Ný saga - 01.01.1997, Side 58
Arthur Marwick
Mikilvægi
sjöunda ára-
tugarins liggur
ekki í smáhópum
eins og bítlum
og hippum í
skrítnum fötum
heldur í þeim
miklu breytingum
sem urðu á dag-
legu lífi alls þorra
almennings
Ég ræði um ólíkt mat manna á sjöunda ára-
tugnum. Flestir eru sammála um að þessi tími
hafi verið mikilvægur en greinir á um hvort
hann hafi orðið til góðs eða ills. íhaldsmenn
eins og Margaret Thatcher telja að góðar og
gamlar dyggðir hafi verið forsmáðar á sjö-
unda áratugnum og samfélagið ofurselt ýmiss
konar vitleysu. Ég hafna þessu, en ég er held-
ur ekki sammála þeirri skoðun öfgavinstri-
manna að á þessum árum hafi verið góðar
forsendur fyrir byltingu sem síðan hafi verið
svikin. Að því búnu set ég fram mína eigin
skoðun sem er á þá leið að það hafi aldrei ver-
ið neinn möguleiki á byltingu, en að meiri
breytingar hafi orðið en vinstrimenn vilja við-
urkenna, breytingar sem voru venjulegu fólki
til meiri hagsbóta en Thatcher og hennar
fylgjendur telja.
Ég ræði sérstaklega um hinn frjálslynda,
umburðarlynda og sáttfúsa hluta valdamanna
sem gegndi mikilvægu hlutverki með því að
leyfa samfélaginu að verða fyrir áhrifum rót-
tækra hugmynda og andófsmenningar. Aðal-
kenning mín er sú að sjöundi áratugurinn sé
mikilvægur vegna þess að andófsmenningin
gegnsýrði og umbreytti stöðugt hinni opin-
beru menningu - ekki vegna þess að til varð
andófsmenning sem var í andstöðu við hina
opinberu menningu. Ástæðan var annars veg-
ar sköpunargleði og athafnaþrá hinna ýmsu
andófshreyfinga, en hitt skipti ekki síður máli
að þeir sem voru við völd voru tilbúnir að
taka við þessum hugmyndum. Mikilvægi sjö-
unda áratugarins liggur ekki í smáhópum eins
og bítlum og hippum í skrítnum fötum heldur
í þeim miklu breytingum sem urðu á daglegu
lífi alls þorra almennings, sambandi fólks
hvers við annað svo sem hjóna, foreldra og
barna og samskiptum kynjanna.
Annað atriði sem oft gleymist er athafna-
gleðin, en hún varð mikilvægt hreyfiafl á sjö-
unda áratugnum. Þetta sést greinilega í til-
raunaleikhúsum, ljósmyndastofum, tísku-
hönnun og verslunum, sem voru auðvitað
snar þáttur neyslusamfélagsins, og græddu
sumir vel. Pað er alrangt að nýjungarnar á
sjöunda áratugnum hafi eingöngu verið gerð-
ar í óeigingjörnum tilgangi eða í andstöðu við
markaðssjónarmið. Ef menn gera sér ekki
grein fyrir þessari athafnagleði misskilja
menn atburði þessa tíma og ástæður þess að
þeir leiddu ekki til byltingar og afnáms
neyslusamfélagsins, vegna þess að margt af
því sem þá gerðist styrkti í raun neyslusamfé-
lagið.