Ný saga - 01.01.1997, Síða 71

Ný saga - 01.01.1997, Síða 71
Endurreisn lýðræðisins stjórnskipulags.22 Fulltrúi sjálfrar bresku lá- varðadeildarinnar, Newton lávarður, sagði eftirfarandi: vér Englendingar höfum ávallt hrósað oss og ekki verið lítið upp með oss af því, að vér hefðum orðið fyrstir til þess að koma á þingræði nútímans. Höfum vér verið vanir að kalla þing vort „móður þjóðþinganna". Nú vitum vér, að í þessu hefur oss skjátlazt. Vér höfum nú komizt að raun um, að með- an vér bjuggum við konung og lénsherra höfðu íslendingar komið á hjá sér þingræð- isstjórn, og búið við hana öldum saman.23 Það var þó einn erlendur fulltrúi á Þingvöll- um árið 1930 sem ekki var á þeim buxunum að gefa Islendingum mestan heiðurinn af lýð- ræðinu en það var enginn annar en fulltrúi Tékka, Jean Malypetr, sem ég minntist á í upphafi. Malypetr ræddi þannig í ræðu sinni ekki aðeins að þessar tvær þjóðir, íslendingar og Tékkar, ættu sér líka sögu heldur einnig að þær hefðu „jafnan haldið hátt á lofti hugsjón frelsis og mannúðar.“ Tékkneska þjóðin hefði eins og íslenska þjóðin „ávallt verið trú lýð- ræðinu þrátt fyrir erfiða tíma í sögu hennar."24 Og þegar tékkneska lýðveldið var stofnað árið 1918 var, líkt og þegar íslenska lýðveldið var stofnað árið 1944, litið svo á að nú væri tékkneska þjóðin loksins að rísa aftur til sinn- ar fornu frægðar, það væri verið að endur- vekja gullöld hennar og lýðræði frá því á mið- öldum.25 í fyrstu ræðu sinni á forsetastóli þann 22. desember árið 1918 sagði Masaryk að „eftir þrjúhundruð ár væri spádómurinn nú uppfylltur":26 öll saga okkar, inntak hennar og tilgangur, tengdi okkur við lýðræðisþjóðir heimsins. Siðbótarhreyfing okkar og hugsjónir henn- ar, þjáningar okkar þegar siðbótin var bar- in niður... og sömuleiðis endurfæðing þjóðarinnar sem einkenndist af hug- myndafræði mannúðar og afleiðingu alls þessa: lýðræðisins - örlög tékknesku þjóð- arinnar eru á rökréttan hátt tengd Vestur- löndum og nútímalýðræði þeirra.27 Hugmyndinni um að íslenskt nútímalýðræði sé endurreisn lýðræðis sem ríkt hafi á íslandi á miðöldum bregður enn fyrir á hátíðis- og lyllidögum. Á fimmtíu ára afmæli íslenska lýðveldisins á Þingvöllum 17. júní 1994 sagði Vigdís Finnbogadóttir, þáverandi forseti, að lýðveldið íslenska grundvallaðist á „lýðræði sem samofið er sögu þjóðarinnar.“28 í nýársá- varpi frá árinu 1993 talaði hún einnig um hvernig sambandslögin árið 1918 hefðu ekki aðeins rutt braul að „fullu sjálfstæði þjóðar- innar“ heldur einnig að „endurreisn lýðveldis á íslandi.“29 í núverandi Tékklandi er það einnig ennþá hluti af hugmyndaheimi þjóðar- innar að lýðræðið sé samofið sögu hennar en í nýársræðu árið 1990 sagði forseti landsins, Václav Havel, að orsökin fyrir því að unga fólkið sem alið væri upp í alræðiskerfi þráði frelsið væri sú að tékkneska lýðræðishefðin hefði haldist við í undirmeðvitund þjóðarinn- ar.30 Aðferð þessara tveggja þjóða við að byggja upp þjóðernislega sjálfsmynd meðal þegna sinna svipar þannig saman í veigamiklum at- riðum. íslenskir og tékkneskir þjóðernissinn- ar og stjórnmálamenn leituðust við að sýna fram á hvernig þjóðir þeirra hefðu blómstrað á gullöld og þá þegar haldið á lofti sömu hug- sjónum og stjórnkerfi Vesturlanda byggist á nú á dögum. Þegar lýðveldið Tékkóslóvakía varð til árið 1918 og íslenska lýðveldið stofn- að árið 1944, var almennt aldrei litið svo á að sjálfstæði þjóðanna væri ávöxtur af flókinni stjórnmálalegri atburðarás undanfarinna alda og áratuga. Þvert á móti var litið svo á að hin sönnu örlög fornra lýðræðisþjóða væru nú loksins uppfyllt. Tilvísanir 1 Magnús Jónsson, Alþingishátíðin 1930 (Reykjavík, 1943), bls. 201. 2 Ingi Sigurðsson, íslenzk sagnfrœði frá miðri 19. öld til miðrar20. aldar. Ritsafn Sagnfræðistofnunar 15 (Reykja- vík, 1986), bls. 42-43. 3 Sjá Hans Kohn, „Western and Eastern Nationalism", Nationalism. Ritstj. John Hutchinson og Anthony D. Smith (Oxford, 1994), bls. 162-65. 4 Anthony D. Smith, The Ethnic Origins of Nations (Oxford, 1986), bls. 191-92. - Sami, National Identity (London, 1991), bls. 59-67. 5 Ingi Sigurðsson, íslenzk sagnfrœði frá miðri 19. öld til miðrar 20. aldar, bls. 24-25, 81-83,109-11. Mynd 10. Lord Newton. Mynd 11. Jean Malypetr 69
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.