Ný saga - 01.01.1997, Side 75

Ný saga - 01.01.1997, Side 75
Konur og kvennarán á íslandi á 12. og 13. öld árás frá Þorgrími alikarli á Guðmund. Þegar Kolbeinn frétti um Þórunni bað hann þess að henni yrði ekki gerð „svívirðing". Daginn eft- ir leitaði Björn aðstoðar Kolbeins og bað hann sjá til þess að sér væri ekki „svívirðing ger“. Kolbeinn „tók“ þá við Birni og lét sleppa honum og Þórunni.9 Árið 1225 var Ingimundur Jónsson á Sauðafelli hjá goðanum Sturlu Sighvatssyni. Ingimundur hafði beðið Jóreiðar Hallsdóltur. Hún vildi ekki giftast honum og ráða svo „fé undan dóttur sinni“. Sturla fór þá með Ingi- mundi og „nam“ Jóreiði frá búi sínu yfir til Sauðafells. „Leitaði Sturla þá eftir, ef hon vildi giftast Ingimundi. En með því at ekki fekkst af henni um þat ok hon vildi eigi mat eta þar, þá lét Sturla hana heim færa. Þetta líkaði stórilla frændum hennar.“ Páll, bróðir Jóreiðar, sem var hinn mesti „vinr“ Þórðar Sturlusonar, leitaði aðstoðar hans. Þetta mál flæktist inn í erfðadeilur þeirra Sturlunga um Snorrungagoðorð og tók Snorri Sturluson við Jóreiðarmálum sumarið 1226. Ekki greinir Sturla Þórðarson í íslendinga sögu sinni frá málarekstri, einungis að Sturla Sighvatsson „handsalaði fyrir Jóreiðar-mál, en Magnús biskup gerði tuttugu hundruð.“,(l Seinasta frásögnin sem nefnd verður hér tengist valdabrölti Þórðar kakala 1242. Þórð- ur fékk Ásbirni Guðmundarsyni níu menn og kallaði gesli og skyldu þeir safna liði fyrir Þórð. Ásbjörn fór með menn sína í Stein- grímsfjörð. Frést hafði af þessum áformum þannig að flestir karlar þar voru í felum þeg- ar Ásbjörn og gestirnir komu. Þegar Ásbjörn kom í Húsavík tók hann konu Högna, sem þar bjó og hélt að það myndi draga bændur fram úr fylgsnum sínum. Högni frétti af þessu og fór á eftir Ásbirni og gestunum með nokkra menn. Kom til átaka á milli þeirra sem enduðu með því að Ásbjörn veitti Högna banvænt sár, „[gjengu þá bændr upp nökkurir“." Þórðar saga kakala greinir ekki frá hvað varð um konu Högna, en líklega hef- ur henni verið sleppt eftir átökin. Goðar og kvennarán Pólitísk þróun 12. og 13. aldar einkenndist af valdasamruna. Þegar þessi frásögn hefst, um aldamótin 1100, var hinni svokölluðu „friðar- öld“ að ljúka.12 Á þessu „gæfuríkasta“ skeiði þjóðveldisaldar átti friður og jafnvægi að hafa ríkt í samfélaginu.13 Friðaröld lauk með átök- um þeirra Þorgils Oddasonar og Hafliða Más- sonar, sem sagt er frá í sögu þeirra. Þegar deil- ur þeirra stóðu sem hæst deildust völdin í landinu á milli rúmlega 20 goða. Sturlungaöld hófst um 1220, en þá stjórnuðu fimm ættir, Ásbirningar, Sturlungar, Oddaverjar, Hauk- dælir og Svínfellingar, nær öllum goðorðum landsins. Sturlungaöldin var án efa blóðug- asta tímabil þjóðveldisaldar, mikil harðneskja ríkti í hinum pólitísku átökum og goðarnir beittu öllurn brögðum til að tryggja völd sín. Þegar Kolbeinn ungi skipulagði aðför að Þórði kakala á Vestfjörðum árið 1244 ætlaði hann að „herja, brenna bæi, en drepa menn og eyða svá byggðina“'J þannig að Þórður gæti ekki sal’nað liði þar til að fara með ófriði á hendur Skagfirðingum. Ingimundur hafði beðið Jóreiðar Hallsdóttur 73
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.