar hana Þú hefur rannsakað stéttir og stéttaskipt- ingu, m.a. í hókinni Class: Image and Reality in Britain, France and the USA since 1930. Já, og ég hef af ráðnum hug sniðgengið kenningar Marx og Webers, en þróað hug- myndina um menningarlega stéttagreiningu og kannað hvaða skilning venjulegt fólk legg- ur í orðið stétt. í stað þess að þröngva kenn- ingu ofan frá athuga ég hvað fólk á við með verkamannabústöðum eða tómstundum milli- stéttanna o.s.frv. Ég uppgötvaði fljótlega að í daglegu tali notaði fólk hugtakið stétt ekki sem sjálfstætt hugtak heldur til nánari lýs- ingar. Ég vildi nálgast stéttaskiptingu á svipaðan hátt og ég nálgaðist fyrri heimsstyrjöldina þ.e.a.s. með því að rannsaka frumheimildir. Ég skipti heimildunum í fjóra flokka sem kölluðu fram ólíkar ímyndir af stéttum. Hin opinbera fmynd birtist í opinberum skjölum og heimildum, t.d. hvernig skólamálum og velferðarmálum er stjórnað. í öðru lagi getum við talað um fræðilegar ímyndir stétta, dregn- ar upp af félagsfræðingum sem hafa atvinnu af því að rannsaka stéttir og stéttaskiptingu. í þriðja lagi eru alþýðlegar eða óopinberar ímyndir, hvaða hugmyndir almenningur gerir sér um stéttaskiptinguna. Þetta er lang- skemmtilegasti og athyglisverðasti hluti rann- sóknarinnar og jafnframt sá frumlegasti. Að hluta byggði ég á könnunum félagsfræðinga en ég notaði frumgögnin, ekki niðurstöður þeirra. Einnig studdist ég við bréfasöfn og dagbækur. í fjórða lagi eru svo ímyndir fjöl- miðla. Ég notaði kvikmyndir og skáldsögur og bar saman ákveðna stéttbundna þætti t.d. í breskum og frönskum myndum. Þær sýndu grundvallarmun á samfélögunum tveim. Síðan bar ég allar þessar ímyndir saman við tölfræðileg gögn um tekju-, eigna- og valdaskiptingu og reyndi að tvinna þetta tvennt saman og finna samsvörun á milli. Þetta notaði ég síðan til að búa til heildar- mynd eða líkan af samfélaginu eins og fólk skynjaði það - andstætt við sértækar kenning- ar félagsvísindamanna. Líkamleg fegurð breytist lítið Árið 1988 gafstu út bók um fegurðina, Beauty in History. Var hún ekki ólík fyrri við- fangsefnum þínum? Allar þessar bækur tengjast með ákveðn- um hætti. Þegar ég var að semja The Deluge fannst mér að til þess að skilja áhrif styrjald- arinnar á stéttaskiptinguna í Bretlandi yrði ég að átta mig á stéttaskiptingunni fyrir stríð. Ég var því þá þegar byrjaður að rannsaka stéttir. Þar sem ég hafði ekki mikið til að byggja á varðandi stéttaskiptinguna fyrir stríð þá not- aði ég svipaðar aðferðir og ég sagði frá áðan, bara dálítið frumstæðari. Ég fann ekki í weberískum og marxískum hugmyndum þau nákvæmu líkön sem ég þurfti. Það vakti at- hygli mína að auðugir yfirstéttarkarlar völdu sér ungar og fallegar eiginkonur. Falleg kona úr lægri stéttum gat klifrað upp samfélagsstig- ann á fegurð sinni. Þetta er svo sem ekkert nýtt þótt ýmsir, einkum póstmódernistar, segi að fegurð sé ekki til í sjálfu sér, hún sé bara samfélagslegt mat hverju sinni. Þarna sá ég athyglisvert viðfangsefni svo að bókin um fegurðina kom í kjölfarið á bókinni um stétta- skiptinguna. Mér þótti margt af því sem skrif- að var um þetta efni ófullnægjandi, einkum ýmislegt í anda Foucaults, þar sem fegurðin var aðeins skoðuð sem félagsleg afurð. Það hefur líklega gengið sem rauður þráður í gegnum feril minn að þyki mér kenningar annarra ófullnægjandi, bý ég til mínar eigin. Mér þótti margt af því sem skrifað var um þetta efni ófull- nægjandi, eink- um ýmislegt í anda Foucaults, þar sem fegurð- in var aðeins skoðuð sem félagsleg afurð BEAIITY IN HISTORY 53
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.