Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 92

Ný saga - 01.01.1997, Qupperneq 92
Már Jónsson Admirolgode 291B ko ko ke ko —V— L*— S t £ S t 2 .etage Mynd 4. Teikning af húsi Árna og íbúð í Aðmírálsgötu sam- kvæmt úttekt frá 1717. St. merkir stofa, ke er eldhús, ka svefnherbergi, f er forstofa og sal skýrir sig sjáift. Ofnar eru ferkant- aðir með hvítu í, en skorsteinar án opn- unar alveg svartir. manns með peninga sína í strigapoka.13 Ekki veitti af að fá sér í staupinu! Umskiptin voru ill, því Arni missti húsið og umtalsverðan hluta eigna sinna. Handritun- um var í fyrstu komið fyrir í húsi Hans Beckers timburkaupmanns, vinar Árna sem hafði starfað fyrir hann á íslandi. Becker bjó á horni Kóngsins Nýjatorgs og Gothersgötu, utan við eiginleg borgarmörk. í»ar var Metta eiginkona Árna, skráð til heimilis með tvær vinnukonur og tvo vinnumenn í manntali dagana 8.-9. nóvember. Árni var aftur á móti sagður vera til húsa í embættisbústað Peders Örsleffs, kapeláns við Hólmsins kirkju í Stærrastræti, þar sem nú er Hólmsins kanall, ásamt eiginkonu, vinnumanni og tveimur vinnukonum.14 Metta var þar af leiðandi tví- skráð og sjálfsagt vinnufólkið líka, því árið 1717 höfðu þau haft tvo vinnumenn og tvær vinnukonur, en áttu vagn og tvo hesta. Par að auki var skrifari skráður til heimilis hjá þeim í prófessorsbústaðnum, ekki nefndur með nafni, að öllum líkindum Magnús Einarsson.15 Ævilok Eftir brunann treysti Árni sér varla til að vera einn síns liðs og hafði Jón Ólafsson eftir hon- um í æviágripi frá 1738: „jeg har mist min glæde og den kan intet menneske give mig.“16 Hann var þó ekki af baki dottinn og skrifaði séra Jóni Halldórssyni í Hítardal um vorið: „Stundum gengur mér missirinn til geðs, en stundum brosi ég að sjálfum mér og mínum hégómlegu þönkum.“ En þrátt fyrir allt var hann staðráðinn í að ná einhverju aftur af því sem brann og í bréfum til vina á íslandi um ófarirnar æskti hann þess að þeir útveguðu uppskriftir skjala og annað efni sem hann þóttist hafa misst. Magnúsi Einarssyni á Jörfa og Jóni bróður sínum sendi hann pappír til góðra verka, en skrifaði almenna yfirlýsingu í bréfi til Magnúsar sonar Páls Vídalíns: „að hann sendi mér til Iáns eður eignar öll þau gömul bréf sem fyrir honum verða, svo lengi hann spyr mig lífs.“17 I bréfum vorið 1729 skrifaði Árni um „hús- rúm þröngt“ og „bágt húsrúm“ til útskýringar á því að hann gæti lítið unnið við handrit sín og skjöl.1* Fyrst um sinn bjó hann áfram í Stærrastræti, en um sumarið var hann í Laxa- götu skammt þar frá, að öllum líkindum í húsi sem kapelán Hólmskirkju hafði til umráða. Um haustið fluttist hann í Aðmírálsgötu, ann- að hús frá horninu á Laxagötu vinstra megin þegar gengið er frá Nikulásarkirkju.'11 Vetur- inn eftir brunann var harður og segir Jón Ólafsson í dagbók sinni 19. janúar: „voru svo mikil ísalög um þessa tíma, að ég spatieraði á ísum út að Prövesteinen og Trei Croner. Drukknuðu margir eða helfrusu." Mánuði síðar höfðu sex menn frosið í hel frá áramót- um og ekki fyrr en undir lok marsmánaðar „tók til að þiðna.“ Fyrstu dagana í apríl kóln- aði þó aftur.20 Þrátt fyrir kuldann hélt Árni uppteknum hætti með að ganga til vinnu við skjalasafn konungs á Hallarhólmanum og heimsækja vini sína, en hirti ekki um reglu- bundnar máltíðir. Hann hafði annast skjala- safnið einn frá því Rostgaard fór frá, en fékk nú mann sér til aðstoðar í mars 1729 „til nogen lættelse ved dine tiltrædende aar og alderdom“, eins og konungur orðaði það.21 Svo virðist sem Árni hafi flutt handrilin með sér á milli húsa og hélt þeim áreiðanlega í röð og reglu eftir því sem húsrúm leyfði. Engin merki eru þess aftur á móti að hann hafi haldið uppteknum hætti með að skrifa minnisgreinar um einstök handrit og leggja með þeim svo síðari tíma fræðimenn fengju notið. Ekki fékkst hann heldur við uppskrift- ir eða nokkuð annað tengt handritum. Skrán- ing kom enn síður til greina við þessar að- stæður og ekkert varð úr því áformi frá því fyrir brunann að Finnur Jónsson yrði settur í það verk.22 Árni bjóst auk þess ekki við að lifa öllu lengur, lofaði reyndar mörgum einhverju að ári í bréfum vorið 1729, en gat þess í einu þeirra að „lifi ég eitt ár eður tvö (hvar fyrir guð ráði)“ skyldi hann vera búinn að gera nokkra ráðstöfun „á mínum eftirlátnum fá- tækdóm.*123 Veður var skaplegt haustið 1729, en áður en Árni fluttist í Aðmírálsgötu „varð hann kvillaður“, eins og Jón Ólafsson orðaði það. Kvefpest gekk í borginni og létust margir. Aðfangadag jóla kólnaði fyrir alvöru og klukkan átta um kvöldið kenndi Árni bana- sóttar sinnar „með bakverk í smáhryggnum fyrir ofan lendarnar, sem sló sér síðan inn til 90
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Ný saga

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.