Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 73

Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 73
Jón Viðar Sigurðsson Konur og kvennarán á íslandi á 12. og 13. öld Ærið fögur er mær sjá og munu margir þess gjalda. ANNIG ER HALLGERÐUR LANGBRÓK kynnt til Brennu-Njáls sögu' Það eru engin nýmæli að karlmenn hafi gold- ið fegurðar kvenna dýrum dómum, jafnvel með lífi sínu. Fagrar konur hafa oft ruglað dómgreind karla og stundum það mikið að þeir hafa rænt þeim í örvæntingu sinni. Kvennarán eru þekkt í flestum samfélögum og hafa margsinnis verið upphaf stórátaka. Frægasta styrjöld fornaldar, Trójustríðið, hófst eftir að París hafði numið Helenu hina fögru á brott. Samkvæmt Heimskringlu var Hákon jarl afkastamesti kvennaræningi Norðurlanda á miðöldum. Á efri árum sínum varð hann „ósiðugr um kvennafar“ og lét taka dætur voldugra manna í Þrændalögum og flytja til sín, „lá hjá“ þeim í eina viku eða tvær og sendi þær síðan heim.2 Af óskiljanleg- um ástæðum mislíkaði frændum kvennanna þetta og þegar Ólafur Tryggvason kom með her til Þrændalaga neituðu Þrændur að veita Hákoni lið gegn Ólafi! Hákon varð því að flýja og var að lokum drepinn af þræli sínum, eins og frægt er orðið. íslenskir höfðingjar á þjóðveldisöld voru á engan hátt eftirbátar er- lendra kynbræðra sinna á þessu sviði. í eftir- farandi greinarstúf er ætlunin að athuga frá- sagnir af sjö kvennaránum í Sturlunga sögu og tengja þær við pólitíska þróun 12. og 13. aldar. Sjö kvennarán Sturlu saga segir að um 1160 hafi hinn aldraði prestur Þorgrímur og hans „væna“ kona Álof komið á Staðarhól til goðans Einars Þorgils- sonar. Vænleiki Álofar hafði slík áhrif á einn af heimamönnum Einars, Hall Þjóðólfsson, að hann tók hana frá manni sínum og „kvað þat aldri skyldu lengr, at gamall maðr flekk- aði svá væna konu“. Einnig rændi Hallur Mána, hesti Þorgríms, sem var „allra hesta beztr“. Af skiljanlegum ástæðum brást Þor- grímur „illa við“ þessu og fór á fund goðans Hvamm-Sturlu og sagði sér „ger svívirðing“ og bað hann hjálpar. Sturla tók vel í málaleit- an Þorgríms og „kvað eigi sýnast mikil- mennsku í slíku, en kvað Einar þat illa gera at veita vandræðismönnum á leið fram ok leggja þar við virðing sína.“ Skömmu síðar sendi Hvamm-Sturla flugumann til að drepa Hall. Tilræðið mistókst og nokkru síðar fór Álof suður í Hvamm og „tók“ Þorgrímur við henni. Nokkru síðar bað Hvamm-Sturla Þor- grím athuga hvort hann gæti ekki náð hesti sínum. Þorgrímur fór þá í Saurbæ, sat um hestinn og náði honum í drífuéli.3 Prestssaga Guðmundar góða greinir frá því að um 1170 hafi Páll Þórðarson og Sveinn Sturluson farið fjölmennir til Helgafells og „tekið“ Hallgerði Runólfsdóttur og Valgerði dóttur hennar.4 Öllu ítarlegar og á nokkuð annan veg er greint frá þessum atburðum í Sturlu sögu. Þar hefst frásögnin á lýsingu á mannkostum goðanna og bræðranna Snorra og Páls Þórðarsonar í Vatnsfirði. Þeir voru hinir „mestu höfðingjar. Páll var allra manna vænstr ok gerviligastr, en Snorri var lítill maðr ok vænn og forvitri ok skörungr mikill.“ Páll kom að máli við bróður sinn og sagðist vilja fara suður til Helgafells og „taka brott“ Hall- gerði Runólfsdóttur prests og eiginkonu Ólafs Sölvasonar prests. Hún var „kvenna vænst ok merkiligust ok mestr skörungr at öllu.“ Snorri lagðist gegn þessum áformum og Fagrar konur hafa oft ruglað dómgreind karla og stundum það mikið að þeir hafa rænt þeim í örvænt- ingu sinni 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.