Ný saga - 01.01.1997, Page 79

Ný saga - 01.01.1997, Page 79
Konur og kvennarán á Islandi á 12. og 13. öld Konur og kvennarán í þessum ritgerðarstúf hefur sjónum enn ekki verið beint að fórnalömbunum: konunum sjálfum. Hvaða konum var rænt og hvernig brugðust þær við? Þær mæðgur Hallgerður og Valgerður voru af svokallaðri Möðruvellinga- og Fljótamannaætt. Ketill biskup Þorsteins- son var afabróðir Hallgerðar. Ólafur Sölva- son prestur, maður Hallgerðar, var bróðir goðans Páls Sölvasonar. Þeir bræður voru af Reykhyltinga- og Melamannaætt. Langafi Jóreiðar Hallsdóttur var Þorgils Oddason. Hún hafði verið gift Skarðverjanum Þórði Narfasyni, dóttir þeirra var Helga sem giftist Sturlu Þórðarsyni. Engar upplýsingar finnast aftur á móti um ættir Álofar, Þórunnar eða konu Ásbjarnar. Ég geri ráð fyrir að flestar þeirra hafi verið dætur betri bænda. Ef kvennarán áttu að skila tilætluðum árangri varð að ræna konum sem eftirsjá var í, konum sem voru mikils metnar. Frásögnin af brottnámi Álofar í Sturlu sögu er dæmigerð fyrir áhuga höfunda Sturl- unga sögu á örlögum kvenna. Þagað er þunnu hljóði yfir tilfinningum og viðbrögðum henn- ar. Höfundur Sturlu sögu undirstrikar aftur á móti að Þorgrímur hafi brugðist „illa við“ og fundist sér gerð „svívirðing“. Þetta sjónarmið kemur ekki á óvart. Konur voru ekki mikils metnar í þessu samfélagi. Eftir frásögninni að dæma hefur höfundurinn álíka mikinn áhuga á örlögum Álofar og hestsins. Möguleiki kvennanna til að fiýja án að- sloðar var lítill sem enginn. Eina vörnin sem þær höfðu var hungurverkfall. Sú spurning vaknar við lestur þessara frásagna hvort allar hinar brottnumdu konur hafi haft áhuga á að láta bjarga sér. Það er ekki að sjá að Hallgerði hafi mislíkað að Vatnsfiröingar rændu henni. Samkvæmt Sturlu sögu vill Jón Loftsson að hún „leggi hug sinn frá jressu óráði“, að hún „sjálfviljandi" rjúfi sambandiö við Pál Þórðarson, að hún „sæmi“ bónda sinn og sælti sig við „mannamun" Vatnsfirðinga og manns hennar, sem var goðaættar eins og nefnt hefur verið. Jón Loftsson þarf að beita allri sinni list til að sannfæra Hallgerði um að hverfa aftur til eiginmanns síns. Svo mikinn metnað leggur Jón í að Hallgerður virði orð hans að hann heitir henni vináttu sinni, það er að segja stuðningi í öllum málum. Þetta er eitt af fáum skiptum í heimildum um 12. og 13. öld þar sem konu er heitið vináttu. Það voru aðallega karlar sem stofnuðu til vináttubanda og fyrst og fremst þeir sem tóku þátt í stjórnmálum tímabilsins. Vináttuloforð Jóns til Hallgerðar er mikill virðingarvottur. Að hún hafi notfært sér vináttu Jóns kemur berlega í ljós þegar hún sækir hann að málum og biður hann að ná dóttur sinni úr klóm Sveins Slurlusonar.29 Agnes Arnórsdóttir hefur í nýlegri bók, Konur og vígamenn, túlkað þessa frásögn á nokkuð annan veg. Hún telur að í orðum Jóns Loftssonar liggi virðing fyrir festarsamningi milli tveggja fjölskyldna: „Með slíku konu- námi var [festarsamningurinnj gerður að engu, og því um algjöra lögleysu að ræða. Samskipti fólks skyldu lúta þeim meginregl- um sem samið var unt og fest í venjurétt eða lög.“ Ástæðan fyrir því að Hallgerður sneri aftur til bónda sfns var sú að hún gat „ekki tekið þá áhættu að missa stuðning frænda sinna og Jóns Loftssonar.“ Agnes telur jafn- framt aö frásögnin sýni „valdaleysi kvenna og áhrifamátt. Þær gátu aflað sér pólitískra stuðningsmanna, en urðu líka að fara eftir settum reglum.“3" Ég tel að Agnes geri Jón Loftsson að meiri móralista en ástæða er til. Jón er fyrst og Möguleiki kvennanna til að flýja án aðstoðar var lítill sem enginn. Eina vörnin sem þær höfðu var hungurverkfall. 77
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Ný saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.