Ný saga - 01.01.1997, Síða 88

Ný saga - 01.01.1997, Síða 88
Er tíðinda að vænta af íslensku flokkakerfi? En um hvað munu flokkarnir sam- einast, annað en að ná völdum? Vinstri flokkar víða um heim hafa síðastliðin ár gert upp sína fyrri heimssýn og hugmynda- grundvöll. Haldið því sem nýtilegt er og byggt á grunni þess, en hent hinu. Skýrasta dæmið um þetta er Verkamannaflokkurinn í Bretlandi, þótt fleiri mætti nefna. Þeir flokkar sem ég tel allar líkur á að myndi stærsta stjórnmálaflokk landsins eftir næstu kosningar gætu til dæmis byggt á eftir- farandi tveimur grunnhugmyndum úr arfleifð íslenskra vinstri manna. I fyrsta og augljósara lagi: kröfu um félags- legt jafnræði og réttlæti, samfara því að al- mannafé sé ráðstafað til almannaheilla eða þeirra sem standa höllum fæti, en ekki til sér- hagsmunahópa. I öðru lagi: gagnrýnni sýn á ríkjandi valda- kerfi, hvort sem um er að ræða ríkisvald, vald fyrirtækja eða hagsmunasamtaka. Við þetta hefur síðan bæst að vinstri menn hafa viðurkennt mikilvægi markaðsbúskapar og óheftrar milliríkjaverslunar á flestum svið- um. I því sambandi má einnig minna á að vinstri menn hafa löngum barist fyrir aukinni iðnvæðingu og fjölbreyttara atvinnulífi. Af þessum grunnhugmyndum má Ieiða eft- irfarandi pólitísk stefnumið og vinnubrögð: 1. Vandað verði til pólitískrar stefnumörk- unar á öllum sviðum þannig að hún standist vaxandi þrýsting sérhagsmunahópa og gæti þeirra almannahagsmuna sem henni ber. 2. I stjórnmálum og stjórnsýslu verði stjórn- málamenn og stjórnendur gerðir ábyrgari með skýrari siðareglum og eftirliti. Þær siða- reglur feli m.a. í sér að pólitísk fyrirgreiðsla við stöðuveitingar og aðrar ákvarðanir í opin- berum rekstri verði útlæg. 3. Atkvæðisréttur verði jafnaður með breyt- ingum á kjördæmaskipan. 4. Möguleikar almennings á stjórnmálalegum áhrifum verði stórauknir með almennum at- kvæðagreiðslum um einstök mál. 5. Velferðar- og menntakerfið verði skoðað út frá hagsmunum skjólstæðinga (neytenda) þess og samfélagsins í heild, en ekki sérfræð- inga kerfisins eða einstakra byggðarlaga. Sérstaklega er mikilvægt að bæta til lang- frama hag og stöðu þeirra sem hafa orðið útundan í velsæld, menntun og menningu samtímans. Aukin fjárframlög eða skipulags- breytingar taki mið af þessu. 6. Jafnframt því að menntun á sérskóla- og háskólastigi styðji betur þróun atvinnugreina á sviði þjónustu- og upplýsingatækni, verði vinna lögð í að hugsa leið íslands til iðnvæð- ingar upp á nýtt. Þar verði horfst í augu við þá staðreynd að við erum því miður enn sem komið er fyrst og fremst hráefnaframleiðend- ur en ekki iðnvædd þjóð. 7. Opinber afskipti af fyrirkomulagi í atvinnu- rekstri taki mið af almannahagsmunum. Með það í huga verði endurskoðuð endurgjalds- laus úthlutun aflaheimilda til fárra útvaldra og landbúnaðarstefna sem í dag setur bændur undir fátækramörk, en krefst samt mikilla fórna af skattgreiðendum og neytendum landbúnaðarvara. 8. íslenskri launþegahreyfingu verði lagt nauðsynlegt lið þegar stefnumál fara saman. En jafnframt verði skipulag á vinnumarkaði og sjóðakerfi launþegahreyfinga skoðað út frá hagsmunum launafólks en ekki valdakerf- is aðila vinnumarkaðarins. Ég læt hjá líða að telja upp mál, sem eru orðin viðtekin í orði og verða það á borði hins nýja flokks, svo sem jafnrétli kynja og sjálf- bær þróun lífríkis og annars umhverfis, að svo miklu leyti sem þau mál eru á valdi íslenskra stjórnmálaflokka. Niðurlag Ég hef reynt að draga hér saman nokkur at- riði sem styðja þá fullyrðingu að íslenskt flokkakerfi muni taka varanlegum breyting- um frá og með næstu þingkosningum, að sag- an um aðlögun „gömlu“ flokkanna endurtaki sig ekki. Og ég fullyrði að í kosningunum 1999 verði til flokkur sameinaðra jafnaðar- manna með 45-50% fylgi. Sá flokkur verði forystuafl í ríkisstjórn, sem hefji nýtt og rót- tækt umbótatímabil í íslenskri stjórnmála- sögu. 86
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.