Ný saga - 01.01.1997, Side 104

Ný saga - 01.01.1997, Side 104
✓ Islenska söguþingið nokkrum vandræðum með að velja. Enda var helsta umkvörtunarefnið sem heyrðist á göngum það, að menn næðu ekki að sitja alla þá fyrirlestra sem þeir höfðu löngun til. Mögulegt var að hlaupa á milli og sú kvörtun heyrðist líka að betra hefði verið að hafa opnu fyrirlestrana einnig í Odda en ekki úti í hátíðarsal svo auðveldara væri að hlaupa á milli. Tímasetningar stóðust að jafnaði það vel að það var alveg hægt. Fyrirlesarar komu víða að þó þeir væru flestir íslenskir, og bendir það til mikillar grósku innan íslenskrar sagnfræði hversu ís- lenskir sagnfræðingar virðast dreifast víða er- lendis við nám og störf. Enda sýndu þeir fyr- irlestrar sem ég hlustaði á mikla breidd í við- fangsefnum sagnfræðirannsókna, spönnuðu allt frá fornsögum til Evrópusambandsins. Efnistök voru almennt mjög fagleg. Skipulagningin var góð og andinn ekki síður. Hátíðarstemning hélst yfir þinginu all- an tímann. Þar lögðu líka aðrir hönd á plóg- inn með því að bjóða til móttöku, en sú hug- mynd hlýtur að hafa komið frá skipuleggjend- um. Það jók á stemninguna að hafa fastan samkomustað á kvöldin. Gamlir félagar og fólk með sameiginleg áhugamál sem er að jafnaði dreift við vinnu innan lands sem utan naut þess að vera saman. Margir fluttu mál sitt mjög vel, en alltaf er eitthvað um að menn lesi upp dæmalaust vel skrifaðar greinar. Það er mikil vinna að semja fyrirlestra til flutnings og á þeim er allt annað form en skrifuðum greinum. En það fer líka meiri orka í það hjá áheyranda að fylgjast með fyrirlestrum sem eru nær rithefðinni þó vel séu fluttir en þeim sem standa nær frá- sagnahefðinni. Þegar hlýtt er á fjölmarga fyr- irlestra á örfáum dögum gengur mjög á orku og athygli hlustandans og þeim mun meira kemst til skila sem betur er flutt og meiri áhersla lögð á aðalatriði en smáatriði. Sagn- fræðingafélagið mætti í samvinnu við önnur fræðafélög halda lítið námskeið í fyrirlestra- haldi. Til eru bækur um efnið og þetta má læra eins og annað. Haldist sú gróska í sagnfræðirannsóknum sem kom fram á þessu þingi er full ástæða til að efna til slíks þings að minnsta kosti á fimm ára fresti. Valdimar H. Gíslason, æðarbóndi Allur undirbúningur, fyrirkomulag og skipu- lag Söguþingsins var til mikillar fyrirmyndar. Má í því sambandi sérstaklega nefna dag- skrárritið, sem auðveldaði þátttakendum að velja fyrirlestra í samræmi við smekk og áhugamál hvers og eins. Það val var þó oft erfitt og undirritaður hefði stundum kosið að vera á tveimur fyrirlestrum á sama tíma. Mikill meirihluti fyrirlestra fjallaði um 19. og 20. öldina og umfjöllun um kvennafræði og félagssögu hvers konar var áberandi. Um þriðjungur fyrirlesara voru konur, og eru þær greinilega í mikilli sókn á sviði sagnfræði- rannsókna. Hlutur ungs fólks var áberandi á þinginu og umfjöllunarsvið þess ákaflega fjöl- breytt. Óhætt er að segja að fyrirlestrar á þinginu hafi sýnt mikla breidd og grósku í ís- lenskum sagnfræðirannsóknum. Þó má segja að miðaldarannsóknir sitji nokkuð á hakan- um gagnvart öðrum tímabilum. Þá virðist mér að nokkur eldfim sagnfræðileg álitamál hafi legið í þagnargildi. Annars er fátt aðfinnslu- vert við þetta þing. Fyrirlesarar fluttu mál sitt oftast vel. Æskilegt hefði þó verið að íleiri hefðu nýtt sér nútíma tækni, þó ekki væri nema glærutæknina. Nokkrir fyrirlesarar sem nýttu sér tæknina áttu þó í nokkrum vand- ræðum með að stjórna tækjum og tólum svo snurðulaust mætti kallst. Þá bar nokkuð á bil- unum í hátalarakerfum, til dæmis í hátíðarsal Háskólans. En öll eru þessi aðfinnsluatriði veigalítil. Upp úr stendur að þetta söguþing var upphafsmönnum þess og aðstandendum til mikils sóma. Æskilegt væri að halda slík þing til dæmis á tíu ára fresti. 28.-31. MAÍ 1997 102
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Ný saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.