Ný saga - 01.01.1997, Síða 97

Ný saga - 01.01.1997, Síða 97
Islenska söguþingið Greinargerð um þingið og álit nokkurra þátttakenda nemma árs 1995 lagði Eggert Þór Bernharðsson til við stjórn Sagn- fræðistofnunar Háskóla íslands að efnt yrði til veglegs söguþings. Sagnfræði- stofnun tók strax vel í hugmyndina og ákvað að fá Sagnfræðingafélag Islands til liðs við sig. Skipuð var undirbúningsnefnd þar sem sæti áttu Anna Agnarsdóttir, verðandi forstöðu- maður Sagnfræðistofnunar, Hrefna Róberts- dóttir, þáverandi formaður Sagnfræðingafé- lagsins, og Eggert Þór sem upphafsmaður til- lögunnar. Undirbúningur var mikill og strangur og stóð allt frá hausti 1995. Fljótlega var ákveð- ið að reyna að standa að vali viðfangsefna og fyrirlesara með eins lýðræðislegum hætti og framast var kostur. Auglýst var nokkrum sinnum í Fréttabréfi Sagnfræðingafélagsins, auk þess sem rætt var um hugsanleg efni á fundum félagsins. Margar tillögur bárust sem undirbúningsnefnd vann síðan úr. Einnig lýstu margir yfir áhuga á að flytja er- indi á þinginu og þegar upp var staðið höfðu allir komist að sem vildu. Reynt var að hafa dagskrána sem fjöl- breyttasta svo að sem flestir gætu íundið eitlhvað við sitt hæfi og var lögð áhersla á að þingið endurspeglaði í stór- um dráttum nýjustu stefnur og strauma í sagnfræði. Fljótlega var ákveðið að hafa tvö aðalefni sem tækju heilan dag hvort um sig og þótti eðlilegt að fjalla annars vegar um „gullaldartímabil“ Islandssögunnar, miðaldir. Fyrir valinu varð félagssaga miðalda og var hún sett fram und- ir heitinu Heimili og samfélag. Saga heimilis á miðöldum. Hins vegar var sjónum beint að íslandi og umheiminum á 19. og 20. öld. Hlið- arefnin voru sex og tóku hálfan dag hvert, þau voru: Einstaklingar án sögu - saga án ein- staklinga. Persónulegar heimildir í sagnfræði, Byggðarsaga. Frá hinu smáa til hins stóra, Auður, vald og menning 1550-1800, Kyn og saga, Þjóðararfurinn. Varðveisla og miðlun og Rannsóknir ungra frœðimanna. Þá var efnt til skoðanaskipta um innreið nútímans á íslandi, en þar leiddu saman hesta sína fræðimenn úr ýmsum greinum. Loks voru tólf stakir fyrir- lestrar sem dreifðust á þingdagana og kenndi þar ýmissa grasa. Undirbúningsnefndin naut ómælds stuðnings „hópstjóra" sem áttu mik- inn þátt í að velja fyrirlesara, skipuleggja efn- istök og sjá til þess að hvert dagskrár- efni myndaði sam- stæða heild. Sameig- inlegir fundir þing- stjórnar og hópstjóra voru tíðir og oft glatt á hjalla enda áhuginn brennandi. Þegar nær dró þinghaldi voru ráðnir nokkrir starfs- menn til að sinna af- mörkuðum verkefn- um. Sigríður Matthí- asdóttir var ráðin framkvæmdastjóri, Þórmundur Jónat- ansson fjölmiðlafull- trúi, Viggó Ásgeirs- Áhersla var lögð á að þingið endurspeglaði í stórum dráttum nýjustu stefnur og strauma i sagnfræði 95
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Ný saga

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.