Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 7

Birtingur - 01.01.1959, Qupperneq 7
uppáhaldsskáld eins og þá var tízka: Steingrím Thorsteinsson, sem var í miklu eftirlæti hjá mörgum af þeirri kynslóð. Ég fór að dæmi hennar og valdi mér uppáhaldsskáld: Jónas. Hvenær kynntistu fyrst ljóðum núlifandi skálda? Vorið sem ég fermdist fékk ég bréf frá Borgari bróður mínum, þar sem hann sagði mér frá Ijóðabók sem hann var nýbúinn að lesa, lét mikið af og hvatti mig mjög til að kaupa. Það var Fagra veröld eftir Tómas Guð- mundsson. Hún hafði komið út haustið áður og vakið gífurlega athygli. Ég fór að spyrjast fyrir um hana í Vík í Mýrdal og keypti annað eintakið af tveimur, sem þangað höfðu borizt. Hún kostaði 7 krónur (í rauðu sirtingsbandi), rösklega helming aleigu minnar: ég átti tólf krónur inni á reikningnum mínum. Ég hef aldrei séð eftir kaupunum. Fagra veröld kveikti svo rækilega 1 mér að ég brann í logum hennar mörg ár á eftir. En hvenær kynntistu fyrst skáldbræðrum þínum, hinum yngri? Það var ekki fyrr en löngu seinna. Ása í Bæ kynntist ég í Vestmanna- eyjum á vertíðinni 1943. Ég hafði verið til sjós á Málmeynni gömlu með Jóni Magnússyni, stórvini mínum: sigldum fyrst einn túr til Englands, síðan var skipið dæmt ósjófært. Þá fórum við í snatt hjá könum. Það voru náðugir dagar. Undir áramótin var farið með dallinn til Eyja, tekið að tjasla í véiina með snærum, en gekk báglega að. fá hana til að lafa. saman. Svo við réðum okkur einu sinni í fylliríi — öll skipshöfnin að mig minnir, nema Jón skipstjóri — á vélbátinn Herjólf sem Páll Oddgeirsson átti. Við bjuggum þrír saman uppi á lofti í bragga rétt ofan við nýju bryggjuna. Ási í Bæ hefur lýst vistarverunni og sumum vistmanna í skáldsögu sinni, Breytilegri átt. Um lokin fékk ég mér herbergi í Djúpa- dal, ætlaði að vera þar í næði og yrkja. En Ási hafði enga eirð í sér fyrir starfslöngun, skammaði mig látlaust fyrir slæpingshátt og linnti ekki fyrr en hann hafði dregið mig á sjó með sér á lítilli kollu. Á bátnum með okkur var maður sem Gestur hét Auðunsson, ágætur fýr sem hafði talað við Asa árum saman um bækur og skáldskap, fékkst líka nokkuð við yrkingar. Einhvern tíma bað Gestur mig að láta fyrir sig kvæði í póst til tímaritsins Helgafells sem þá var á öðru ári og hafði gefið ungum skáld- um undir fótinn. Hann þorði ekki fyrir sitt litla líf að fara sjálfur með bréfið á pósthúsið — þú veizt hvernig þetta er í litlum bæjum þar sem allir þekkjast: sjómaður sem staðinn væri að því að skrifa tímariti bréf yrði að athlægi um allt plássið og ætti sér ekki viðreisnarvon upp frá því. Ég átti í fórum mínum kvæðið Gamall fiskimaður, og allt í einu datt mér í hug á leiðinni niður á pósthús að slá utan um það líka. Það birtist svo í sumarhefti Helgafells 1943. Stefán Hörður tók sér málhvíld, og ég teygði mig eftir Helgafelli til að rifja upp umsögn ritstjóranna. Tímaritið hafði hvatt ung skáld til að\ senda sér ljóð og ráðgert að birta úrval þess sem bærist. 1 greinargerð Birtingur 5
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Birtingur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Birtingur
https://timarit.is/publication/823

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.