Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 5

Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 5
að geta verið einn — eða öllu hcldur cins og ópersónulegur hlutur — einhvcrs staðar. En borgin er svo lítil að manni verður skammgóður veimir að þessum kosti hennar líka. Ef maður asnast til að birta eitt- hvað eftir sig í Heimilisritinu, er hann ófriðhelgur eftir það — getur til clamis ekki farið inn í veitingahús án þess að allir viti hver hann er. Þetta er óþagilegt. Hann getur átt von á að vaðið sé að honum með fleðulátum og sagt: Sæll og blessaður. Ég hef lesið kvæði eftir þig, þú ert mikið skáld. Sérstaklega er það óbrigðult, ef hann hefur aldrei ort kvæði, en kannski skrifað ferðasögui. Þessir framhleypnu menn finnst mér borgin vera. Því hinir mennirnir eru einhvers staðar inni í skel sinni: misheppnuð slcáld og milljónamæringar að barma sér yfir því að þeir skuli ekki veia milljónlausir og vera fátæk skáld. Nú, svo er það Jónas frá Hriflu: hann er ein hlið borgarinnar. Hann er diktatorinn: einræðis- herrann. I borginni eru margir diktatcrar, menn sem vilja kannski ráða yfir einni verksmiðju. Sumir eru þannig að ef þeir eru settir yfir nokkra cskukalla hjá bænum, þá eiu þeir orðnir diktatorar. En Jónas er diktator diktatoranna, mestur ráðríkismaður vór síðan Jón Sigurðsson leið, mann- inn sem ætlaði að gera Fjölni að júristablaði, heimtaði að fá að vera for- stjóri, þegar honum var boðin samvinna. Þetta er borgin: það er plebeiinn og það er diktatorinn. Þetta er gullgrafarabær, þar sem þrælslund og drottnunarhneigð tvímenna á einni geit. Þar á milli er ekkert. Ljótt er að heyra. En samt er ég sannfærður um að án þess andlega samneytis sem skáldin hafa haft hér við sína líka og áhugamenn um skáldslcap, hefðu menn eins og Tómas, Steinn og Magnús aldrei skrifað þær bækur sem þeir hafa skrifað, andæfði ég. Það hefði verið nákvæmlega. sama, þó að þeir hefðu átt heirna austur á fjörðum, svaraði Stefán Hörður. Hitt er annað mál, að hér eru prent- smiðjur sem ekki eru þar. Það er eini munurinn, sem máli skiptir. Hið andlega andrúmsloft bæjarins er allt utan af landi. Þegar hreint andlegt loft kemur til Reykjavíkur, einangrar það sig frá fúla loftinu hér. Það verður aldrei reykvískt loft, en þetta er íslenzkt loft, ekki staðbundið hreppaloft. Ég á boi’ginni mikið að þakka fyrir að hún hefur dregið þetta fólk að sér, eða réttara sagt: ég á borginni það að þakka, að hún er svo fúl að þetta fólk hefur hnappazt saman. Það er eins og þegar maður hellir í vatn einhverju sem ekki samlagast vatninu, þá hleypur það saman, myndar stundum brák ofan á vatninu — til dæmis olía — og getur verið ljémandi fallegt jafnvel ofan á hlandfor. Ég þekki engan mann upprunn- inn úr Reykjavík sem hefur nokkra mannlega skynjun, nema hann hafi sótt sér lífsloft til þessara aðkomumanna í bænum, ellegar þá dvalizt árum saman erlendis. Þetta er ný borg með engar tradisjónir. Hin ekta andlega Reykjavík er Norræna félagið, söngfélög og lúðrasveitir, frí- múrarar og alls konar andlegar öryggiskeðjur. Ég hugsa þær séu ryðg- Birtingur 3
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.