Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 78

Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 78
Jón Viðar Sigurðsson Kvensemi höfðingja var sæmdarauki. Hún vitnaði um manndóm þeirra 1---------7/---------7T---------17 örugglega átt í sambandi við aðrar konur en þessar. Það töldust sennilega ein af forréttind- um goðanna að njóta þeirra kvenna af lægri þjóðfélagsstigum sem þeir óskuðu. Slík „for- réttindi“ valdastétta eru víða þekkt, til dæmis á söguöld og í Noregi á miðöldum.24 Á stór- býlum landsins var fjöldi vinnukvenna, en hvort goðarnir hafi launað fylgdarmönnum sínum með náttstað hjá einhverri þeirra skal ósagt látið. Ruth M. Karras hefur látið að því liggja að slíkt hafi tíðkast á söguöld, og hví þá ekki einnig á Sturlungaöld? Kynferðisleg mis- notkun á konum hefur sennilega tíðkast frá landnámi, og hefur einkanlega bitnað á vinnukonum.25 Ef hugað er nánar að frásögninni af Há- koni jarli og kvennaránum hans þá skrifar Snorri að hann hafi orðið „ósiðugr um kvennafar“. Af frásögninni má ráða að kvennafar höfðingja hafi ekki verið nein nýlunda. Hákon steig skrefi lengra en sæmdi í slíkum málum og varð „ósiðugr“. Ósiðlegheit Hákonar fólust í því að hann lét taka „ríkra manna“ dætur, lá hjá þeim viku eða tvær og sendi síðan heim. Snorri var einnig „fjöl- lyndr“26 í ástamálum, kvensemi höfðingja var sæmdarauki. Hún vitnaði um manndóm þeirra. Hversu almenn voru kvennarán? Atburðir þeir sem lýst er í þeim sjö frásögn- um sem fjallað er um hér eiga sér stað á tíma- bilinu frá því um 1160-1242, fimm á árabilinu frá því um 1160-1200, og tveir á tímabilinu 1225-42. Allir gerast í Vestfirðingafjórðungi og Eyjafirði. Hin pólitísku átök þessa tímabils voru fyrst og fremst bundin þessum lands- hlutum og það undirstrikar tengslin milli kvennarána og pólitískra átaka tímabilsins. Út frá þessum fáu frásögnum er ógjörning- ur að segja nokkuð marktækt um umfang kvennarána á íslandi. Ég geri ráð fyrir að þau hafi verið algengari en þessar frásagnir benda til, sérstaklega í hinum hörðu pólitísku átökum Sturlungaaldar. Ef við gerum ráð fyrir að kvennarán hafi verið fleiri en þessar sjö frásagnir bera með sér, og að þau tengist fyrst og fremst valda- brölti goðanna, þá þarf að útskýra sérstak- lega frásögnina af Ásgerði í Guðmundar sögu dýra: Er um rán að ræða eins og gefið var í skyn í upphafi þessa greinarstúfs? Sennilega er réttast að túlka orðalag frásagnarinnar „að hafa á brott“ á þá leið að Ásgerður hafi af fúsum og frjálsum vilja farið með Ingimundi. Ástæðan fyrir því að þessi frásögn er höfð með í sögunni er sú að Ingimundi varð á að drepa þingmann og frænda tveggja goða. Kvennarán voru tíðari í Noregi en á íslandi á 12. og 13. öld.27 Ástæðan er væntanlega sú að pólitísk átök voru margfalt harðari og blóðugri í Noregi en á íslandi. íslenzkt forn- bréfasafn varðveitir bréf frá Eysteini erki- biskupi í Niðarósi sem er um margt áhugavert í þessu samhengi. Bréfið er sennilega frá sjö- unda áratugi 12. aldar. Par má lesa: Men[n] þeir er konur taka með herfangi þer er med nytv hafa jafnan verit. eda þer er goder menn vitv at j nauist hafa verit med þeim at skilst hafa med orad sin. og skriptir fyrir tekit. og þvi sidan halldit med godri at ferd. þa hverr er þær tekr naudgar. huort er hann festir navdgar. eda eigi. þa med þvi at hann brytur j gudz rett og frelse. þat er gvd hefur tiad hverium. þa er sa hverr eptir fornre skipan i gvdz banne. og papans. og allra heilagra manna . . . En konvm fyrir biodvm ver j gudz nafne þeim er j skilum uilia vera ath veita atdralt til slikrar onytu med ueislum. þingvm. eda odrum hlutum.28 Erkibiskup er hér ekki einungis að greina frá nýjum kirkjupólitískum atriðum um hjóna- bandið, heldur einnig að fjalla um málefni sem brýn þörf hefur verið á að takast á við. Hann hefði varla látið stinga niður fjaður- penna ef þetta hefði ekki verið aðkallandi vandamál. Sérstaklega gefur seinasta setning- in, ,,[e jn konvm fyrir biodvm ver j gudz nafne þeim er j skilum uilia vera ath veita atdratt til slikrar onytu med ueislum. þingvm. eda odr- um hlutum“, vísbendingu um að kvennarán hafi verið algeng. Hér eru nefndar til sögunn- ar konur sem meðal annars standa fyrir veisluhöldum, væntanlega með það fyrir aug- urn að hella ungar stúlkur fullar og styðja þær svo dauðadrukknar um borð í skip, sem fluttu þær til annarra landshluta og landa. 76
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.