Ný saga - 01.01.1997, Síða 83

Ný saga - 01.01.1997, Síða 83
Margrét S. Björnsdóttir Er tíðinda að vænta af íslensku flokkakerfi? IN AF MIKILVÆGARI SPURNINGUM íslenskra stjórnmála í dag er sú, hvort líklegt sé að samstarfs- eða samein- ingartilburðir A-flokkanna, Þjóðvaka og Kvennalista muni bera ávöxt í þingkosning- unum 1999. Slíkar tilraunir eru ekki nýlunda í íslenskum stjórnmálum, en hafa til þessa mis- tekist. Allt frá árinu 1984 hefur höfundur þessarar greinar tekið þátt í margs konar póli- tísku starfi sem hafði að markmiði aukna samvinnu íslenskra vinstri flokka. Oftast með litlum árangri. Reynsla höfundar er að þar voru oft erfiðastir viðfangs persónulegir hags- munir þeirra sem atvinnu höfðu af stjórnmál- um eða nutu góðs af sínum flokki með öðrum hætti. Fleira kom þó að sjálfsögðu til. Hér verður sett fram sú fullyrðing að í dag séu aðrar og hagstæðari aðstæður en áður. Þær aðstæður verða raktar og dregin sú álykt- un að árið 1999 verði til nýtt forystuafl í ís- lenskum stjórnmálum. Sagan Flestir íslenskir stjórnmálaflokkar eiga rætur að rekja til fyrri hluta aldarinnar og hafa ráð- ið för í íslenskum stjórnmálum síðan. Þeir flokkar sem hafa verið stofnaðir flokkakerf- inu til höfuðs hafa allir mátt lúta í lægra haldi. Þeir sem starfað hafa innan stjórnmála- flokkanna vita hversu fáir bera þar uppi allt starf, hversu fáir ráða fyrir þeim, hversu óburðugir flokkarnir eru að innri gerð, stefnumörkun ómarkviss og hversu veikir þeir eru fyrir þrýstingi hagsmunahópa. Ég hef því lengi undrast hversu lífseigir þeir eru í höfðum kjósenda og hversu kjósendur, sem í einum eða tvennum kosningum gefa nýjum flokkum atkvæði sitt, eru fljótir að hrökkva til baka í fjórflokkakerfið. Þeir l'lokkar sem reynt hafa að bjóða flokkakerfinu byrginn síðastliðin þrjátíu ár hafa einkum verið Samtök frjálslyndra og vinstrimanna, Bandalag jafnaðarmanna, Kvennalisti, Borgaraflokkur og Þjóðvaki. Allir þessir flokkar höfðu á sínum tíma fullt eins marga virka félagsmenn og hinir hefð- bundnu flokkar. Þeir höfðu ekki síður hæfa forystumenn en þeir, jafn vel (eða illa) út- færðar stefnuskrár, en samt tókst þeim ekki að festa rætur til lengdar. Þetta er þeim mun merkilegra sem íslensk- ar kosningarannsóknir hafa sýnt að stór og vaxandi hluti kjósenda heldur ekki tryggð við einn flokk heldur flakkar á milli flokka. Aðlögunarhæfni „gömlu” flokkanna Ein skýring kann að vera sú að hefðbundnu Ilokkarnir hafa sýnt mikla aðlögunarhæfni. I fyrsta lagi enda „nýju“ flokkarnir iðulega sinn feril með því að helstu forystumenn þeirra ganga til liðs við gömlu flokkana. Helstu for- ystumenn Þjóðvarnarflokksins gengu til liðs við Alþýðubandalagið, forystumenn Samtaka frjálslyndra og vinstrimanna skiptu sér upp á milli A-flokkanna, tveir þingmenn Bandalags jafnaðarmanna gengu í Alþýðuflokkinn, hluti þingmanna Borgaraflokksins gekk í þing- flokk Sjálfstæðisflokksins og nú síðast hafa þingmenn Þjóðvaka stofnað nýjan þingflokk með Alþýðuilokknum. í öðru lagi hafa gömlu flokkarnir iðulega tekið upp mál nýju flokkanna og gert þau að sínum. Þjóðvarnarflokkurinn hafði á sjötta áratugnum áhrif á aðra flokka langt umfram þingstyrk hans, tilvist flokksins herti and- stöðu gegn hernum bæði í Alþýðuflokki og Framsóknarflokki. Kerfisgagnrýni og gagn- rýni Bandalags jafnaðarmanna á hvers kyns 81
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.